Deildu rýminu þínu til góðs
Vertu hluti af samfélagi sem finnst að allir ættu að eiga sér þak yfir höfuðið. Bjóddu fólki sem getur ekki verið heima hjá sér af læknisástæðum eða vegna hamfara eða átaka aukapláss hjá þér að kostnaðarlausu.
Deildu rýminu þínu til góðs
Vertu hluti af samfélagi sem finnst að allir ættu að eiga sér þak yfir höfuðið. Bjóddu fólki sem getur ekki verið heima hjá sér af læknisástæðum eða vegna hamfara eða átaka aukapláss hjá þér að kostnaðarlausu.

Við lendum öll í óvæntum aðstæðum. Hjá milljónum manna þýðir það að þurfa að hverfa brott af heimili sínu.

Gestgjafar með opin heimili hafa þegar skotið skjólhúsi yfir meira en 11.000 manns sem hafa þurft að fara að heiman vegna náttúruhamfara, átaka eða sjúkdóma. Aukaplássið hjá þér gæti orðið að þroskandi upplifun, ekki bara fyrir bágt stadda heldur einnig fyrir samfélag þitt, fjölskylduna þína og svo auðvitað þig.

Hvernig virkar þetta

Skrá eign
Segðu okkur frá rýminu, hvað það rúmar marga og hvenær er það laust. Ef þú ert nú þegar gestgjafi á Airbnb skaltu velja skráningu sem er þegar til staðar.

Það sem þú getur gert til að hjálpa

Sjúkragisting

Deildu plássinu þínu til fólks sem þarf að komast undir læknishendur.

Þessir gestir þurfa húsnæði á meðan þeir fá meðferð eða þegar þeir ferðast til að komast í endurhæfingu. Dvölin er skipulögð af frjálsum félagasamtökum sem hjálpa sjúklingum að komast í þá umönnun sem þeir þurfa.
Húsakostur fyrir flóttamenn

Bjóddu nýbúa velkomna þegar þeir aðlagast nýju lífi

Stofnanir sem veita flóttamannaaðstoð óska eftir þessari gistingu fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Gestirnir eru almennt að flytja til nýrrar borgar og vonast til að aðlagast samfélaginu á staðnum.
Aðstoð vegna hamfara

Vertu hluti af viðbragðsáætlun samfélagsins þíns

Þetta gerist þegar atburður eins og skógareldur eða fellibylur hefur áhrif á samfélagið. Gestir eru annaðhvort fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín eða starfsmenn hjálparsamtaka.

Hvernig við styðjum við þig

Við vitum að þetta getur virst vera mikil skuldbinding. Þess vegna gerum við okkar besta til að bjóða upp á úrræði og vernd fyrir og meðan á dvöl stendur.
Skimun og kannanir
Skimunarkerfi geta aldrei verið fullkomin en við berum fulltrúa stofnana og gesti sem bóka á Airbnb við eftirlitsskrár vegna reglufylgni, hryðjuverka og annarra viðurlaga. Við skoðum einnig bakgrunn fólks í Bandaríkjunum.
Endurbætur vegna eignatjóns
Þótt að slys séu sjaldgæf, er okkur ljóst að þú gætir þarfnast verndar. Gestgjafaábyrgðin endurgreiðir öllum gestgjöfum tjón sem uppfyllir skilyrðin upp að USD 1.000.000.
Kröfur til gesta og staðfestingar
Áður en gisting hefst í kjölfar hamfara þurfa fulltrúar stofnana og gestir sem bóka beint að stofna aðgang að Airbnb og veita upplýsingar á borð við fullt nafn, fæðingardag og -ár, símanúmer, netfang og greiðsluupplýsingar.
Símaaðstoð allan sólarhringinn og önnur úrræði
Þú hefur aðstoð þér að baki. Auk þjónustuvers Airbnb sem er opið allan sólarhringinn getur sérhæfður hópur svarað öllum spurningum þínum varðandi bókanir á opnum heimilum. Ef hjálparsamtök sem við vinnum með bóka gistinguna gætir þú einnig leitað aðstoðar hjá fulltrúa þeirra eða stuðningsfulltrúa.Lestu um það hvernig Airbnb gætir öryggis samfélagsins.

Samstarfsaðilar okkar

Við erum alltaf opin fyrir því að læra af sérfræðingum um málstaðina sem við styðjum. Þess vegna höfum við stofnað til samstarfs við stofnanir, bæði alþjóðlegar og staðbundnar, til að skilja samfélagið á hverjum stað og hvað við getum lagt af hendi. Þessi skráðu hjálparsamtöku nota opin heimili til að finna skjólstæðingum sínum gistingu og hjálpa til við stuðning við gestgjafana meðan á gistingu stendur.
Meðal samstarfsaðila þjónustunnar um opin heimili má nefna Mercy Corps, Team Rubicon, SIGNA, Refugees Welcome o.fl.
Meðal samstarfsaðila þjónustunnar um opin heimili má nefna Mercy Corps, Team Rubicon, SIGNA, Refugees Welcome o.fl.
Vilja hjálparsamtökin þín vinna með opnum heimilum? Sendu okkur skilaboð.

Vertu hluti af samfélagi sem vill gefa til baka með nýjum og persónulegri hætti.

Hefurðu einhverjar spurningar?
Finndu svör í hjálparmiðstöðinni eða sendu okkur skilaboð á openhomes@airbnb.com.
Opna hjálparmiðstöðina