Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig 2 ofurgestgjafar halda fjarlægð við gestaumsjón

  Þessir gestgjafar virkja sköpunarkraftinn til dæmis með því að senda smákökur eða myndkveðjur.
  Höf: Airbnb, 8. júl. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Tveir ofurgestgjafar í Mexíkóborg segja frá því hvernig þau hafa breytt ferlum sínum til að sinna gestum úr fjarlægð

  • Þau senda gestum húsleiðbeiningar sínar, ferðahandbækur og aðrar upplýsingar á stafrænu formi

  • Báðir gestgjafarnir munu prófa nýjar hugmyndir til að halda sig í nægri fjarlægð eins og að senda persónulegar myndkveðjur og smákökur með sendli

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu

  Margir gestgjafar eru að móta stefnu til að taka sem best á móti gestum á ný nú þegar ferðalög eru aftur að aukast. Það sem þarf til að gestum (og gestgjöfum) líði vel er að breytast svo að við ræddum við tvo ofurgestgjafa í Mexíkóborg til að komast að því hvernig þau hyggjast taka á móti gestum þegar lokunum hefur verið aflétt.

  Ofurgestgjafinn Alessandra rekur La Palomilla sem er sjö herbergja gistiheimili skráð í Airbnb Plús í hverfinu La Roma. Um það bil 11 km fyrir sunnan á ofurgestgjafinn Omar tvær litríkar íbúðir á Coyoacán-svæðinu þar sem Frida Kahlo fæddist. Hvorugt þeirra hefur fengið gesti frá því í mars þegar ríkisstjórnin lokaði borginni.

  Þau hafa verið upptekin við að breyta aðferðum við gestaumsjón til að búa sig undir nýja gesti. Hér eru átta hugmyndir til að hafa í huga þegar þú skoðar eigið ferlið við gestaumsjón:

  Bjóddu gestum þínum val fyrir innritun; og gefðu ofgnótt upplýsinga

  Þegar gestur bókar herbergi hefur Alessandra samband til að komast að því hvaðan hann kemur og hvenær. Ef gestur vill sjálfsinnritun „erum við með aðgangskóða,“ segir hún.

  Alessandra ætlar að treysta áfram á skilaboðakerfi Airbnb eða önnur skilaboðaforrit til að eiga í samskiptum við gesti fyrir og á meðan dvöl þeirra stendur. Hún hefur þó gert eina stóra breytingu. „Við munum auka samskipti með SMS og á verkvangi [Airbnb] svo að upplifun gesta verði persónulegri og að þeim finnist þeir ekki hafa verið yfirgefnir,“ segir hún.

  Ábending: Þú getur svarað gestum hraðar ef þú uppfærir vistuð sniðmát fyrir skilaboð.

  Taktu upp persónulega myndkveðju

  Omar býður nú þegar upp á sjálfsinnritun en hann er tilbúinn að prófa nýjar fyrir fjarumsjón með gestum. Hann segist ætla að taka upp persónulegar kveðjur á mynd sem hver gestur fær við innritun. Til dæmis: „Verið velkomin! Við erum gestgjafar ykkar, Omar og [konan mín] hún Silvia. Vonandi hafið þið það gott. Við vitum hvað ástandið er erfitt og þökkum ykkur fyrir að vera hérna hjá okkur.“

  Sýndu þakklæti á flottan hátt en ekki endilega augliti til auglitis

  Bestu gestgjafarnir okkar vita að hluti upplifunarinnar á Airbnb er að taka á móti gestum í eigin persónu við komu en þeim er einnig ljóst að núna er mikilvægara að virða nándarmörk. Þess vegna eru Alessandra og Omar að finna nýjar leiðir til að þakka gestum sínum. Þegar gestir koma segir Alessandra til dæmis að „í stað þess að gefa þeim smákökur í borðstofunni skiljum við þær eftir í herbergjunum“.

  „Áður fyrr fannst mér alltaf yndislegt að gefa gestum kveðjugjöf,“ segir Omar. „Vinur minn bakar ljúffengar smákökur úr bláum maís.“ Hann afhenti þær vanalega sjálfur og yfirleitt síðasta daginn sem gestir gistu. „Þetta mun breytast örlítið,“ segir hann. „Ég mun láta sendil afhenda smákökurnar. Ég vil að gestir verði áfram ánægðir.“

  Deildu ferðahandbók þinni, húsleiðbeiningum og öðrum upplýsingum á stafrænu formi

  Þar sem Alessandra og Omar hafa bæði fjarlægt útprentuðu húsleiðbeiningarnar sínar passa þau nú upp á að senda þær á stafrænu formi. „Ég sendi gestum ferðahandbókina ásamt húsleiðbeiningum um leið og ég fæ bókun,“ segir Omar.

  Alessandra gerir það líka: „Við útbjuggum PDF-skrá [með húsleiðbeiningunum] sem við sendum gestum um leið og þeir bóka.“ Hún breytti einnig vefsíðunni hjá sér til að sýna öryggisráðstafanir sínar, þar á meðal hvernig hún hreinsar herbergislykla og hefur fjarlægt aukahluti eins og skrautpúða og minnisblokkir úr herbergjum. Þegar hún fær bókun „sendi ég gestum hlekkinn á ráðstafanir okkar vegna [COVID-19] til að draga úr áhyggjum þeirra,“ segir hún.

  Breyttu gjafakörfunni þinni í hreinlætispakka

  Omar hefur umbreytt gjöfum sínum fyrir gesti. „Áður tók ég á móti þeim með gjafakörfu með ferskum ávöxtum, súkkulaði og mexíkósku nammi,“ segir hann. „Þessi karfa verður nú að hreinlætispakka fyrir hvern gest.“ Í hvern pakka setur hann „nokkrar grímur, tvær litlar flöskur með handhreinsi, hanska“ o.s.frv.

  Omar mun einnig skilja eftir stærri flösku með handhreinsi fyrir gesti í íbúðinni og segja þeim hvar hreinsiefnin er að finna. „Allt þetta snýst um að skapa nægt öryggi svo að þeim líði jafn þægilega og heima hjá sér,“ segir hann. Alessandra býður einnig upp á handhreinsi á móttökusvæðinu sem og í hverju herbergi og á hverju baðherbergi.

  Íhugaðu að uppfæra ræstingarreglurnar hjá þér og deila þeim með gestum

  Omar og Alessandra segjast munu gefa sér tíma milli gesta til að þrífa og hreinsa fasteignir sínar vandlega. „Ég geri ráð fyrir að útbúa ræstileiðbeiningar … í fullu samræmi við þær sem Airbnb var að gefa út,“ segir Omar. Alessandra hefur þegar skuldbundið sig til að fylgja ræstingarreglunum okkar eins og Omar ætlar einnig að gera.

  Alessandra hefur einnig skuldbundið sig til að fylgja strangari viðmiðum um hreinlæti. „Við tökum einn dag í að undirbúa eignir milli gesta,“ segir Alessandra, „svo að herbergið sé loftræst að fullu“ fyrir þrif og hreinsun.

  Ábending: Ef þú samþykkir að fylgja ítarlegri ræstingarreglum okkar skaltu skilja eftir ræstingaryfirlit fyrir gesti eða senda það stafrænt.

  Gefðu nægar tillögur fyrir útiveru í ferðahandbókinni þinni

  Ferðahandbækur Omar og Alessandra sýndu áður veitingastaði, verslanir og annað sem á ekki jafn vel við núna. Alessandra uppfærði ferðahandbókina sína til að mæla með annarri afþreyingu.

  „Við erum klárlega að hugsa um að senda gesti í fleiri útivistarævintýri,“ segir hún. Hún mælir með að gestir skoði Xochimilco („Feneyjar Mexíkó,“ segir hún) eða fari að píramídunum. Hún bætir einnig við að hún minnir gesti á að „hafa með auka [handhreinsi], taka flöskuna úr herberginu, vera með andlitsgrímu og grípa með hanska“.

  Omar er einnig að breyta ferðahandbókinni sinni til að nefna veitingastaði sem bjóða fólki að sækja mat eða fá hann sendan heim. Hann mun einnig bæta við veitingastöðum sem borðum utandyra þegar það verður aftur leyft.

  Nýttu tæknina

  Omar hugsar stórt varðandi fjarumsjón gesta. Hann tók burt útprentuðu húsleiðbeiningarnar og ætlar sér að gera „tengingu gesta við þráðlausa netið sjálfvirka,“ með QR-kóðum fyrir gestina til að tengjast þráðlausa netinu sjálfkrafa. Hann lætur þó ekki þar við sitja: Hann vill „útbúa QR-kóða fyrir öll þægindi í boði“.

  Til dæmis ætlar hann að prenta út QR-kóða með leiðbeiningum fyrir þvottavélina, svefnsófann o.s.frv. Hann ætlar meira að segja að skilja eftir QR-kóða fyrir gesti til að opna stafrænar húsleiðbeiningar.

  Omar og Alessandra segjast bæði haldi í vonina um að ferðalög, og lífið sjálft, færist fljótt aftur í eðlilegar skorður. Þangað til hafa þau einsett sér að bjóða jafn mikla gestrisni og hingað til; með andlitsgrímum og hönskum.

  „Heimurinn breytist,“ segir Omar. En hann lítur enn jákvæðum augum breytingarnar sem hann íhugar á gestaumsjón: „Það þarf bara að taka þessu og aðlagast ástandinu.“

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Tveir ofurgestgjafar í Mexíkóborg segja frá því hvernig þau hafa breytt ferlum sínum til að sinna gestum úr fjarlægð

  • Þau senda gestum húsleiðbeiningar sínar, ferðahandbækur og aðrar upplýsingar á stafrænu formi

  • Báðir gestgjafarnir munu prófa nýjar hugmyndir til að halda sig í nægri fjarlægð eins og að senda persónulegar myndkveðjur og smákökur með sendli

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu
  Airbnb
  8. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?