Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Bruna- og kolsýringsöryggi

Það er mikilvægt að þú finnir til öryggis hvar sem þú ákveður að gista. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga áður en farið er í ferð.

Gott að vita fyrir ferðina

Við hvetjum gestgjafa til að koma fyrir reyk- og kolsýringsskynjurum (CO) hjá sér en einnig er mikilvægt að gæta eigin öryggis á ferðalögum.

Mundu að athuga hvort reyk- og kolsýringsskynjari sé á staðnum, bæði fyrir bókun og við komu. Þú getur kynnt þér þetta í skráningu þæginda undir „heimilisöryggi“.

Í mörgum heimshlutum eru kolsýringsskynjarar ekki algengir svo að við mælum með því að þú takir einn með þér, einkum ef gististaður þinn tekur ekki slíkan skynjara fram í lýsingu sinni.

Um kolsýring

Kolsýringur (CO) er ósýnilegur, lyktarlaus, litlaus lofttegund sem verður til þegar eldsneyti (til dæmis bensín, viður, kol, jarðgas, própan, olía og metan) brennur ekki að fullu. Hann getur myndast í tækjum á heimilum sem brenna eldsneyti, eins og ofnum, háfum, vatnshiturum og hiturum í herbergjum. Mikill kolsýringur í lofti getur reynst banvænn.

Fyrirbyggjandi skref frá Rauða krossinum í Bandaríkjunum

 • Notaðu aldrei rafal, grill, útileguhellu eða annað tæki sem brennir bensíni, própani, jarðgasi eða kolum; hvort sem það er inni í eign, bílskúr, kjallara, litlu rými eða í lokuðu rými að hluta til.
 • Þessi búnaður skal geymdur utandyra, fjarri hurðum, gluggum og loftopum sem gætu hleypt kolsýringi inn.
 • Opnun dyra og glugga eða notkun vifta hindrar ekki uppsöfnun kolsýrings innandyra. Þó að kolsýringur sé ósýnilegur og lyktarlaus getur hann leitt hratt til yfirliðs og dauða. Ef þú finnur fyrir ógleði, svima og veikleika skaltu fara tafarlaust út í ferskt loft og ekki hika.
 • Kolsýringsskynjurum ætti að koma fyrir við miðju á hverri hæð heimilisins og fyrir utan svefnaðstöður þannig að þeir geti varað tímanlega við uppsöfnun kolsýrings.
 • Spurðu gestgjafann hvort viðkomandi prófi rafhlöður reglulega og skipti þeim út eftir þörfum.

Ef kolsýringsskynjari gefur frá sér varúðarhljóð skaltu:

 1. Fara tafarlaust út í ferskt loft.
 2. Aldrei hunsa viðvörunina.
 3. Hringja í neyðarþjónustu á staðnum.
 4. Halda fyrir utandyra þar til viðbragðsaðilar koma á staðinn.

Frekari upplýsingar er að finna á www.redcross.org/homefires.

* Til að ná til alþjóðlegs markhóps notumst við jafnt við hugtökin „viðvörun“ og „skynjari“.

Heiti Bandaríska rauða krossins, kennimerki og höfundarréttarvarið efni er hér notað með leyfi samtakanna en slíkt skal ekki teljast með neinum hætti, hvorki beinum né óbeinum, sem yfirlýstur stuðningur við vörur samtakanna, þjónustu þeirra, samtakanna sjálfra eða pólitíska afstöðu þeirra. Kennimerki Bandaríska rauða krossins er skráð vörumerki í eigu The American National Red Cross. Frekari upplýsingar um Bandaríska Rauða krossinn er að finna á redcross.org.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

 • Gestur

  Hraðbókun

  Þegar hraðbókun er í boði geta gestir sem uppfylla kröfur gestgjafa bókað samstundis í stað þess að þurfa að fá samþykkta beiðni.
 • Gestur

  Svartími gestgjafa

  Gestgjafar hafa 24 klukkustundir til að samþykkja bókunarbeiðni annaðhvort formlega eða hafna henni. Breytingar á stöðu eru sendar með tölvu…
 • Gestur

  Bókunarkröfur

  Þegar undirstöðuatriðin eru komin (nafn, netfang og símanúmer) þurfum við aðeins meiri upplýsingar til að þú getir bókað gistinguna.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning