Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Svona getur þú nálgast opinberar skráningarupplýsingar fyrirtækis þíns

Sums staðar gæti gestgjöfum með gistirekstur borið skylda til að gefa upp tilteknar fyrirtækjaupplýsingar til að birta á skráningarsíðum sínum, þ.m.t. skráningarupplýsingar fyrirtækis ef við á. Þegar uppgefnar fyrirtækjaupplýsingar hafa verið staðfestar er skráningin tilbúin til birtingar. Frekari upplýsingar um staðfestingu á aðgangi þínum sem faggestgjafa og fyrirtækjaupplýsingum.

Gögn til að undirbúa staðfestingu fyrirtækjaupplýsinga

Til að einfalda staðfestingarferlið skaltu gæta þess að þú hafir eftirfarandi gögn við hendina:

  • Skráningarvottorð fyrirtækisins: Opinbert skráningarvottorð fyrirtækisins sem gefið er út af þar til bæru yfirvaldi. Gættu þess að firmaheiti, opinbert skráningarnúmer og skráningardagur komi fram á gögnunum. Nýttu þér leiðbeiningarnar hér að neðan til að nálgast skráningarupplýsingar fyrirtækis í viðkomandi landi.
  • Félagssamningar: Félagssamningar eða aðrir stofnsamningar sem útlista helstu upplýsingum um rekstrarformið.

Áður en þú sendir inn upplýsingar skaltu ganga úr skugga um að firmaheiti, opinbert skráningarnúmer og aðrar viðeigandi upplýsingar stemmi við það sem kemur fram á opinberum gögnum. Villur geta tafið staðfestingarferlið.

Nýttu þér leiðbeiningarnar hér að neðan til að nálgast upplýsingar um fyrirtækjaskráningu eftir löndum. Gættu þess að velja rétta sniðið fyrir landið þar sem tiltekið fyrirtæki er skráð þegar þú sendir inn upplýsingarnar.

Austurríki

Fyrirtækjaskrá

Skráningarnúmer fyrirtækis (dæmi: FN 447538w)

Athugasemdir:

  • Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa aðeins að skrá sig opinberlega, velti þeir meira en 700.000 evrum árlega í tvö ár samfellt eða meira en 1 milljón evra á einu ári.
  • Sjálfstæðum atvinnurekendum er þó frjálst að skrá sig áður en þessum viðmiðum er náð.

Belgía

Fyrirtækjaskrá Belgíu (CBE)

Skráningarnúmer fyrirtækis (dæmi: 0712.274.111)

Athugasemdir:

Við tilteknar aðstæður kunna fyrirtæki að vera undanskilin opinberri skráningu hjá fyrirtækjaskrá Belgíu.

Búlgaría

Viðskiptaskrá

Sameinaður auðkenniskóði (UIC) (dæmi: 123456789)

Króatía

Athugasemdir:

  • Sumir einstaklingar og fjölskyldurekin býli (landbúnaðarferðaþjónusta) sem hafa heimild til að veita gistiþjónustu, þurfa ekki að skrá sig í MBS eða MBO.
  • Slíkir einstaklingar eru með OIB-númer og ættu að skrá sig hjá fyrirtækjaskrá fyrir gisti- og ferðaþjónustu.
  • Sumir aðilar eru nú þegar sýnilegir en staðfestingarferlið er enn í vinnslu fyrir flesta.

Kýpur

Fyrirtækjaskrá

Dæmi um opinber skráningarnúmer:

  • HE 123456 (skráð fyrirtæki á Kýpur)
  • AE 123456 (aflandsfyrirtæki/skráð útibú á Kýpur)
  • EE 123456 (Firmaheiti)

Athugasemdir:

Öll fyrirtæki sem vilja hafa viðveru og starfa í lýðveldinu Kýpur, ber skylda til að skrá sig hjá fyrirtækjaskrá Kýpur.

Tékkland

Helstu fyrirtækjaskrár:

Aðrar fyrirtækjaskrár:

Auðkennisnúmer (ID no.) (dæmi: 264 23 987)

Danmörk

Fyrirtækjaskrá

Opinbert skráningarnúmer fyrirtækis (dæmi: 12345678)

Athugasemdir:

Opinber skráning er áskilin fyrir allan atvinnurekstur þar sem árleg velta er 50.000 danskar krónur eða meira (u.þ.b. 6.700 evrur), en valfrjáls fyrir allan annan rekstur

Eistland

Viðskiptaskrá

  • Skráningarkóði (dæmi: 12345678)
  • Persónulegur auðkenniskóði (dæmi: 32109876543)

Athugasemdir:

  • Starfandi fyrirtæki þurfa að ganga frá opinberri skráningu hjá viðskiptaskrá (þ.m.t. sjálfstæðir atvinnurekendur).
  • Aðilar sem halda ekki úti starfandi rekstri geta leigt út húsnæði með löglegum hætti (t.d. á Airbnb), án þess að ganga frá opinberri skráningu hjá viðskiptaskrá. Slíkir aðilar munu hafa persónulegan auðkenniskóða.

Finnland

Viðskiptaskrá Finnlands

Fyrirtækjakennitala (dæmi: 12345678-1)

Athugasemdir:

  • Sjálfstæðum atvinnurekendum ber ekki skylda til að skrá sig hjá viðskiptaskrá, en er þó frjálst að gera það.
  • Sjálfstæðum atvinnurekendum ber skylda til að skrá sig ef:
    • Sjálfstæður atvinnurekandi notar fyrirtækjaheiti sem viðkomandi vill eiga einkarétt á.
    • Hrein velta er hærri en 12 milljónir evra, efnahagsreikningur hljóðar upp á 6 milljónir evra eða meira, eða meðalfjöldi starfsmanna telur 50 manns eða meira.
    • Viðkomandi hefur fasta búsetu utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Frakkland

Fyrirtækja- og viðskiptaskrá

RCS-númer (dæmi: 750 885 410 R.C.S. Paris)

Þýskaland

  • Viðskiptaskrá
    • Dæmi um viðskiptanúmer:
      • Viðskiptaskrá: Héraðsdómstóll Berlínar (Charlottenburg)
        • Skráningarnúmer: HRB 154165
  • Fyrirtækjaskrá
    • Skráningarnúmer fyrirtækis

Grikkland

Almenn viðskiptaskrá

GEMI-númer (dæmi: 12345678912)

Ungverjaland

Athugasemdir:

  • Til að fletta upp gögnum úr skrá yfir einkaaðila í atvinnurekstri er nauðsynlegt að hafa skráningar- eða skattnúmer viðkomandi aðila tiltækt (fyrstu átta stafina).

Ísland

Fyrirtækjaskrá

  • Kennitala
  • VSK-númer

Athugasemdir:

  • Fyrirtækjaskrá inniheldur upplýsingar um eftirfarandi:
    • Einstaklinga, samtök og aðra aðila sem stunda viðskipti eða sjálfstæðan atvinnurekstur.
    • Stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins.
    • Stofnanir og fyrirtæki í eigu sveitarfélaga.
    • Félagasamtök, félög sem starfa í almannaþágu, fyrirtæki sem starfa í almannaþágu með starfsemi sem nær út fyrir landamæri, samtök og aðilar, aðrir en einstaklingar, sem sjá um eignaumsýslu, eru skattskyldir eða bera aðrar skattalegar skyldur, erlendir sjóðir eða sambærilegir aðilar.
    • Önnur starfsemi sem ríkisskattstjóri telur ástæðu til að skrá í fyrirtækjaskrá.
  • Einstaklingum (sjálfstæðum atvinnurekendum) ber ekki skylda til að skrá sig hjá fyrirtækjaskrá, en er þó frjálst að gera það.
  • Almenn félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni (íþróttafélög, stjórnmálaflokkar o.fl.) þurfa ekki heldur að skrá sig samkvæmt lögum, en er þó frjálst að gera það.
  • Einstaklingar geta orðið sér úti um leyfi fyrir heimagistingu (að hámarki í 90 daga samanlagt á hverju almanaksári, fyrir mest 2 milljónir íslenskra króna)
    • Slíkt telst ekki til atvinnustarfsemi og kemur ekki fram í fyrirtækjaskránni hér að ofan en þarf þó að skrá hjá skrifstofu sýslumanns. Hér má fletta upp þeim sem hafa skráð leyfi til að veita heimagistingu, með því að nota nafn viðkomandi, heimilisfang viðkomandi eignar eða opinbert skráningarnúmer (sem hefst á „HG“)

Írland

Fyrirtækjaskrá Írlands (CRO)

Opinbert skráningarnúmerfyrirtækis (dæmi: 123456)

Ítalía

  • Fyrirtækjaskrá Ítalíu
    • Dæmi um skattkennitölu og skráningarnúmer fyrirtækis:
      • Aðilar sem teljast ekki til einstaklinga: 03439910138
      • Einstaklingar: NNZPLA72D68F839S

Athugasemdir:

  • Greiða þarf áskriftargjald á vefsíðu fyrirtækjaskráar Ítalíu til að fletta upp skráningarnúmerum fyrirtækja. Skráningarnúmer fyrirtækja eru hins vegar aðgengileg almenningi á á vefgáttinni fyrir evrópsk réttarkerfi.

Lettland

Athugasemdir:

  • Starfandi fyrirtæki þurfa almennt að ganga frá opinberri skráningu hjá viðskiptaskrá, þ.m.t. sjálfstæða atvinnurekendur (sjálfstæða viðskiptaaðila).
  • Við tilteknar aðstæður geta sjálfstætt starfandi einstaklingar skráð sig í atvinnuskrá í stað viðskiptaskráar.
  • Við slíkar aðstæður má auðkenna sjálfstætt starfandi aðila með því að slá inn þrjú leitarskilyrði í atvinnuskránni: 1) eiginnafn, 2) kenninafn, 3) skráningarkóða (auðkennisnúmer einstaklingsins).

Liechtenstein

Viðskiptaskrá

FL-númer (dæmi: FL-0002.305.881-4)

Athugasemdir:

Sjálfstæðir atvinnurekendur sem fara ekki fram yfir ákveðin tekjumörk þurfa ekki að ganga frá opinberri skráningu.

Litháen

Fyrirtækjaskrá

Kóði lögaðila (dæmi: 305119456)

Athugasemdir:

  • JAR er eingöngu fyrir lögaðila en ekki sjálfstæða atvinnurekendur.
  • Einstaklingar (sjálfstæðir atvinnurekendur) geta stundað viðskipti að tilskildu einkarekstrarvottorði eða rekstrarleyfi.

Lúxemborg

Fyrirtækjaskrá

RCS-númer (dæmi: B230618)

Athugasemdir:

Einstaklingsfyrirtæki og samáhættufyrirtæki þurfa ekki að skrá sig opinberlega hjá fyrirtækjaskrá.

Malta

Dæmi um opinbert skráningarnúmer:

  • Fyrirtæki: C 123456
  • Partnerships en nom collectif: P 1234
  • Partnerships en commandite: P COMM 123
  • Félög skráð með MBR: LPA 123
  • Styrktarsjóðir: LPF 123
  • Einkasjóðir: PFLP 123
  • Erlend fyrirtæki: OC 1234
  • SICAVs: SV 123
  • Cells: SCPF 12

Athugasemdir:

Eftirfarandi rekstrarflokkar þurfa ekki að ganga frá opinberri skráningu í MBR:

  • Kaupmenn sem starfa á eigin vegum (hvort sem það er undir eigin nafni eða viðskiptaheiti)
  • Sjóðir
  • Félög
  • Samvinnufélög
  • Borgaralegt samstarf sem stofnað er til í samræmi við 16. kafla maltneskra laga.

Holland

Fyrirtækjaskrá Hollands

KVK-númer (dæmi: KVK 81394179)

Noregur

Fyrirtækjaskrá

Samtakanúmer (dæmi: 926 734 032)

Athugasemdir:

  • Öll starfandi fyrirtæki (með takmarkaðri sem og ótakmarkaðri ábyrgð) verða að skrá sig í fyrirtækjaskrá.
  • Sjálfstæðir atvinnurekendur sem stunda viðskipti með aðkeyptum varningi eða hafa fleiri en fimm starfsmenn í fullri vinnu verða einnig að ganga frá skráningu.
  • Aðrir sjálfstæðir atvinnurekendur ráða því sjálfir hvort þeir gangi frá opinberri skráningu.

Pólland

Athugasemdir:

  • KRS-númer er fyrir fyrirtæki og það er ekkert samsvarandi CEIDG-númer fyrir atvinnurekendur.
  • Hins vegar er hægt að nota REGON-númerið til að votta bæði atvinnurekendur og fyrirtæki.

Portúgal

Fyrirtækjaskrá

Númer lögaðila (dæmi: 517 613 778)

Rúmenía

Fyrirtækjaskrá Rúmeníu

  • Opinbert skráningarnúmer (dæmi: J35/3030/1994)
  • Einkvæmt auðkennisnúmer (dæmi: 6443414)

Athugasemdir:

Eftirfarandi rekstrarflokkar þurfa ekki að ganga frá opinberri skráningu í ONRC:

  • Umboðsskrifstofur erlendra fyrirtækja í Rúmeníu (sem hafa ekki réttarstöðu lögaðila og mega ekki stunda viðskipti í Rúmeníu)
  • Samáhættufyrirtæki (án réttarstöðu lögaðila)

Slóvakía

Fyrirtækjaskrá

Skráningarnúmer fyrirtækis (IČO) (dæmi: 35 786 299)

Athugasemdir:

Einstaklingar (sjálfstæðir atvinnurekendur) þurfa ekki að skrá sig í IČO.

Slóvenía

Fyrirtækjaskrá Slóveníu

Opinbert skráningarnúmer (dæmi: 1234567891)

Spánn

Fyrirtækjaskrá Spánar

NIF-númer (dæmi: B80697923)

Svíþjóð

Viðskipta- og iðnaðarskrá Svíþjóðar

Opinbert skráningarnúmer (dæmi: 559254-4232)

Athugasemdir:

  • Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa ekki að ganga frá opinberri skráningu hjá fyrirtækjaskrá Svíþjóðar nema minnst tveir af eftirfarandi þáttum eigi við:
    • Starfsfólk er fleira en 50 talsins
    • Efnahagsreikningur hljóðar upp á meira en 40 milljónir sænskra króna
    • Hreinar tekjur eru hærri en 80 milljónir sænskra króna
  • Sjálfstæðir atvinnurekendur gætu einnig þurft að ganga frá opinberri skráningu ef viðkomandi eiga hlut í opinberum innkaupum eða eru háðir sérstöku leyfi til að sinna tiltekinni starfsemi.
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning