Traust og öryggi

Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur

Öryggi er forgangsatriði á öllum heimilum. Auk þeirra skrefa sem Airbnb tekur til að vernda samfélagið, hvetjum við bæði gestgjafa og gesti að vera vel vakandi og grípa til ákveðinna varúðarráðstafana þegar þeir taka á móti gestum eða eru í ferðalagi.

Greining er fyrsta forvarnarskrefið

Reyk- og kolsýringsskynjarar (CO) bjarga lífum. Því höfum við það að markmiði að koma eins mörgum skynjurum inn á heimili og unnt er. Við hvetjum gestgjafa til að athuga hvort þeir séu með reyk- og kolsýringsskynjarar á heimilum sínum og koma þeim fyrir ef svo er ekki. Þegar þeim hefur verið komið fyrir skal prófa þá reglulega og tryggja að skráningarlýsingin sé uppfærð.

Auka athygli og öryggi gesta

Upplýsingar um öryggisþætti, þar á meðal hvort heimili sé með reyk- og kolsýringsskynjara, koma fram á skráningarsíðunni. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar séu réttar og að allir skynjarar sem þú lætur vita af virki vel.

Fáðu skynjara þér að kostnaðarlausu

Gestgjafar með virka skráningu geta fengið þráðlausan rafhlöðuskynjara, sem nemur reyk og kolsýring, án endurgjalds. Hver gestgjafi getur eingöngu fengið einn skynjara og við ráðleggjum gestgjöfum að koma fleiri fyrir eftir þörfum.
Við höfum gert tímabundið hlé á sendingum til Kína og Japans. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Vinsamlegast kíktu við síðar til að fá nýjar fréttir.
Eins og er sendum við ekki í pósthjól eða staði á Kúbu, Norður-Kóreu, Íran og Sýrlandi.
Viðvaranir valdar fyrir þessa þjónustu eru vottaðar af Underwriters Laboratories (UL) sem er öryggisvottunarfyrirtæki. Við mælum einnig með því að þú skoðir lög og reglur á staðnum til að ganga úr skugga um að þú uppfyllir allar viðvörunarkröfur, þ.m.t. hvort þörf sé á viðbótarviðvörunum.
Kynntu þér skilmála þjónustunnar. Takk fyrir að leggja þitt að mörgum til að tryggja öryggi samfélags okkar.

Ertu nú þegar með reyk- og kolsýringsskynjara?

Gakktu úr skugga um að þessum upplýsingum séu bætt við eignina þína og að tækin þín séu prófuð reglulega. Þú getur bætt við eða uppfært þessar upplýsingar með því að fara í þægindi - skrolla niður og smella á heimilisöryggi.

Ábendingar sem varða öryggi á heimilinu

Við höfum tekið höndum saman með sérfræðingum bandaríska Rauða krossins til að deila bestu venjum gestgjafa varðandi heimilisöryggi:
Þú ættir að minnsta kosti setja upp reykskynjara* á öllum hæðum heimilisins og fyrir utan hvert svefnrými. Athugaðu reykskynjarana einu sinni í mánuði og skiptu um rafhlöður að minnsta kosti einu sinni á ári ef tegund skynjarans krefst þess.
Settu upp kolsýringsskynjara á ganginum á heimili þínu nálægt svefnaðstöðu. Forðastu horn þar sem loftflæði er lítið og fylgdu leiðbeiningum framleiðandans til að prófa kolsýringsskynjarann í hverjum mánuði.
Passaðu að öll tæki á heimili þínu séu uppsett í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og byggingarreglugerðir á staðnum. Flest tæki ættu að vera uppsett af fagfólki.
Láttu skoða og þjónusta hitakerfi, þar á meðal skorsteina og loftop, árlega, athugaðu með stíflur, tæringu, aftengingu að hluta eða fullu.
Settu upp neyðaráætlun fyrir heimilið þitt og sjáðu til þess að greitt aðgengi sé að henni fyrir alla gesti. Áætlunin ætti að innihalda tvær neyðarútgönguleiðir úr öllum herbergjum heimilis þíns og samskiptaupplýsingar fyrir neyðarþjónustu á staðnum. Veldu öryggisstað í ákveðinni fjarlægð frá heimili þínu þar sem gestir geta komið saman eftir eldsvoða.
Frekari upplýsingar finnur þú á www.redcross.org/homefires.
* Til að eiga í samskiptum við alþjóðlegan markhóp notast Airbnb að jafnaði við hugtökin „viðvörun“ og „skynjari“.
Heiti bandaríska Rauða krossins, tákn þess og höfundarréttarvarið efni er notað með heimild stofnunarinnar. Það lýsir þó á engan hátt beinum eða óbeinum stuðningi við vöru, þjónustu, fyrirtæki, sjónarmiði eða pólitískri afstöðu. Myndmerki bandaríska Rauða krossins er skráð vörumerki og í eigu The American National Red Cross. Frekari upplýsingar um bandaríska Rauða krossinn er að finna hér: redcross.org.