Þú ert kannski með sérstaka gistiaðstöðu, frábæra hugmynd að ógleymanlegri upplifun eða vilt bjóða þjónustu eins og kvöldverð með öllu inniföldu til að gera dvöl gesta enn betri. Hvort sem þú vilt bjóða gistingu, upplifun eða þjónustu, getum við aðstoðað þig við að tengjast gestum um allan heim.
Hefjumst nú handa! Það kostar ekkert að stofna aðgang og skrá heimili, upplifun eða þjónustu. Kynntu þér reglur okkar og viðmið fyrir gestaumsjón áður en þú hefst handa.
Þú ræður því hvernig þú sinnir gestaumsjóninni. Þú getur skráð allt heimilið, sérherbergi eða mögulega fágætt rými af öðrum toga. Þú getur tekið á móti gestum í eigin persónu eða boðið upp á sjálfsinnritun. Kynntu þér grunnkröfur Airbnb fyrir árangursríka gestaumsjón.
Mismunandi leiðir eru færar til að taka á móti gestum:
Þú getur einnig boðið heimili þitt á Airbnb að kostnaðarlausu með því að ganga til liðs við meira en 60.000 gestgjafa sem veita athvarf á neyðartímum.
Þarfnastu frekari aðstoðar? Kynntu þér allt sem snýr að gestaumsjón, tengstu ofurgestgjafa eða taktu þátt á gestgjafanámskeiði, þér að kostnaðarlausu. Ef allt er klárt fyrir gesti hjá þér er ekkert mál að stofna skráninguna.
Upplifanir á Airbnb leiða fólk um allan heim saman, hvort sem um er að ræða námskeið, skoðunarferðir, tónleika eða aðra afþreyingu.
Hafðu eftirfarandi í huga áður en þú hefst handa við að miðla sérþekkingu þinni:
Þjónusta Airbnb gerir ferðir gesta enn betri með ótrúlegum möguleikum eins og einkakokkum, ljósmyndun, nuddi og dekurmeðferðum. Öll þjónusta er gæðavottuð og getur farið fram á heimili á Airbnb, húsakynnum fyrirtækis eða á opnu svæði.
Til að bjóða þjónustu þarftu að:
Hefurðu áhuga á að bjóða þjónustu? Útbúðu skráningu.
Boðið er upp á heimili, upplifanir og þjónustu um heim allan en okkur ber þó að fylgja alþjóðareglum sem takmarka notkun íbúa tiltekinna landa eða svæða á vefnum okkar. Þjónusta okkar er þar af leiðandi ekki í boði á stöðum eins og á Krímskaga, í Íran, í Súdan, á Sýrlandi og í Norður-Kóreu. Kynntu þér frekari upplýsingar um lög og reglugerðir varðandi gestaumsjón og ábyrga gestaumsjón fyrir upplifanir á Airbnb.