AirCover fyrir gesti fylgir með hverri heimilisbókun. Við erum þér innan handar ef alvarlegt vandamál kemur upp varðandi heimili þitt á Airbnb sem gestgjafinn getur ekki leyst úr.
Hér getum við aðstoðað:
Starfsfólk okkar getur aðstoðað þig við að finna sambærilega eign með hliðsjón af staðsetningu og þægindum miðað við framboð á svipuðu verði. Standi sambærileg eign ekki til boða eða kjósir þú að bóka ekki að nýju munum við endurgreiða þér að fullu eða að hluta til, þ.m.t. þjónustugjöld.
AirCover fyrir gesti veitir aðstoð vegna alvarlegra vandamála við heimilisbókun þína, til dæmis:
AirCover fyrir gesti felur ekki í sér minniháttar óþægindi eins og bilaða brauðrist.
Best er að hafa samband við gestgjafann komi eitthvað upp. Þú getur látið gestgjafann vita með skilaboðum af stöðu mála. Ef vandamál kemur upp meðan á dvöl stendur:
Þarftu að hafa samband við okkur? Hafðu samband við okkur símleiðis, með tölvupósti eða spjalli.
Ef þú finnur til óöryggis erum við þér innan handar til að fá forgang hjá sérþjálfuðum öryggisfulltrúum sem aðstoða þig við öryggismál eða tengja þig beint við neyðaryfirvöld á staðnum, dag sem nótt.
AirCover fyrir gesti er ekki vátrygging. Hún nær ekki yfir ferðavandamál (dæmi: Ferðinni þinni seinkar vegna óveðurs eða ef flutningafyrirtækið skemmir farangurinn þinn). Frekari upplýsingar um AirCover fyrir gesti og ferðatrygging, bókun eða gistivernd.
Frekari upplýsingar um AirCover fyrir gestgjafa og endurbætur sem við höfum gert ef þú ert gestgjafi.