Þú gætir unnið þér inn $288 á viku

Hafðu tekjur af því að vera gestgjafi á Airbnb

Gestgjafar nota viðbótartekjurnar til að borga fyrir það sem skiptir þá máli. Allt frá því að safna fyrir viðgerðum og til að fara í draumaferðina.

Byrja
Hvað þú gætir unnið þér inn með Airbnb skráningu þinni í: Buffalo
Öll eignin
Sérherbergi
Sameiginlegt herbergi
$288
meðaltal á viku
Hlutverk gestgjafa á Airbnb

Skráðu þig sem Airbnb gestgjafa

Byrjaðu á því að útbúa skráningu. Hún er nokkurs konar notandalýsing fyrir eignina þína.
Hvað kemur fram í skráningu?
Þú setur inn lýsingu og tekur og hleður upp myndum. Svo ákveðurðu verð. Skráningin þín hjálpar gestum að átta sig á því hvernig eignin þín lítur út.
Hverjir geta bókað
Þú ákveður framboð og húsreglur skráningar þinnar. Stjórnun gestgjafa og stillingar dagatalsins geta auðveldað þér gestgjafahlutverkið.
Við erum til hjálpar reiðubúin
Við höfum réttu verkfærin fyrir þig, hvort sem þú veltir fyrir þér hvernig best er að undirbúa eignina þína og hvert verðið á að vera eða hverjar skyldur þínar eru gagnvart lögum.

Gestir finna Airbnb skráninguna þína og bóka eignina

Þú færð staðfestingu á bókun og skilaboð frá gestinum þínum.
Sendu skilaboð til gestanna þinna
Með því að senda skilaboð á netinu og gegnum appið áttu auðveldara með að kynnast gestunum og svara spurningum.
Undirbúðu innritunina
Sumir gestgjafar hitta gestina og afhenda þeim lyklana sjálfir. Aðrir gefa upp lykilorð að dyrunum. Þú velur hvað hentar þér best.

Bjóddu gesti þína velkomna

Sumir gestgjafar bjóða upp á morgunverð, aðrir leyfa gestum að sjá um sig sjálfa. Þú ræður því hvernig þú vilt haga gestgjafahlutverkinu.
Byrjaðu á grundvallaratriðunum
Flestir gestgjafar þrífa allt rýmið sem gestir nota og leggja til nauðsynjar eins og hrein rúmföt, handklæði og klósettpappír.
Hvernig greiðsla gesta fer fram
Airbnb sér um allar greiðslur svo þú þarft aldrei að taka við eða borga með peningum. Gestir greiða áður en þeir mæta á staðinn.
Hvernig greiðsla til þín fer fram
Þú getur valið að fá greiðsluna með ýmsum hætti, til dæmis í gegnum PayPal, með beinni millifærslu eða með símgreiðslu. Greiðslan er sjálkrafa millifærð til þín 24 klukkustundum eftir innritun gestsins. Ekkert mál.
Tekjur og gjöld
Það kostar ekkert að skrá eign á Airbnb. Airbnb tekur 3% þjónustugjald af gestgjafa fyrir hverja bókun.
Hvaða verð á að setja upp
Þú ræður því hvað þú tekur fyrir eignina þína. Eftir að þú nýskráir þig færðu aðgang að verkfærum sem gera þér kleift að stilla verð í samræmi við þróun ferðamála og verð á sambærilegum stöðum.

Við stöndum með þér

Airbnb horfir til framtíðar til að vernda þig og heimili þitt.
Gestgjafaábyrgð að upphæð €800,000
Gestgjafaábyrgðin er vernd fyrir heimili þitt og innbú ef óhöpp verða. Allir gestgjafar með skráningu á Airbnb eiga rétt á þessari vernd án nokkurs aukakostnaðar. Þú þarft ekki að gera neitt til að skrá þig.
Airbnb byggir á trausti
Við gerum kröfu um að bæði gestgjafar og gestir staðfesti upplýsingar, þ.m.t. símanúmer. Eftir að ferð er lokið fá allir tækifæri til að skrifa umsögn. Umsagnir hvetja gesti til að koma fram við gestgjafa og heimili þeirra af virðingu.
Miklu meira en peningar
Auk þeirra viðbótartekna sem þeir afla verða gestgjafar hluti af alþjóðlegu samfélagi sem veitir þeim stuðning. Það eru alltaf tækifæri til að læra af Airbnb og öðrum gestgjöfum.