Staðfesting á aðgangi þínum sem faggestgjafa og fyrirtækjaupplýsingum
Þegar þú tekur á móti gestum eða hjálpar til við gestaumsjón á Airbnb, gætum við óskað eftir tilteknum upplýsingum frá þér í staðfestingarskyni, s.s. nafni að lögum, fæðingardegi og -ári eða opinberum skilríkjum. Faggestgjafar gætu einnig þurft að framvísa upplýsingum um fyrirtæki sín og hluteigandi aðila. Fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú finnur út hvort þú sért faggestgjafi eða sjálfstæður gestgjafi.
Söfnun tiltekinna fyrirtækjaupplýsinga er áskilin samkvæmt lögum í tengslum við ferli sem kallast „þekktu viðskiptavini þína“ (e. Know Your Customer eða KYC). Ef eitthvað stemmir ekki gætu aðgangsheimildir þínar verið takmarkaðar og útborganir til þín stöðvast. Ef þörf er á upplýsingum fyrir aðgang þinn munt þú fá tölvupóst og tilkynningu í appinu með leiðbeiningum um hvernig þú getur lagt þær fram.
Sums staðar er þess krafist samkvæmt lögum að tilteknar fyrirtækjaupplýsingar komi fram á skráningarsíðum á vegum fyrirtækja. Þegar uppgefnar fyrirtækjaupplýsingar hafa verið staðfestar er skráningin tilbúin til birtingar.
Kynntu þér friðhelgisstefnu okkar fyrir nánari upplýsingar um hvernig við notum og verndum upplýsingar sem þú deilir með okkur og fáðu frekari upplýsingar um traust og öryggi á Airbnb.
Gestgjafi sem hefur fengið „staðfestingu á auðkenni“ eða merki sem gefur slíkt til kynna, þýðir að viðkomandi hafi framvísað tilteknum upplýsingum sem hafa staðist vottun. Í sumum tilvikum tengist þessi staða fyrirtækjaupplýsingum sem hafa verið staðfestar. Þetta ferli er gert í öryggisskyni en er ekki trygging fyrir því að tiltekinn aðili sé sá sem viðkomandi segist vera.
Hvenær við staðfestum aðgang þinn og fyrirtækjaupplýsingar
Við óskum eftir því að þú bætir við tilskildum upplýsingum samkvæmt KYC-ferlinu þegar þú stofnar nýjan gestgjafaaðgang. Þar sem lög krefjast þess að fyrirtækjaupplýsingar séu birtar á skráningarsíðum munum við biðja þig um að veita okkur frekari fyrirtækjaupplýsingar þegar þú skráir nýja eign sem faggestgjafi.
Hvað gerist ef þú veitir ekki tilskildar upplýsingar
Veitir þú ekki tilskildar upplýsingar getur þú hugsanlega ekki tekið við bókunum eða útborgunum fyrir gestaumsjón.
Ef óskað er eftir aukalegum fyrirtækjaupplýsingum þegar þú stofnar nýja skráningarsíðu, þarftu að ganga frá því skrefi áður en hægt er að birta skráninguna.
Hvaða fyrirtækjaupplýsingar eru áskildar fyrir vottunarferlið og til að vera birtar á skráningarsíðum
Þar sem þess er krafist samkvæmt lögum munum við biðja þig um að veita tilteknar fyrirtækjaupplýsingar, þar á meðal:
- Upplýsingar um skráningu fyrirtækis (ef við á): Þetta felur í sér skráningarland, tiltekna fyrirtækjaskrá og skráningarnúmer. Frekari upplýsingar um hvernig má nálgast skráningarupplýsingar fyrirtækis.
- Firmaheiti: Ef um er að ræða skráð fyrirtæki ætti þetta að vera sama heiti og kemur fram á fyrirtækjaskráningunni.
- Heimilisfang fyrirtækis: Skráð fyrirtæki ættu að tilgreina heimilisfangið sem kemur fram á opinberum gögnum. Óskráð fyrirtæki ættu að nota sama heimilisfang og reikningar og skattgögn berast til, sem gæti verið það sama og lögheimili þitt.
- Símanúmer og netfang: Þú þarft að staðfesta símanúmer og netfang fyrirtækisins með einnota kóða fyrir hvort tveggja.
- Þú gætir einnig þurft að staðfesta auðkenni þitt.
Ef einhverjar fyrirtækjaupplýsingar þínar breytast síðar, eða ef þú vilt að viðskiptaheiti þitt komi fram auk firmaheitisins, getur þú breytt fyrirtækjaupplýsingum þínum.
Svona staðfestir þú fyrirtækjaupplýsingar þínar:
Staðfestu fyrirtækjaupplýsingar þínar í tölvu
- Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt birta
- Smelltu á ljúka nauðsynlegum skrefum og síðan staðfesta gestgjafaaðgang
- Ef þú sinnir gestaumsjón sem fyrirtæki, velur þú sem fyrirtæki og smellir síðan á næsta
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að slá inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið
Staðfestu fyrirtækjaupplýsingar þínar í Airbnb appinu
- Pikkaðu á notandalýsinguna og síðan á skipta yfir í gestaumsjón
- Pikkaðu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt birta
- Pikkaðu á ljúka nauðsynlegum skrefum og síðan staðfesta gestgjafaaðgang
- Ef þú sinnir gestaumsjón sem fyrirtæki, velur þú sem fyrirtæki og pikkar síðan á næsta
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að slá inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið
Staðfestu fyrirtækjaupplýsingar þínar í Airbnb appinu
- Pikkaðu á notandalýsinguna og síðan á skipta yfir í gestaumsjón
- Pikkaðu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt birta
- Pikkaðu á ljúka nauðsynlegum skrefum og síðan staðfesta gestgjafaaðgang
- Ef þú sinnir gestaumsjón sem fyrirtæki, velur þú sem fyrirtæki og pikkar síðan á næsta
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að slá inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið
Staðfestu fyrirtækjaupplýsingar þínar í farsímavafra
- Pikkaðu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt birta
- Pikkaðu á ljúka nauðsynlegum skrefum og síðan staðfesta gestgjafaaðgang
- Ef þú sinnir gestaumsjón sem fyrirtæki, velur þú sem fyrirtæki og pikkar síðan á næsta
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að slá inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið
Við látum þig vita innan nokkurra daga hvort fyrirtækjaupplýsingar þínar hafi staðist staðfestingu eða hvort við þörfumst frekari upplýsinga.
Hvar við birtum upplýsingar um fyrirtækið þitt
Þar sem þess birtingar fyrirtækjaupplýsinga er krafist samkvæmt lögum mun notandalýsing gestgjafa og skráningarsíðan innihalda hlekk til að sýna fyrirtækjaupplýsingar. Fyrirtækjaupplýsingar þínar birtast þegar smellt eða pikkað er á slíkan hlekk.
Áskildar upplýsingar samkvæmt KYC-ferlinu
Við mælum með því að þú kynnir þér listann hér að neðan áður en þú hefst handa til að átta þig betur á hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar og hvernig þú slærð þær rétt inn:
- Upplýsingar um þig: Upplýsingar um aðilan sem hefur umsjón með aðganginum fyrir hönd fyrirtækis
- Fyrirtækið þitt: Nær yfir sjálfstæða atvinnurekendur og samstarfsaðila
- Raunverulegir eigendur: Allir sem eiga beint eða óbeint, eða ráða yfir, 25% eða meira í fyrirtækinu
- Viðskiptastjórar: Allir aðrir sem tengjast gestgjafaaðganginum
Gættu þess að þú hafir þessar upplýsingar tiltækar áður en þú hefst handa.
UPPLÝSINGAR UM ÞIG | FYRIRTÆKIÐ ÞITT | RAUNVERULEGIR EIGENDUR | VIÐSKIPTASTJÓRAR | |
Nafn þitt að lögum | ✓ | ✓ | ✓ | ✓ |
Viðskiptaheiti (ef það er frábrugðið nafni að lögum) | ✓ | |||
Lögheimili | ✓ | ✓ | ✓ | |
Skráð heimilisfang | ✓ | |||
Viðskiptaheimilisfang (ef það er frábrugðið skráðu heimilisfangi) | ✓ | |||
Fæðingardagur og -ár | ✓ | ✓ | ✓ | |
Fæðingarstaður | ✓ | ✓ | ✓ | |
Ríkisfang | ✓ | ✓ | ✓ | |
Eignar- eða stjórnunarhlutfall í fyrirtæki | ✓ | |||
Staðfesting á heimild til að vera í forsvari fyrir fyrirtækið | ✓ | |||
Fyrirtækjakennitala | ✓ |
Valkvæmir reitir gætu einnig verið til staðar þar sem þú getur tilgreint:
- Stofndag fyrirtækis (valkvæmt)
- Veffang (valfrjálst)
Ferlið til að staðfesta upplýsingar samkvæmt KYC
1. Byrjaðu á því að bæta við áskildum upplýsingum
Fyrsta skrefið til að staðfesta KYC-ferlið í tölvu
- Skráðu þig inn á aðgang þinn á Airbnb
- Opnaðu aðgangsupplýsingar
- Smelltu á næsta
Fyrsta skrefið til að staðfesta KYC-ferlið í Airbnb appinu
- Skráðu þig inn á aðgang þinn á Airbnb
- Pikkaðu á notandalýsingu og síðan á skipta yfir í gestaumsjón
- Pikkaðu á bjöllutáknið fyrir tilkynningar
- Pikkaðu á bæta við nauðsynlegum aðgangsupplýsingum
- Pikkaðu á næsta til að hefjast handa
Fyrsta skrefið til að staðfesta KYC-ferlið í Airbnb appinu
- Skráðu þig inn á aðgang þinn á Airbnb
- Pikkaðu á notandalýsingu og síðan á skipta yfir í gestaumsjón
- Pikkaðu á bjöllutáknið fyrir tilkynningar
- Pikkaðu á bæta við nauðsynlegum aðgangsupplýsingum
- Pikkaðu á næsta til að hefjast handa
Fyrsta skrefið til að staðfesta KYC-ferlið í farsímavafra
- Skráðu þig inn á aðgang þinn á Airbnb
- Opnaðu aðgangsupplýsingar
- Pikkaðu á næsta
Hafðu í huga: Aðeins gestgjafar með umbeðnar upplýsingar fá tilkynningu í tölvupósti og appi.
Ábending: Þú getur séð framvindu þína og áætlaðan tíma sem þarf til að ljúka hverjum hluta á framvindustikunni sem birtist eftir hvern ólokinn hluta. Ef þú þarft lengri tíma til að ganga frá áskildum upplýsingum getur þú vistað framvindu þína með því að velja vista og loka hvenær sem er.
2. Veldu lýsingu sem passar við aðganginn þinn
Þér munu birtast nokkrir titlar, hver með lýsingu á tegund fyrirtækis. Veldu þann sem passar best við tegund fyrirtækisins þíns og smelltu eða pikkaðu á næsta til að halda áfram.
Hér eru nokkur dæmi yfir valkosti sem þú getur valið, allt eftir tegund fyrirtækisins:
- SJÁLFSTÆÐUR ATVINNUREKANDI
- Veldu aðgangur minn og síðan sem skráð fyrirtæki
- SAMSTARF
- Veldu sameiginlegur aðgangur og síðan sem skráð fyrirtæki
- EINKAFYRIRTÆKI MEÐ TAKMARKAÐRI ÁBYRGÐ
- Veldu einkafyrirtæki
- HLUTAFÉLAG
- Veldu hlutafélag
- SJÓÐUR
- Veldu einkafyrirtæki og hakaðu síðan í gátreitinn þessi rekstur er skráður sem góðgerðafélag eða sjóður
3. Bættu við upplýsingum um þig
Sláðu inn umbeðnar upplýsingar í hlutanum „staðfestu upplýsingar þínar“.
- Þessi hluti er fyrir upplýsingar um aðilann sem sér um umsjón með gestgjafaaðganginum fyrir hönd fyrirtækisins.
- Aðilinn sem hefur umsjón með aðganginum þarf einnig að staðfesta að viðkomandi hafi heimild til að hafa umsjón með aðgangi að Airbnb fyrir hönd fyrirtækisins.
- Ef meira en einn aðili fer með umsjón þarftu að velja einn einstakling til að vera í forsvari og slá inn upplýsingar viðkomandi. Hinum aðilanum eða aðilunum þarf að bæta við í hlutanum fyrir „viðskiptastjóra“.
4. Bættu við fyrirtækjaupplýsingum
Bættu nú við upplýsingum um fyrirtækið í hlutanum „bæta við fyrirtækjaupplýsingum“.
- Ef fyrirtækið er í eigu móðurfélags þarftu að slá inn fyrirtækjaupplýsingar þínar (en ekki upplýsingar móðurfélagsins).
- Þú þarft aðeins að fylla út í reitinn fyrir viðskiptaheiti ef það er frábrugðið skráðu heiti fyrirtækisins.
- Viðskiptaheiti: Sum fyrirtæki nota annað heiti en skráð heiti á gögnum og/eða vefsíðu sinni. Þetta er stundum kallað „viðskiptaheiti“. Til dæmis gæti firmaheiti fyrirtækis verið „ABC Limited“ en viðskiptaheiti verið „Happy Holidays.“
- Ef þú ert sjálfstæður atvinnurekandi eða samsarfsaðili, en fyrirtæki þitt hefur ekki firmaheiti, skaltu slá inn þitt eigið nafn að lögum eða nafn samstarfsaðila í reitinn fyrir skráð firmaheiti.
5. Bættu við raunverulegum eigendum
Við gætum spurt þig um raunverulega eigendur eftir því hvaða tegund fyrirtækis þú valdir.
Hver er „raunverulegur eigandi“ og hvers vegna þarf viðkomandi að koma fram?
Raunverulegur eigandi er hver sá sem á beint eða óbeint, eða stjórnar, meira en 25% í tilteknu fyrirtæki. Ef skráð fyrirtæki eða lögaðili tengist aðgangi þínum gætir þú þurft að veita upplýsingar um viðkomandi aðila. Þessar upplýsingar eru áskildar samkvæmt KYC-ferlinu („know your customer“ eða þekktu viðskiptavini þína) til að koma í veg fyrir fjárglæpi.
- Ef einstaklingurinn sem var tilgreindur í hlutanum „upplýsingar um þig“ er einnig raunverulegur eigandi, þartu ekki að slá inn upplýsingar viðkomandi aftur, heldur getur þú tilgreint að um sé að ræða raunverulegan eiganda.
- Þú getur bætt við allt að fjórum raunverulegum eigendum og tilgreint eignarhlut hvers og eins.
- Ef fyrirtæki þitt er í eigu annars fyrirtækis, þurfum við að fá upplýsingar um eiganda þess síðarnefnda. Ef skipulag fyrirtækis þíns er flókið, gætir þú þurft að fara í gegnum nokkur ferli til að auðkenna aðilann eða aðilana sem hafa eiginlegt eignarhald sem nemur 25% eða meira í fyrirtækinu.
- Ef enginn á eða ræður yfir 25% eða meira í fyrirtækinu gætir þú þurft að veita upplýsingar um þann sem ber ábyrgð á rekstrinum (t.d. framkvæmdastjóra eða forstjóra). Þessi hluti kallast „viðskiptastjóri“ og birtist í stað hlutans „raunverulegur eigandi“ eftir að þú tilgreinir að engir raunverulegir eigendur séu til staðar.
6. Bættu við viðskiptastjórum
Við gætum óskað eftir upplýsingum um aðra aðila sem hafa umsjón með aðganginum í hlutanum „bættu við viðskiptastjóra“. Ef þú sérð alfarið um aðganginn getur þú tilgreint það.
Þegar þú hefur fyllt út eyðublaðið smellir þú eða pikkar á senda.
Það sem tekur við eftir að KYC-upplýsingum er framvísað
Fyrsta skrefið hjá okkur er að staðfesta upplýsingarnar. Þótt við reynum að staðfesta upplýsingar þínar án þess að blanda þér frekar í málið, gætum við óskað eftir frekari upplýsingum og/eða gögnum frá þér til að nota í staðfestingarferlinu, þar á meðal:
- Gildum (ekki útrunnum) opinberum skilríkjum fyrir tilgreindan einstakling í hlutanum „upplýsingar um þig“. Þú gætir þurft að setja þau inn í hlutanum „aðgangsupplýsingar“ sem birtist aðeins ef við höfum óskað eftir skilríkjum þessa einstaklings.
- Gild (ekki útrunnin) opinber skilríki fyrir raunverulegan eða raunverulega eigendur eða viðskiptastjóra (eftir því sem við á). Þú gætir þurft að setja þau inn í hlutanum „upplýsingabeiðni“.
- Fyrirtækjagögn sem sýna fram á eignarhald á fyrirtækinu. Þú gætir þurft að setja þau inn í hlutanum „upplýsingabeiðni“.
- Frekari skýringum og breytingum ef upplýsingarnar á skilríkjum þínum og/eða gögnunum stemma ekki (t.d. nafn að lögum og fæðingardagur og -ár). Óskað verður eftir að þú breytir þessum upplýsingum í hlutanum „aðgangsupplýsingar“.
Svona höfum við samband við þig
Ef við þurfum að ná í þig þegar við staðfestum upplýsingar þínar, munum við hafa samband með skilaboðum og tölvupósti. Það er mikilvægt að þú fylgist reglulega með skilaboðum gestgjafa til að opna hlekkina sem við sendum þér til að ljúka staðfestingarferlinu. Ef þú nýtir þér þjónustu hugbúnaðarhúss (API) sem býður upp á að senda þér tilkynningar, munt þú einnig fá þessar tilkynningar í gegnum API-hugbúnaðinn.
Að setja inn hlekki
Ef við biðjum þig um að framvísa fylgigögnum skaltu gæta þess að fylgja hlekknum eða hlekkjunum í viðkomandi skilaboðum frá þjónustuveri Airbnb, sem berast þér í skilaboðum gestgjafa. Þú getur aðeins opnað síðurnar til að setja inn fylgigögn með því að nota eftirfarandi hlekki:
- Skilríki einstaklingsins í hlutanum „upplýsingar um þig“: Aðgangsupplýsingar
- Skilríki raunverulegs eða raunverulegra eigenda eða viðskiptastjóra (eftir því sem við á): Upplýsingabeiðni
- Fyrirtækjagögn, svo sem gögn sem sýna fram á eignarhald í fyrirtækinu: Upplýsingabeiðni
- Í sumum tilvikum gætum við óskað eftir því að þú framvísir fyrirtækjagögnum með því að láta þau fylgja með svari þínu við beiðni okkar sem viðhengi
Athugaðu: Þú þarft aðeins að bregðast við ef við höfum óskað eftir þessum gögnum. Þú getur ekki hlaðið upp gögnum ef við höfum ekki óskað eftir þeim.
Hverju við deilum
Fyrirtækjaupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar í samræmi við friðhelgisstefnu okkar.
Við gætum deilt fyrirtækjaupplýsingum þínum með utanaðkomandi þjónustuveitendum sem hluta af staðfestingarferli fyrirtækisins, til dæmis til að sannprófa fyrirtækjaupplýsingar þínar.
Svona notum við og meðhöndlum gögn þín
Eingöngu starfsfólk Airbnb með sérstaka heimild og viðurkenndir, utanaðkomandi þjónustuveitendur fá aðgang að upplýsingunum sem þú framvísar. Við geymum upplýsingar í samræmi við gildandi lög og kröfur, þar á meðal:
- Nauðsynlegan tíma til að uppfylla kröfur um öryggi og aðgerðir gegn svikum
- Í samræmi við samfélagsreglur Airbnb
- Reglufylgni við greiðsluskyldu og skattalög
Við eyðum persónuupplýsingum sem safnað er í staðfestingarferli fyrirtækisins, í samræmi við varðveislutíma okkar og tilganginn með söfnun upplýsinganna eða þegar við vinnum úr beiðni skráðs aðila um eyðingu gagna. Við sérstakar aðstæður gætum við geymt persónuupplýsingar af lagalegum ástæðum eða í samræmi við það sem heimilt er sakmvæmt gildandi lögum.
Svör við algengum spurningum um staðfestingu
Hvaða tegund opinberra skilríkja samþykkjum við?
Við samþykkjum flest opinber skilríki til staðfestingar. Nánari upplýsingar um tegundir skilríkja sem hægt er að nota.
Af hverju hefur skjalinu sem ég lagði fram verið hafnað?
Ef við getum ekki staðfest þig með skjalinu frá þér munum við hafa samband við þig til að óska eftir annars konar skjali. Nokkur dæmi um ástæðu þess að við getum ekki notað skjal sem þú hlóðst upp:
- Það er ekki lengur í gildi
- Það er of óskýrt til að hægt sé að lesa það
- Það var ekki gefið út af stjórnvöldum
- Það tilheyrir öðrum einstaklingi sem er ekki tilgreindur undir aðganginum (dæmi: Þú skrifaðir að umsjónaraðili aðgangsins sé einstaklingur A, en settir inn skilríki einstaklings B)
Nokkur dæmi um ástæðu þess að við getum ekki notað fyrirtækjagögn sem þú hlóðst upp:
- Þau innihéldu ekki upplýsingarnar sem við þurftum, svo sem um eiganda fyrirtækisins eða eignarhlutfall viðkomandi
- Þau eru ekki gefin út af óháðum aðila, né opinberum yfirvöldum
- Gögnin eru ekki lengur í gildi
Hvaða tegund fyrirtækjagagna gætum við óskað eftir?
Við gætum farið fram á gögn sem sýna fram á eignarhald á fyrirtækinu. Slík gögn ættu að sýna nýjustu upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækisins, þar á meðal fullt nafn og eignarhlut eða -kvóta í fyrirtækinu (t.d. hlutabréf).
Ef fyrirtækið er í eigu annarra aðila gætum við óskað eftir öðrum gögnum tengdum móðurfélaginu til að ganga úr skugga um hver hafi eiginlegt eignarhald.
Hvers konar fyrirtækjagögnum get ég hlaðið upp?
Þú gætir þurft að hlaða upp opinberum gögnum í samræmi við tegund og staðsetningu fyrirtækisins. Nafnið eða nöfnin á eigendum fyrirtækisins þurfa að koma fram á gögnunum.
Alla jafna getum við tekið við gögnum eins og:
- Stofnsamþykktum
- Stofnsamþykkir/vottorð
- Vottorð um rekstrarheilbrigði
- Vottorð um fyrirtækjaskráningu
- Fyrirtækjasamþykktir
- Stofnsamningur
- Virðisaukaskattsvottorð eða -skráning
Heiti þessara gagna getur verið mismunandi eftir því í hvaða landi fyrirtækið er skráð. Hér að neðan eru dæmi um gögn sem við ættum að geta tekið við.
Hvar get ég nálgast fyrirtækjagögn mín?
Ef þú berð ekki ábyrgð á því að ganga frá eða leggja fram gögn tengd fyrirtækinu, gætir þú þurft að fá aðstoð frá einhverjum innan fyrirtækisins til að ljúka þessu skrefi. Þú gætir til dæmis þurft að fá aðstoð ritara, fulltrúa eða lögfræðings fyrirtækisins.
Þarf samgestgjafi minn eða samgestgjafar einnig að ljúka staðfestingarferlinu?
Ef þú hefur tilnefnt einhvern sem samgestgjafa eignar eða upplifunar sem þú býður upp á, þarf viðkomandi að stofna eigin aðgang að Airbnb. Samgestgjafinn gæti einnig þurft að veita upplýsingar um sig, s.s. fullu nafni að lögum, fæðingardegi og -ári, fæðingarstað og persónuskilríkjum, en það fer eftir aðgangsheimild viðkomandi.
Ég er með meira en einn gestgjafaaðgang. Hvernig get ég séð hvaða aðganga ykkur vantar upplýsingar eða gögn fyrir?
Við sendum tilkynningu með tölvupósti á netfangið sem er tengt viðeigandi gestgjafaaðgangi á Airbnb.
Ég er með fleiri en einn gestgjafaaðgang og allir aðgangarnir eru í eigu sama eða sömu aðila. Er eitthvað annað sem ég ætti að hafa í huga?
Hafðu samband við viðskiptastjóra þinn á Airbnb til að fá frekari upplýsingar og aðstoð ef þú ert með marga gestgjafa.
Við erum eignaumsýslufélag og veitum fasteignaeigendum hýsingarþjónustu. Hvaða upplýsingar eigum við að færa inn á KYC-eyðublaðið?
Þegar farið er í gegnum KYC-ferlið þarf að slá inn nafn aðilans sem hefur umsjón með gestgjafaaðganginum fyrir hönd félagsins í hlutanum „upplýsingar þínar“. Þetta kemur líklega til með að vera starfsmaður eignaumsýslufélagsins.
Nauðsynlegt er að slá inn upplýsingar eignaumsýslufélagsins (s.s. fyrirtækjakennitölu) í hlutanum „fyrirtækjaupplýsingar“.
Nauðsynlegt er að tilgreina alla aðila með hærra eignar- eða stjórnunarhlutfall í eignaumsýslufélaginu en 25%, í hlutanum „raunverulegur eigandi“. Ef enginn á eða stjórnar meira en 25% hlut í félaginu ættir þú að tilgreina þann sem ber ábyrgð á rekstri eða stjórnun eignaumsýslufélagsins, s.s. framkvæmdastjóra eða forstjóra, í hlutanum „viðskiptastjóri“.
Við erum eignaumsýslufélag sem veitir fasteignaeigendum hýsingarþjónustu og við greiðum þeim beint frá gestgjafaaðgangi okkar að Airbnb. Þurfum við að veita upplýsingar um þessar útborganir?
Já, ef bankareikningi á nýju nafni er bætt við í útborgunarhluta aðgangsins (t.d. á nafni fasteignaeigandans), gæti þurft að velja hvaða hlutverki viðkomandi gegnir úr fellivalmyndinni. „Fasteignaeigandi“ er einn af valkostunum sem hægt er að velja.
Verður óskað eftir frekari upplýsingum síðar, eftir að staðfestingarferlinu hefur verið lokið?
Við gætum þurft að hafa samband við þig aftur síðar til að óska eftir frekari upplýsingum. Það gæti verið vegna breytinga á aðganginum (t.d. nýjum starfsmanni sem tekur við umsjón gestgjafaaðgangsins). Samkvæmt lögum þurfum við einnig að yfirfara upplýsingar sem við búum yfir með reglubundnum hætti til að ganga úr skugga um að þær standist enn. Í slíkum tilvikum gætum við haft aftur samband við þig.
Hvað gerist ef ég svara ekki beiðnum um að leggja fram gögn eða frekari upplýsingar?
Hlé gæti orðið á útborgunum til þín þar til þú hefur framvísað nauðsynlegum upplýsingum.
Upplýsingar okkar hafa breyst síðan KYC-ferlinu var lokið en ekki er lengur hægt að breyta reitunum á eyðublaðinu. Hvað ætti ég að gera?
Hafðu samband við okkur til að opna aftur fyrir eyðublaðið.
Svona má hafa samband við okkur
- Skilaboðaþræðir þjónustufulltrúa lokast að tilteknum dögum liðnum (yfirleitt 30 eða 90 dagar). Hafðu samband við okkur til að fá frekari aðstoð ef þú getur ekki svarað skilaboðaþræði í skilaboðum þínum varðandi KYC-vottunarferlið.
- Ef þú lendir í tæknilegu vandamáli (t.d. ef við höfum beðið þig um að hlaða upp skilríkjum en þegar þú smellir á hlekkinn stendur þér ekki til boða að hlaða þeim upp) skaltu hafa samband við okkur til að fá frekari aðstoð.
- Ekki hika við að leita svara hjá viðskiptastjóra þínum, hafir þú einhverjar spurningar varðandi KYC-vottunarferlið, og viðkomandi mun leiðbeina þér í gegnum næstu skref.
- Þú getur einnig haft samband við okkur, hafir þú einhverjar aðrar spurningar.
Dæmi um staðfestingargögn fyrir fyrirtæki
Hér að neðan eru dæmi um gögn sem við ættum að geta tekið við í samræmi við staðsetningu fyrirtækisins. Ef þú átt í vandræðum með að velja rétt gögn skaltu hafa samband við okkur fyrir frekari aðstoð.
Land | Gögn |
Ástralía |
|
Barein | Commercial Registration Certificate (gefið út af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti konungsveldis Barein) |
Bangladess | Trade License |
Belgía | Kopie van publicatie in de Bijlagen tot het Belgisch Staatsblad / Copie des annexes publiées dans le registre officiel belge / Ausfertigung zur Veröffentlichung in den Anlagen zum Belgischen Staatsblatt (afrit af viðaukum birtum í opinberu belgísku skránni) |
Benín | Carte d'Identifiant Fiscal Unique (skattkennitöluskírteini) |
Bútan | Business License issued by the Ministry of Economic Affairs, Royal Government of Bhutan |
Brasilía |
|
Kanada |
|
Tékkland | Registrace obchodu (fyrirtækjaskráning) |
Dóminíska lýðveldið | Mercantile Registration |
Egyptaland | MCDR registration certificate |
Finnland | Kaupparekisteriote / Handelsregistrering (fyrirtækjaskráning) |
Frakkland |
|
Þýskaland |
|
Indland |
|
Indónesía |
|
Írland | Partnership Agreement |
Ítalía |
|
Japan |
|
Kúveit | Trade License |
Lettland |
|
Lúxemborg | Licence commerciale / Handelslizenz (viðskiptaleyfi) |
Malasía | Dokumen Pendaftaran Perniagaan (skráningarvottorð fyrirtækis) |
Mexíkó |
|
Marokkó | Bulletin de Notification de L'Identificant Fiscal (skattkennitöluvottorð) |
Nýja-Sjáland | New Zealand Companies Office Company Extract |
Níger | Certificat d'immatriculation (skráningarvottorð) |
Norður-Makedónía | Extract from the Central Registry of North Macedonia (úrtak úr viðskiptaskrá) |
Perú | Registro en SUNARP (SUNARP-skráning) |
Pólland |
|
Katar | Commercial License |
Rúmenía | Certificate constatatoare |
Slóvakía | List vydaný vládou (bréf með stimpli frá stjórnvöldum) |
Slóvenía | Obvestilo o identifikaciji in razvrstitvi po dejavnostih |
Spánn | Documento acreditativo del NIF (NIF-skjal) |
Svíþjóð |
|
Taíland | หลักฐานแสดงการจดทะเบียนบริษัทที่ออกโดยรัฐบาล (opinber staðfesting á stofnsamningi frá stjórnvöldum) |
Sameinuðu arabísku furstadæmin | Trade license / Freelancer permit |
Bretland |
|
Bandaríkin |
|
Greinar um tengt efni
- Leiðbeiningar•Gestgjafi
Sendu skilríki til staðfestingar
Nafn þitt að lögum ásamt heimilisfangi og/eða öðrum persónuupplýsingum nægja okkur oft til að staðfesta auðkenni þitt. Við gætum einnig fari… - Leiðbeiningar•Gestgjafi
Að breyta fyrirtækjaupplýsingum
Kynntu þér hvernig þú getur breytt fyrirtækjaupplýsingum þínum. - Leiðbeiningar•Gestgjafi
Svona getur þú nálgast opinberar skráningarupplýsingar fyrirtækis þíns
Sem gestgjafi á Airbnb gætir þú þurft að framvísa upplýsingum um fyrirtækjaskráningu.