Af hverju ættirðu að skrá eignina þína á Airbnb?

Þú getur breytt aukaplássinu í tekjulind, hvar sem þú ert.
Airbnb skrifaði þann 3. jan. 2020
5 mín. myndskeið
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Aðalatriði

  • Aflaðu aukatekna á eigin forsendum

      • Myndaðu tengsl við gesti og hampaðu nærsamfélaginu þínu

          • Njóttu aðstoðar og verndar í gegnum allt ferlið

          Sama hver markmið þín eru veitir gestaumsjón á Airbnb skemmtilega og sveigjanlega leið til að ná þeim. Þú getur tekið á móti gestum á hvaða stað sem er, hvar sem er í heiminum og eins oft eða sjaldan og þú vilt.

          Tekjurnar sem þú vinnur þér inn geta komið sér vel til að sinna hlutum eins og að borga reikninga heimilisins, spara fyrir merkisviðburð eða staðið undir kostnaði við næsta frí. Með því að opna dyrnar fyrir gestum færð þú ekki aðeins aukatekjur heldur líka tækifæri til að kynnast ferðalöngum frá öllum heimshornum og styðja í leiðinni við nærsamfélag þitt.

          Vertu á Airbnb á eigin forsendum

          Á Airbnb ákveður þú hvernig og hvenær þú tekur á móti gestum. Þú getur boðið upp á sameiginlegt rými eða einkarými, hvort sem þú dvelur á staðnum eða ekki.

          Sumir gestgjafar byggja rekstur út frá gestrisninni á meðan aðrir nálgast hana eftir hentisemi. Þú getur prófað að taka á móti gestum dagana í kringum sérstakan viðburð á svæðinu eða einfaldlega til að eignin sé ekki tóm á meðan þú ert í fríi.

          „Ég elska að vera minn eigin yfirmaður,“ segir Magaly, ofurgestgjafi í East Wenatchee í Washington. „Það veitir mér sveigjanleikann til að geta einbeitt mér að börnunum mínum fyrst og fremst en samt sinnt öllum hliðarverkefnum af fullum þunga.“

          Aflaðu aukatekna

          Í nýlegri könnun sögðust margir gestgjafar hafa skráð eign sína á Airbnb til að afla tekna. Þeir nota aukatekjurnar til að standa undir hækkandi framfærslukostnaði, hvort sem það er til að borga reikningana eða hafa aukapening til ráðstöfunar.

          „Ég byrjaði að taka á móti gestum þegar ég flutti inn á mitt eigið heimili,“ segir Yuan, ofurgestgjafi í Singapúr. „Aukasvefnherbergið sem ég skráði á Airbnb skapar mér stöðugar tekjur sem hjálpa mér að standa undir kostnaði við daglegt líf þar sem ég snéri aftur til náms og er því ekki lengur í fullri vinnu.“

          Árið 2021 þénuðu nýir gestgjafar um allan heim samanlagt meira en 1,8 milljarða Bandaríkjadala, sem er 30% meira en árið 2019. Miðgildistekjur bandarískra gestgjafa árið 2021 voru 13.800 Bandaríkjadala, sem er 85% aukning miðað við árið 2019. Tækifærunum til að taka á móti gestum hefur síðan haldið áfram að fjölga á árinu 2022, allt frá einstaka helgum til alls ársins.

          „Frá því að við skráðum eignina á Airbnb höfum við ekki litið til baka,“ segir Robin, ofurgestgjafi í Mount Barker í Ástralíu. „Það er fullbókað hjá okkur mánuð eftir mánuð og tekjurnar af gestaumsjóninni ásamt lífeyri okkar og öðrum fjárfestingum gera það að verkum að við höfum það virkilega gott.“

          Hampaðu nærsamfélaginu þínu

          Ávinningurinn af því að deila rými þínu nær út fyrir bankareikninginn. Gestgjafar nefna önnur fríðindi sem eru ofarlega á listanum eins og að hampa nærsamfélaginu og mynda tengsl við áhugavert fólk sem þeir hefðu annars líklega aldrei kynnst.

          James og Roxanne, ofurgestgjafar í Holetown, Barbados, bjóða gestum sínum upp á góðgæti frá staðnum eins og nýbakaðar smákökur sem þau skilja eftir á náttborðinu og selja einnig í lítilli verslun sem er til staðar á lóðinni. „Gestir versla oft meira af Cane Dog kaffinu okkar eftir að hafa smakkað það í herbergjum sínum,“ segir James.

          Brian, ofurgestgjafi hjá Hello House Hostel í Las Palmas de Gran Canaria á Spáni, segist hafa byrjað að taka á móti gestum til að geta upplifað ferðatilfinninguna heiman frá sér. „Gestirnir sem við höfum tekið á móti hafa verið æðislegir,“ segir hann, „og við höfum haft virkilega gaman af frásögnum þeirra og endurteknum heimsóknum.“

          Skráningarferlið tekur engan tíma

          Þú getur skráð nánast hvaða eign sem er á Airbnb. Hver svo sem ástæðan er fyrir gestaumsjón hjá þér þá er auðvelt að hefjast handa.

          • Kynntu þér hversu mikið þú gætir unnið þér inn þar sem þú ert eða skráðu gistiaðstöðu til að hjálpa fólki á neyðartímum
          • Njóttu einstaklingsbundinnar leiðsagnar frá ofurgestgjafa, möguleikans á að taka á móti reyndum gesti í fyrstu bókun þinni og greiðs aðgangs að sérþjálfuðum þjónustufulltrúum í gegnum startpakka Airbnb
          • Kynntu þér hvernig þú nýtur verndar AirCover fyrir gestgjafa

          Með því að skrá eignina þína á Airbnb getur þú náð fjárhagsmarkmiðum þínum, tengst fólki hvaðanæva að úr heiminum og farið í rekstur á eigin forsendum. Þegar allt er til reiðu til að bjóða gestum gistiaðstöðu munum við hjálpa þér í gegnum allt ferlið.

          Kynntu þér meira í handbók okkar um allt sem snýst að gestaumsjón

          Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

          Aðalatriði

          • Aflaðu aukatekna á eigin forsendum

              • Myndaðu tengsl við gesti og hampaðu nærsamfélaginu þínu

                  • Njóttu aðstoðar og verndar í gegnum allt ferlið

                  Airbnb
                  3. jan. 2020
                  Kom þetta að gagni?