Grundvallaratriði í samskiptum við gesti

Fáðu ábendingar og sniðmát til að eiga í samskiptum við ferðalanga.
Airbnb skrifaði þann 8. jan. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 3. maí 2023

Skilvirk samskipti við gesti eru fyrsta skrefið í átt að jákvæðri upplifun gesta. Sem gestgjafi getur þú stuðlað að vellíðan gesta og góðum umsögnum með því að eiga skýr og tímanleg samskipti, allt frá því að gestir gefa til kynna áhuga sinn á eigninni og þar til þeir hafa útritað sig.

Ábendingar fyrir frábær samskipti

Sýndu gagnsæi. Daniel, gestgjafi í San Francisco, segist alltaf greina frá öllu um eign sína. „Það sem þú segir gestum þínum að verði í boði þegar þeir koma á staðinn þarf að vera vera í boði,“ segir hann. „Það er betra að lækka væntingar og að gestirnir gangi inn í betri eign en búist var við heldur en öfugt.“

Sýndu forvitni. Þú getur opnað dyrnar að samkenndinni með einfaldri spurningu til gesta eins og: „Hverju þarftu á að halda svo að þér líði vel í eigninni?“ Hér skiptir sköpum að sýna samkennd og hafa opinn huga.

Vertu til taks. Annette, ofurgestgjafi í San Francisco, segir oft við gesti: „Ekki taka að þér neinar viðgerðir ef eitthvað bilar, sama hversu smávægilegt það er. Hafðu strax samband við okkur og við leysum úr málinu.“ Þegar um venjuleg mál er að ræða nota reyndir gestgjafar hraðsvör til að halda sambandi við gesti.

Sýndu umhyggjusemi. Örlítið góðverk getur skapað betri upplifun fyrir þig og gestina þína. Ef vandamál kemur upp segja gestir oft að það sem skipti þá mestu máli sé hvernig gestgjafar þeirra svara.

Sýndu skynsemi. Ef samskiptum er haldið í appinu veitir það þér einnig vernd því öll samtöl eru skráð ef þú þyrftir einhvern tímann að vísa til þeirra í þjónustuverinu ef vandamál kemur upp. Einnig er auðveldara að finna allar upplýsingar um gestina á einum stað.

Mikilvægar stundir til að eiga í samskiptum við gesti

Bókunarfyrirspurn: Gestir kunna að meta skjót svör þegar þeir hafa samband til að bóka eignina þína. Reyndu að svara öllum fyrirspurnum gesta innan sólarhrings.

Að svara spurningum fljótt er ekki bara mikilvægur þáttur þess að gestir séu ánægðir heldur eitt af viðmiðunum til að verða ofurgestgjafi. Tímasett skilaboð geta hjálpað þér að skipuleggja þig með skilvirkari hætti og deila upplýsingum með gestum þínum.

Við bókun: Gestir kunna að meta þegar gestgjafar senda þeim skilaboð og þakka fyrir bókunina.

Þú gætir sérsniðið kynningarskilaboðin þín með upplýsingum úr notandalýsingu gestsins. Þetta geta verið spurningar um áhugasvið viðkomandi, heimabæ og áhugamál. Þetta er einnig tækifæri fyrir þig til að spyrja annarra spurninga, svo sem um tilgang ferðarinnar og hverjir verði með í för.

Fyrir komu: Skýr leiðarlýsing og innritunarupplýsingar eru nauðsynlegar til að koma gesta gangi snurðulaust fyrir sig.

Svaraðu algengum spurningum með því að fylla út upplýsingar fyrir gesti í skráningaflipanum ásamt leiðarlýsingu, innritunarleiðbeiningum og upplýsingum um þráðlaust net. Þessu verður deilt á ferðaflipa gesta, tveimur sólarhringum fyrir áætlaðan innritunartíma viðkomandi.

Innritun: Gestir, einkum þeir úr jaðarsettum hópum, hafa greint frá því að sjálfsinnritun geti orðið til þess að þeim líði betur. Þú getur einnig útbúið húsleiðbeiningar með upplýsingum um hvernig maður notar hin ýmsu kerfi og tæki í eigninni.

Eftir fyrstu nóttina: Margir gestgjafar segjast vilja halda sambandi við gesti meðan á ferð þeirra stendur. Gott er að sýna frumkvæði og spyrja hvernig allt gangi.

Fyrir útritun: Tilgreindu hvað gestir þurfa að gera áður en þeir útrita sig. Við sendum áminningu með útritunartíma og leiðbeiningum daginn fyrir áætlaða brottför gesta.

Eftir brottför: Best er að gefa gestum umsögn strax. Byggðu nálgun þína á virðingu og notaðu sömu viðmið til að meta alla gesti. Sumir gestgjafar senda einnig skilaboð til að þakka gestum fyrir gistinguna.

Airbnb
8. jan. 2020
Kom þetta að gagni?