Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Allar leiðirnar til að taka á móti gestum á Airbnb

Þú ert kannski með sérstaka gistiaðstöðu, frábæra hugmynd að ógleymanlegri upplifun eða vilt bjóða þjónustu eins og kvöldverð með öllu inniföldu til að gera dvöl gesta enn betri. Hvort sem þú vilt bjóða gistingu, upplifun eða þjónustu, getum við aðstoðað þig við að tengjast gestum um allan heim.

Hvernig nýskráning fer fram

Hefjumst nú handa! Það kostar ekkert að stofna aðgang og skrá heimili, upplifun eða þjónustu. Kynntu þér reglur okkar og viðmið fyrir gestaumsjón áður en þú hefst handa.

Bjóddu gistingu á heimili

Þú ræður því hvernig þú sinnir gestaumsjóninni. Þú getur skráð allt heimilið, sérherbergi eða mögulega fágætt rými af öðrum toga. Þú getur tekið á móti gestum í eigin persónu eða boðið upp á sjálfsinnritun. Kynntu þér grunnkröfur Airbnb fyrir árangursríka gestaumsjón.

Mismunandi leiðir eru færar til að taka á móti gestum:

Þú getur einnig boðið heimili þitt á Airbnb að kostnaðarlausu með því að ganga til liðs við meira en 60.000 gestgjafa sem veita athvarf á neyðartímum.

Þarfnastu frekari aðstoðar? Kynntu þér allt sem snýr að gestaumsjón, tengstu ofurgestgjafa eða taktu þátt á gestgjafanámskeiði, þér að kostnaðarlausu. Ef allt er klárt fyrir gesti hjá þér er ekkert mál að stofna skráninguna.

Bjóddu upplifun á Airbnb

Upplifanir á Airbnb leiða fólk um allan heim saman, hvort sem um er að ræða námskeið, skoðunarferðir, tónleika eða aðra afþreyingu.

Hafðu eftirfarandi í huga áður en þú hefst handa við að miðla sérþekkingu þinni:

  • Þú þarft að hafa viðurkennda þjálfun eða reynslu, afþreyingin sem þú hyggst bjóða þarft að tengjast einhverju sem viðkomandi borg er þekkt fyrir og staðurinn þar sem upplifunin á að fara fram þarf að vera öruggur, hreinn og þægilegur
  • Upplifunin þarf að standast þessi viðmið og kröfur
  • Þú þarft að fara að gildandi lögum og reglugerðum á staðnum
  • Þú þarft að hafa staðfest auðkenni og fara í gegnum bakgrunnsathugun á sakaskrá þegar við á
  • Þú þarft að hafa áskildar tryggingar
  • Þú þarft að hafa viðeigandi leyfi og vottorð fyrir athöfnina

Svona nýskráir þú þig til að bjóða upplifun.

Bjóddu þjónustu á Airbnb

Þjónusta Airbnb gerir ferðir gesta enn betri með ótrúlegum möguleikum eins og einkakokkum, ljósmyndun, nuddi og dekurmeðferðum. Öll þjónusta er gæðavottuð og getur farið fram á heimili á Airbnb, húsakynnum fyrirtækis eða á opnu svæði.

Til að bjóða þjónustu þarftu að:

  • Hafa minnst tveggja ára starfsreynslu af viðeigandi þjónustuflokki eða fimm ára reynslu í tilviki kokka án matreiðsluprófs, eiga þér gott faglegt orðspor og ferilmöppu sem endurspeglar faglega reynslu ef um er að ræða ljósmyndara, kokka, veitingaþjónustu, tilbúnar máltíðir, einkaþjálfara, hársnyrtingu, förðun og naglasnyrtingu
  • Veita þjónustu sem uppfyllir viðmið okkar og kröfur
  • Uppfylla skráningarviðmið okkar
  • Fylgja gildandi lögum og reglugerðum á staðnum
  • Hafa staðfest auðkenni þitt og staðfest bakgrunnsathugun á sakaskrá þegar við á
  • Hafa áskildar tryggingar
  • Hafa viðeigandi leyfi og vottorð fyrir athöfnina

Hefurðu áhuga á að bjóða þjónustu? Útbúðu skráningu.

Reglur fyrir gestaumsjón

Boðið er upp á heimili, upplifanir og þjónustu um heim allan en okkur ber þó að fylgja alþjóðareglum sem takmarka notkun íbúa tiltekinna landa eða svæða á vefnum okkar. Þjónusta okkar er þar af leiðandi ekki í boði á stöðum eins og á Krímskaga, í Íran, í Súdan, á Sýrlandi og í Norður-Kóreu. Kynntu þér frekari upplýsingar um lög og reglugerðir varðandi gestaumsjón og ábyrga gestaumsjón fyrir upplifanir á Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar • Heimilisgestgjafi

    Búðu þig undir móttöku gesta á heimilinu

    Hér eru nokkrar ábendingar til að undirbúa heimilið, allt frá því að uppfæra dagatalið til þess að útvega gestum sápu og snarl.
  • Handbók

    Fyrstu skrefin á Airbnb

    Svona virkar Airbnb fyrir þig sem gestgjafa eða gest, hvort sem þú vilt bóka draumagistinguna, bjóða upplifun Airbnb í garðinum þínum eða veita þjónustu til að gera ferð gesta eftirminnilegri.
  • Leiðbeiningar • Gestur

    Lengdu dvölina

    Þú getur ekki lagt fram breytingarbeiðni ef bókuninni er lokið. Þú þarft þess í stað að bóka upp á nýtt.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning