Síðast uppfært: 13. maí 2025
Milljónasamfélag Airbnb kemur frá öllum heimshornum og stendur fyrir ólíkri menningu, gildum og viðmiðum. Við einsetjum okkur að leiða fólk saman með því að hlúa að innihaldsríkri og sameiginlegri reynslu sem byggist á grunni virðingar og samkenndar. Til að fylgja því eftir biðjum við notendur okkar um að:
Reglur Airbnb gegn mismunun eiga við um Airbnb í heild sinni og allar skráningar, hvort sem þær eru fyrir heimili, þjónustu eða upplifanir.
Við bönnum notendum — þar á meðal samgestgjöfum og samferðamönnum — að mismuna öðrum á grundvelli eftirfarandi lögbundinna réttinda eða einkenna:
Notendur Airbnb mega ekki mismuna samfélagsmeðlimum Airbnb eða hafna því að veita þeim þjónustu á grundvelli lögbundinna réttinda og einkenna viðkomandi eða vegna grunsemda um slík réttindi eða einkenni. Nokkur dæmi um þetta eru:
Gestgjöfum er velkomið að veita upplýsingar um heimilið, þjónustuna eða upplifunina til að hjálpa gestum að taka upplýstar ákvarðanir en á endanum liggur ákvörðunin um hentugleika skráningar hjá gestinum, fjölskyldu hans eða samferðafólki. Hér að neðan eru nánari leiðbeiningar um aldur og fjölskyldustöðu, fötlun og kynvitund.
Gestgjafar á Airbnb mega:
Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
Gestgjöfum er velkomið að veita upplýsingar um heimilið, þjónustuna eða upplifunina til að gefa gestum með fötlun nægar upplýsingar til að taka eigin ákvörðun um hvort skráningin henti þeim sjálfum, fjölskyldu þeirra eða öðrum samferðamönnum.
Gestgjafar á Airbnb mega:
Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
Airbnb væntir þess að samfélag okkar virði uppgefið kyngervi notenda okkar. Við lítum svo á að kyngervi einstaklings sé í samræmi við það sem viðkomandi tjáir eða kýs. Tilgreini notandi hvaða fornafn viðkomandi gengst við (til dæmis hann, hún, hán) ætti að virða það fornafn.
Gestgjafar á Airbnb mega:
Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
Í þjónustuskilmálum okkar er gerð krafa um að notendur skilji og fylgi lögum eða reglugerðum sem um þá gilda. Þar sem þessar reglur veita meiri vernd og brjóta ekki gegn gildandi lögum eða reglugerðum gerum við auk þess ráð fyrir að notendur fylgi þessum reglum.
Gildi engin lög eða reglugerðir um tiltekið málefni gilda þessar reglur.
Teljir þú að þér hafi verið mismunað eða viljir þú tilkynna notanda, notandalýsingu, skráningu eða skilaboð vegna hegðunar sem felur í sér mismunun standa þér nokkrar leiðir til boða. Þetta getur þú gert:
Telji gestur sig hafa orðið fyrir mismunun sem felur í sér að honum var neitaður aðgangur að heimili, þjónustu eða upplifun eða að hann hafi ekki getað gengið frá bókun, gist á heimili eða tekið þátt í þjónustu eða upplifun mun Airbnb rannsaka málið. Samkvæmt reglum okkar um opnar dyr býður Airbnb samhliða því upp á beina aðstoð við bókanir ef þörf krefur til að hjálpa heimilisgestum að finna sér aðra gistiaðstöðu. Við erum með sérhæfð teymi sem framfylgja reglum okkar gegn mismunun og taka allar tilkynningar um mismunun alvarlega.
Frekari upplýsingar um algengar spurningar varðandi reglur gegn mismunun.