Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Svona virkar AirCover fyrir gestgjafa

Vernd frá A til Ö er alltaf innifalin og kostar ekkert þegar þú færð gesti.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2025

AirCover fyrir gestgjafa veitir vernd í hvert sinn sem þú tekur á móti gestum. Það felur í sér staðfestingu á auðkenni gesta, skimun á bókunum, ábyrgðartryggingu gestgjafa upp á 1 milljón Bandaríkjadala og eignavernd gestgjafa upp á 3 milljónir Bandaríkjadala sem verndar verðmæti, bíla og báta innan lóðar.

Staðfesting á auðkenni gests

Samfélagið okkar byggir á trausti. Þess vegna þurfa allir bókunargestir að ljúka staðfestingarferli okkar á auðkenni. Þegar við staðfestum auðkenni gests staðfestum við tilteknar persónuupplýsingar, svo sem nafn að lögum, heimilisfang, símanúmer eða aðrar samskiptaupplýsingar.

Þegar auðkenni gests hefur verið staðfest fær hann tilheyrandi merki. Staðfest auðkenni kemur fram sem rautt gátmerki við hlið notandamyndarinnar. Auk þess gætum við framkvæmt bakgrunnsathuganir á bandarískum gestum.

Fáðu frekari upplýsingar um staðfestingu á auðkenni gesta.

Tækni fyrir bókunarskimun

Samkvæmt reglum okkar um ónæði í nærsamfélaginu eru samkvæmi sem haldin eru í leyfisleysi og valda ónæði bönnuð. Við notum sérhannaða tækni til að skima bókanir í því skyni að framfylgja reglunum og draga úr líkum á samkvæmum sem valda ónæði.

Kerfið tekur tillit til ýmissa þátta til að ákvarða hvort tilefni sé til að stöðva bókun, þar á meðal tegund eignarinnar sem verið er að bóka, dvalarlengd, fjarlægð eignarinnar frá staðsetningu gestsins og hvort bókunin sé gerð með stuttum fyrirvara auk fleiri mögulegra vísbendinga.

Fáðu nánari upplýsingar um skimunartækni fyrir bókanir.

Eignavernd gestgjafa

Eignavernd gestgjafa, sem er hluti af AirCover fyrir gestgjafa, felur í sér þessa vernd ef gestur greiðir ekki fyrir tjón sem hann veldur á heimili þínu eða munum meðan á dvöl stendur hjá þér.

  • 3 milljón Bandaríkjadala eignavernd: Hún nær bæði yfir heimilið og innbúið.
  • List- og verðmunavernd: Við veitum vernd fyrir listmuni, skartgripi og safngripi, sem hægt verður að endurgreiða ef þeir verða fyrir tjóni.
  • Bifreiða- og bátavernd: Við veitum tjónavernd fyrir bifreiðar, báta og önnur vatnsför sem er lagt eða geymt innan lóðar.
  • Vernd gegn tjóni vegna gæludýra: Við greiðum fyrir tjón af völdum gæludýra.
  • Djúphreinsun: Við veitum endurgreiðslu fyrir nauðsynleg viðbótarþrif til að fjarlægja bletti og reykingalykt.
  • Tekjutapsvernd: Við endurgreiðum þér tekjutap ef þú þarft að fella niður staðfestar bókanir á Airbnb vegna tjóns af völdum gesta.

Fáðu nánari upplýsingar um eignavernd gestgjafa.

Einföld endurgreiðsla

Ef gestur veldur tjóni á eign þinni eða eigum, getur þú  (eða samgestgjafi sem þú hefur veitt fulla aðgangsheimild) opnað úrlausnarmiðstöðina til að stofna endurgreiðslubeiðni og fylgjast með framvindu mála, allt frá stofnun beiðninnar og fram til greiðslu. 

Beiðnin er fyrst send til gestsins. Svari gesturinn hvorki, né greiði innan sólarhrings, getur þú óskað eftir aðkomu Airbnb að málinu. 

Ábyrgðartrygging gestgjafa

Ábyrgðartrygging gestgjafa, sem er hluti af AirCover fyrir gestgjafa, veitir gestgjöfum vernd upp á 1 milljón Bandaríkjadala ef svo ólíklega vill til að gestur meiðist, munir hans verði fyrir skemmdum eða þeim stolið í dvöl hjá þér. Verndin nær einnig yfir einstaklinga sem hjálpa til við gestaumsjónina, svo sem samgestgjafa og ræstitækna.

Ábyrgðartrygging gestgjafa verndar þig ef þú reynist bera lagalega ábyrgð á eftirfarandi:

  • Líkamstjóni gesta (eða annarra).
  • Tjóni eða þjófnaði á munum gesta (eða annarra).
  • Tjóni af völdum gesta (eða annarra) á sameign eins og anddyri bygginga og fasteignum í nágrenninu.

Notaðu skráningareyðublað ábyrgðartryggingarinnar til að stofna kröfu. Upplýsingum sem þú leggur fram verður miðlað til trausts og óháðs vátryggingafélags sem mun fela fulltrúa sínum að vinna úr kröfunni. Fulltrúinn mun leysa úr kröfunni samkvæmt vátryggingarskilmálunum.

Fáðu nánari upplýsingar um ábyrgðartryggingu gestgjafa.

Þjónusta Airbnb á heimilinu

Líkt og þú nýtur ábyrgðartryggingar AirCover fyrir gestgjafa, njóta þjónustugestgjafar ábyrgðartryggingar Airbnb fyrir upplifanir og þjónustu. Öllum þjónustugestgjöfum er einnig skylt að tryggja rekstur sinn með viðeigandi ábyrgðartryggingu þegar þjónusta er veitt.

Þegar þjónusta Airbnb fer fram á heimili þínu gildir ábyrgðartrygging upplifana og þjónustu ef þjónustugestgjafinn veldur á skemmdum á heimili þínu eða munum.

Fáðu nánari upplýsingar um ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu.

AirCover fyrir gestgjafa felur í sér eignavernd gestgjafa, ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu sem gilda hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan, þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana og þjónustu eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum. 

Zurich Insurance Company Ltd. er vátryggjandi vegna ábyrgðartrygginga gestgjafa og upplifana fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu, upplifanir eða þjónustu í Bretlandi. Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndur fulltrúi Aon U.K. Limited — sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA) — sér um tryggingarnar og gengur frá samningum gestgjöfum í Bretlandi að kostnaðarlausu. Skráningarnúmer Aon hjá breska fjármálaeftirlitinu (FCA) er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana og þjónustu samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa lúta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Aðrar vörur og þjónusta eru ekki eftirlitsskyldar vörur í umsjá Airbnb UK Services Limited, FPAFF609LC.

Ef þú ert gestgjafi sem býður gistingu, upplifanir eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þá er spænska útibú Zurich Insurance Europe AG, vátryggjandi fyrir ábyrgðartryggingu upplifana og þjónustu. Airbnb Spain Insurance Agency S.L.U. (ASIASL), óháð vátryggingastofa undir eftirliti aðalskrifstofu vátrygginga- og lífeyrissjóða (DGSFP) og skráð á Spáni með númerinu AJ0364 í skrá yfir vátryggingamiðlara hjá DGSFP, annast frágang og samningsgerð trygginga án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa innan EES. Þú getur staðfest þessa skráningu á skrá DGSFP yfir tryggingamiðlara og þú getur nálgast allar upplýsingar um ASIASL hér.

Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Þessir skilmálar eignaverndar gestgjafa gilda fyrir gestgjafa með skráða búsetu eða starfsstöð utan Ástralíu. Ef skráð búseta gestgjafa eða starfsstöð er innan Ástralíu er eignavernd gestgjafa háð skilmálum eignaverndar gestgjafa fyrir ástralska notendur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. des. 2025
Kom þetta að gagni?