Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hentar eignin mín vel fyrir Airbnb?

  Það er til fullkominn gestur fyrir hverja eign. Lykilatriðið er að gefa gestum skýrar væntingar.
  Höf: Airbnb, 6. jan. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 12. okt. 2021

  Aðalatriði

  • Þú getur boðið sérherbergi eða sameiginlegt herbergi, allt heimilið eða fágæta eign

  • Lágmarkið er þægileg svefnaðstaða og aðgangur að baðherbergi

  • Greindu heiðarlega frá kostum og göllum eignarinnar

  • Farðu fram á sanngjarnt verð. Gestum finnst fínt að gista á látlausum stað að því gefnu að verðið sé gott

  Þú heldur kannski ekki að notalegur seglbátur eða íbúð fyrir ofan tónlistarstað í miðbænum gæti verið vinsæl eign á Airbnb en í raun höfða alls konar eignir til gesta, jafnvel þær sem eru einstakar eða látlausar. Galdurinn er að búa til ítarlega, heiðarlega skráningu sem sýnir kosti eignarinnar, hvort sem hún er íburðarmikil, öðruvísi, einföld eða á viðráðanlegu verði.

  Byrjaðu á grunninum

  Hvað þarft þú fyrir eign á Airbnb? Gestir gera að lágmarki ráð fyrir hreinu, þægilegu svefnrými og aðgangi að salerni. Sumar eignir eru ekki með aðgangi að eldhúsi en mikilvægt er að gefa til kynna hvort gestir hafi pláss til matseldar.

  Tilgreindu tegund eignarinnar

  Eignir á Airbnb eru alls konar. Því er mikilvægt að tilgreina í skráningarlýsingunni nákvæmlega hvernig eign þú býður upp á. Er þetta hús? Íbúð? Gistiheimili eða hönnunarhótel? Sumar skráningar eru jafnvel tilnefndar sem „einstakar eignir“, t.d. trjáhús, júrt, tjaldsvæði, seglbátar, vindmyllur, húsbílar o.s.frv.

  Segðu frá því sem gestir hafa afnot að

  Þú getur látið gesti vita að þeir fái einkaaðgang að allri eigninni þinni, sérherbergi eða að þeir deili rýmum eins og svefnherbergi, eldhúsi eða salerni með öðru fólki eins og fjölskyldu þinni, herbergisfélaga eða öðrum gestum. Þú ræður því hvort eignin sé aðeins fyrir gesti eða hvort þú geymir eigur þínar þar. Mestu máli skiptir að halda eigninni hreinni og láta gesti vita nákvæmlega við hverju má búast.

  Greindu hreinskilningslega frá kostum og göllum

  Gestgjafinn Joy frá San Francisco er með eign á góðum stað í hjarta borgarinnar. Staðsetningin er mjög þægileg en stundum er mikill hávaði. Hún komst að mikilvægi þess að greina heiðarlega frá kostum og göllum og hún hefur fengið hundruð góðra umsagna. „Það sem er best við eignina mína er að hún er í hjarta borgarinnar,“ segir Joy. „Ef þú vilt ekki vera í ys og þys borgarinnar er þetta mögulega ekki rétta eignin fyrir þig.“

  Sýndu og segðu frá

  Abhay, gestgjafi með sérherbergi í San Francisco nefnir hvíta, stóra hundinn sinn, Cody, greinilega í skráningunni sinni. Gestirnir eru ánægðir með að hafa hundinn af því að þeir vita af honum. „Ég uppgötvaði það að allir sem gista hjá mér eru hrifnir af hundum“, segir Abhay. „Fólk sem er ekki hrifið af hundum fer eitthvað annað“.

  Skýrleiki er lykilatriðið: gott er að minnast á gæludýr í skráningunni en myndir eru betri en mörg orð. Sumir gestir ganga frá bókun án þess að lesa allt vandlega. Ef eignin þín er frábrugðin öðrum (til dæmis ef þú ert með gæludýr) er einnig góð hugmynd að staðfesta að gestir hafi lesið skráninguna vandlega í bókunarferlinu.

  Greindu frá öllu

  Tim, gestgjafi í Norður-Kaliforníu, lýsir eigninni sinni sem „óhefluðu afdrepi“ og það eru engar ýkjur. Gestir þurfa að ganga upp brattan tréstiga að innganginum og eina baðkerið er utandyra, sem gæti verið lúxus fyrir réttu gestina. Hann er hreinskilinn um óhefluðu eiginleika eignarinnar og hefur komist að því að gestir bóka eignina hans vegna nálægðar við náttúruna og að hún er öðruvísi.

  Gestgjafinn Tim útskýrir af hverju mikilvægt er að greina heiðarlega frá eigninni í skráningarlýsingunni.

  Verðleggðu eignina þína raunhæft

  Það er ekkert mál þótt eignin þín sé ekki Taj Mahal! Mörgum gestum finnst fínt að gista á látlausum stað að því gefnu að verðið sé gott. Ef þú ert nýr gestgjafi skaltu íhuga að byrja á verði sem er aðeins lægra en þú vilt komast upp í. Þetta hjálpar þér að vekja áhuga gesta og þegar þú hefur fengið nokkrar frábærar umsagnir geturðu endurmetið og hækkað verðið hjá þér ef þess er þörf.

  Pláss fyrir alla

  Allir sem eiga laust rými til að deila geta blómstrað sem gestgjafar á Airbnb. Það er ekki til neitt sem heitir „fullkomin“ skráning. Það er nóg að greina rétt og vel frá í lýsingunni og á myndunum svo að gestir viti nákvæmlega við hverju þeir mega búast. Rétta eignin fyrir alla fyrirfinnst hjá Airbnb. Allt frá látlausum aukaherbergjum til lúxuseigna.

  Aðalatriði

  • Þú getur boðið sérherbergi eða sameiginlegt herbergi, allt heimilið eða fágæta eign

  • Lágmarkið er þægileg svefnaðstaða og aðgangur að baðherbergi

  • Greindu heiðarlega frá kostum og göllum eignarinnar

  • Farðu fram á sanngjarnt verð. Gestum finnst fínt að gista á látlausum stað að því gefnu að verðið sé gott

  Airbnb
  6. jan. 2020
  Kom þetta að gagni?