Ef gestgjafi þinn fellir niður bókun
Gestgjafar gætu stundum þurft að fella niður bókun, en það er aðeins í undantekningartilvikum. Við vitum hvað það getur haft mikil áhrif á ferðaáætlanir. Þú getur verið viss um að AirCover fyrir gesti fylgir með hverri bókun til að tryggja að gestir sem lenda í vandræðum með bókun sína fái aðstoð, þar með taldar afbókanir gestgjafa minna en 30 dögum fyrir innritun.
Hvað tekur við ef bókun er felld niður
Þegar afbókun á sér stað færðu tölvupóst með öllum upplýsingum, þar á meðal upplýsingum um endurgreiðslu. Endurgreiðslutími getur verið mislangur en það fer eftir því hvernig þú borgaðir.
Ef afbókunin á sér stað minna en 30 dögum fyrir innritun munum við einnig aðstoða þig við að endurbóka álíka eign á svipuðu verði í samræmi við framboð.
Eins og alltaf getur þú haft samband ef þú þarft frekari aðstoð.
Greinar um tengt efni
- Gestur
Ef gestgjafi þarf að afbóka
Ekki afbóka fyrir gestgjafa sem getur ekki tekið á móti þér. Sendu frekar afbókunarbeiðni svo að þú fáir bestu mögulegu endurgreiðsluna. Hvernig afbókanir virka
Stundum geta aðstæður orðið til þess að þú þurfir að afbóka. Svona afbókar þú svo að allt gangi hnökralaust fyrir sig.- Gestur
AirCover fyrir gesti
AirCover fyrir gesti fylgir með hverri bókun. Ef alvarlegt vandamál skyldi koma upp í skráðri eign á Airbnb og viðkomandi gestgjafi getur ek…