Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Betri vernd fyrir gestgjafa og gesti

  Við erum að bæta við enn frekari vernd fyrir allt samfélagið okkar með AirCover.
  Höf: Airbnb, 11. maí 2022
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 11. maí 2022

  Aðalatriði

  • AirCover veitir gestum fjórfalda nýja vernd

  • Gestir verða látnir vita að skráður greiðslumáti þeirra gæti verið skuldfærður ef þeir valda tjóni á fasteign eða munum*

  • Við byrjum að bjóða ferðatryggingu fyrir gesti á næstu mánuðum

  Airbnb er sterkt vegna þess að þið einsetjið ykkur að bjóða gestum framúrskarandi gistingu. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað gerist sem þú hefur ekki stjórn á, og þú getur ekki leyst úr vandamálinu, viljum við að gestir þínir viti að Airbnb er ykkur innan handar.

  Í nóvember síðastliðnum kynntum við AirCover fyrir gestgjafa.** Nú bætum við AirCover fyrir gesti við svo að allt samfélagið okkar nýtur góðs af óviðjafnanlegri vernd í ferðageiranum. Það verður til þess að öllum finnst öruggt að bjóða gistingu og gista á Airbnb.

  Við erum einnig með nýjar upplýsingar um AirCover fyrir gestgjafa svo að hægt verði að ýta hraðar á eftir bótabeiðni og breytingar á tryggingarfé, ferðatryggingar gesta og að COVID-19 telst ekki lengur til gildra málsbóta fyrir gesti.

  Upplýsingar um nýja vernd fyrir gesti með AirCover

  Gestgjafi er alltaf bestur til að taka á áhyggjum gesta. Ef alvarlegt vandamál (dæmi hér að neðan) kemur upp meðan á dvöl gests stendur og þú getur ekki leyst úr því njóta gestir nú fjórfaldrar verndar í hvert sinn sem gist er á Airbnb:

  1. Bókunarvernd: Ef svo ólíklega vill til að þú þurfir að fella bókun gests niður minna en 30 dögum fyrir innritun finnum við svipað eða betra heimili fyrir gestinn á kostnað Airbnb—eða endurgreiðum gestinum.
  2. Innritunarábyrgð: Ef gestur getur ekki innritað sig í eignina þína, og þú getur ekki leyst úr vandamálinu, til dæmis ef gesturinn kemst ekki inn í eignina og nær ekki sambandi við þig, finnum við svipað eða betra heimili fyrir gestinn í jafn langan tíma og upphaflega dvölin átti að vera á kostnað Airbnb—eða endurgreiðum gestinum.
  3. Lýsingarábyrgð: Ef gesturinn kemst í raun um að eign sé ekki eins og hún var auglýst (til dæmis ef ísskápurinn hættir að virka og það er ekki auðvelt að laga hann eða ef svefnherbergin eru færri en þau áttu að vera) hefur gesturinn þrjá daga til að tilkynna málið og við finnum fyrir svipað eða betra heimili fyrir hann á kostnað Airbnb—eða endurgreiðum gestinum.
  4. Öryggisaðstoð allan sólarhringinn: Ef gestur finnur til óöryggis fær hann forgangsaðstoð hjá sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt.

  Frekari upplýsingar um hvernig AirCover verndar bókun allra gesta og allar gildandi undanþágur.

  Svör við spurningum um nýja vernd fyrir gesti

  Hvaða skilyrði þurfa gestir að uppfylla vegna endurbókunar eða endurgreiðslu?
  Jafnvel þótt AirCover verndi gesti gegn alvarlegum vandamálum sem geta farið úrskeiðis meðan á dvöl stendur nær verndin ekki yfir minniháttar vandamál.

  Hér eru nokkur dæmi um væg vandamál sem myndu almennt ekki uppfylla skilyrði fyrir endurbókun eða endurgreiðslu:

  • Skítugur diskur skilinn eftir í vaskinum
  • Algengar pöddur sem sjást úti á verönd (svo sem maurar)
  • Minni þægindi sem vantar (svo sem ef brauðrist er biluð)

  Hér eru nokkur dæmi um alvarleg vandamál sem gætu orðið til þess að skoða þurfi endurbókun eða endurgreiðslu:

  • Veruleg rangfærsla í skráningarlýsingu (svo sem ef ekki sést til sjávar þrátt fyrir að það sé sagt sjást í auglýsingu)
  • Þægindi sem eru mikilvæg eða nauðsynleg (svo sem hiti, þráðlaust net eða vatn)
  • Skortur á innritunarleiðbeiningum eða rangur lykill við innritun og ekki næst í gestgjafann (sem gæti stofnað öryggi gesta í hættu)

  Farið þið fram á að gestir hafi samband við mig ef eitthvað kemur upp á?
  Komi upp vandamál meðan á dvöl gests stendur hvetur þjónustuver okkar gesti alltaf til að hafa fyrst samband við gestgjafann til að leysa úr því. Gestgjafar eru besta fólkið til að leysa úr áhyggjum gesta.

  Geti gestgjafi ekki leyst úr vandamáli hefur gesturinn þrjá sólarhringa frá því að vandamálið kemur í ljós til að leita aðstoðar Airbnb. Sérhæft þjónustuver okkar leggur mat á alvarleika ferðavandamála í hvert sinn sem við leysum úr vanda með gestgjöfum og gestum.

  Ef þjónustuverið staðfestir að gesturinn eigi við alvarlegt ferðavandamál að stríða gæti AirCover verndað gestinn.

  Eiga gestir rétt á endurgreiðslu þegar gestirnir dvelja áfram á heimilinu?
  Gestir eiga í flestum tilvikum aðeins rétt á fullri endurgreiðslu á gistinóttum sem er ekki gist í eign gestgjafa. Þegar gestir velja að vera áfram á staðnum myndast almennt aðeins réttur á hlutaendurgreiðslu á þeim gistinóttum sem ferðavandamálið hefur áhrif á. Sem dæmi má nefna að gestur gæti átt rétt á hlutaendurgreiðslu ef gesturinn dvelur áfram á heimilinu heitavatnshitarinn er bilaður í tvær nætur af gistingunni.

  Hafi gestur samband við þjónustuverið minnum við gestinn alltaf á að hafa samband við gestgjafann hafi það ekki verið gert. Þjónustufulltrúar okkar mun einnig hafa samband við gestgjafann nema öryggisvandamálið sé verulegt og brýnt.

  Fáðu nánari upplýsingar um það hvernig reglur um endurgreiðslu og -bókun virka

  Betri vernd fyrir gestgjafa

  Hraðari aðstoð við að ýta á eftir bótabeiðni
  Vegna athugasemda ykkar höfum við breytt eignavernd AirCover fyrir gestgjafa frá því að við kynntum verndina í nóvember í fyrra. Þegar við kynntum fyrst AirCover fyrir gestgjafa þurfti að bíða í þrjá sólarhringa eftir svari gests vegna beiðna um bætur áður en haft var samband við þjónustuverið.

  Við höfum uppfært þjónustuna miðað við athugasemdir ykkar—og nú má hafa samband við þjónustuverið hafi gestur ekki svarað innan sólarhrings. Við breyttum þessum reglum til að bregðast beint við athugasemdum gestgjafa.

  Að gera gesti ábyrga fyrir tjóni
  Til að styðja betur við gistisamfélagið (frá maílokum) gæti skráður greiðslumáti gests verið skuldfærður vegna tjóns á ábyrgð gests, einhvers sem gesturinn býður eða gæludýrs gestsins meðan á dvölinni stendur.*

  Verði tjón þarf að senda beiðni um endurgreiðslu sem fellur undir AirCover fyrir gestgjafa (eignavernd gestgjafa) í gegnum úrlausnarmiðstöðina okkar.

  Ef gesturinn svarar ekki innan sólarhrings getur þú sent beiðnina áfram á þjónustuverið. Við munum fara yfir sönnunargögn og gætum skuldfært greiðslumáta gestsins ef við komumst að þeirri niðurstöðu að gesturinn beri ábyrgð.

  Við þessa breytingu verður tryggingarfé tekið út af síðunni fyrir skráningarstillingar. Ef þú varst áður með tryggingarfé verður það ekki lengur í gildi á gestgjafaaðganginum þínum. Frekari upplýsingar

  Að fjarlægja COVID-19 sem gildar málsbætur fyrir gesti
  Nú þegar COVID-19 er þekkt stærð í okkar heimi hafa mörg lönd fært sig yfir á nýtt stig í viðbrögðum sínum og við höfum breytt nálgun okkar á afbókanir vegna COVID-19 í samráði við heilbrigðisráðgjafa okkar.

  Veikindi vegna COVID-19 teljast ekki lengur gildar málsbætur vegna bókana sem gerðar eru 31. maí 2022 eða síðar (að frátöldum innanlandsbókunum í Suður-Kóreu og á meginlandi Kína). Afbókunarregla gestgjafans gildir ef gestur afbókar vegna veikinda af COVID-19.

  Vonandi verður þessi breyting til þess að þú finnir til aukins öryggis þegar þú fyllir dagatölin þín, sérstaklega fyrir háannatímann.

  Fréttir af ferðatryggingu gesta

  Okkur er ánægja að segja frá því að á komandi mánuðum munum við sums staðar bjóða upp á sérsmíðaða ferðatryggingu fyrir gesti á Airbnb í samstarfi við viðurkennd tryggingafyrirtæki.

  Gestum býðst að kaupa sér ferðatryggingu fyrir utan Airbnb þar til þessi nýja vara er í boði. Við munum gefa frekari upplýsingar um ferðatryggingar fljótlega.

  *Skráður greiðslumáti gesta verður ekki gjaldfærður vegna gistingar í Kína, í Japan og á Indlandi.

  **Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging. Hún verndar hvorki gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC né gestgjafa sem bjóða gistingu á meginlandi Kína eða í Japan. Eignavernd fyrir gestgjafa tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Hafðu í huga að allar upphæðir eru sýndar í Bandaríkjadölum og mundu að aðrir skilmálar, skilyrði og undanþágur eiga einnig við.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • AirCover veitir gestum fjórfalda nýja vernd

  • Gestir verða látnir vita að skráður greiðslumáti þeirra gæti verið skuldfærður ef þeir valda tjóni á fasteign eða munum*

  • Við byrjum að bjóða ferðatryggingu fyrir gesti á næstu mánuðum

  Airbnb
  11. maí 2022
  Kom þetta að gagni?