Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Uppfærsla á skráningum þínum í Luxe

Gestgjafar Luxe njóta góðs af sjálfsafgreiðslutólum sem einfalda uppfærslur á skráningarsíðunni og tryggja þannig að upplýsingar þar séu sem nákvæmastar. Þú getur uppfært stöðu skráningarinnar og skráningarupplýsingar hvenær sem er með því að opna þínar skráningar. Þessi sjálfsafgreiðslueiginleiki stendur til boða allan sólarhringinn og er fljótleg og einföld leið til að gera breytingar án þess að þurfa að bíða eftir aðstoð frá starfsfólki okkar.

Það er mikilvægt að skráningarupplýsingar þínar á Airbnb standist ávallt og séu nákvæmar. Þetta á við um upplýsingar eins og verð, framboð og reglur eða kröfur sem eiga við um gesti þína eða eignina sjálfa. Ónákvæmar eða ótilgreindar upplýsingar geta gefið ranga mynd og leitt til óánægju gesta og neikvæðra umsagna.

Þegar þú gerir meiriháttar breytingar skaltu hafa í huga að slíkt gæti haft áhrif á dvöl væntanlegra gesta og þér ber að standa við upphaflega bókunarskilmála. Við hvetjum þig til að hafa samband við gestina og/eða ferðahönnuðinn að fyrra bragði, til að láta viðkomandi vita af breytingunum og öðrum valkostum sem þú kannt að bjóða upp á í staðinn.

Skráningarupplýsingar

Flipi skráningarupplýsinga veitir þér færi á að lýsa eigninni og leggja áherslu á það sem einkennir hana helst. Í þessum hluta getur þú stillt stöðu eignarinnar á korti og veitt gestum ferðaupplýsingar eins og innritunarleiðbeiningar, upplýsingar um þjónustu og þægindi sem boðið er upp á og tilgreint aðgengiseiginleika ef við á. Opnaðu skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta.

    Ábendingar um að skrifa texta ætluðum gestum

    Mundu að ávarpa viðkomandi sem „þú“ og gættu að réttri stafsetningu.

    Forðastu að nota orðið „viðskiptavinur“ og notaðu orðið „gestur“ í staðinn.

    Staðsetning

    Staðsetning á korti

    Þú getur valið hvernig staðsetning eignarinnar birtist væntanlegum gestum með því að velja einn af eftirfarandi valkostum:

    • Almenn staðsetning: Gestir sem leita að gistiaðstöðu fá að sjá svæðið þar sem eignin er staðsett en ekki nákvæma staðsetningu. Gestir geta séð hverfið þar sem eignin er og hversu nálægt hún er kennileitum, stoppistöðvum og öðrum áhugaverðum stöðum. Þegar bókunin hefur verið staðfest sjá þeir nákvæma staðsetningu og heimilisfangið.
    • Nákvæm staðsetning: Gestir sem leita að gistiaðstöðu fá að sjá nákvæmari staðsetningu eignarinnar. Gestum er sýndur lítill kringlóttur pinni sem gefur mjög góða mynd af staðsetningunni en ekki alveg nákvæmlega hvar eignin er. Við munum eftir sem áður sýna gestum með staðfestar bókanir nákvæma staðsetningu ásamt heimilisfangi eignarinnar.
    • Leiðarlýsing: Til að tryggja að gestir eigi auðvelt með að finna eignina mælum við með því að þú látir fylgja ítarlegar akstursleiðbeiningar að eigninni frá algengasta flugvellinum/höfninni/lestarstöðinni.

    Ábendingar um að skrifa leiðarlýsingu:

    • Tilgreindu GPS-hnit eignarinnar.
    • Notaðu götuheiti og/eða kennileiti þannig að einhver sem þekkir ekki til svæðisins geti áttað sig betur (ekki t.d. afrita einfaldlega leiðarlýsingu úr Google Maps sem tilgreinir bara fjarlægð). Þetta er sérstaklega mikilvægt ef staðsetning eignarinnar kemur ekki nákvæmlega fram á hefðbundnum GPS-kerfum.

    Upplýsingar fyrir gesti

    Innritunarleiðbeiningar

    Veldu viðeigandi innritunarmáta fyrir skráninguna og tilgreindu aðrar upplýsingar sem gestir gætu þurft á að halda, svo sem aðgangskóða að hliði eða talnaborðskóða.

    Ef fulltrúi sér um innritun gesta í eigin persónu skaltu taka fram hvernig móttakan eða sýningarferðin um staðinn gengur fyrir sig. Hér eru dæmi um upplýsingar sem vert er að hafa í huga:

    • Hvenær og hvar er tekið á móti gestum?
    • Hvaða upplýsingar (t.d. varðandi þægindi) ættu gestir að verða sér úti um frá fulltrúanum?
    • Er skutlþjónusta innifalin?
    • Ættu gestir að láta tiltekinn aðila vita þegar þeir leggja af stað frá flugvellinum?

    Dæmi um innritunarleiðbeiningar:

    • Vinsamlegast hringdu í fulltrúann á staðnum þegar þú ert í klukkustundar fjarlægð frá eigninni til að staðfesta aftur komutíma þinn svo hægt sé að skipuleggja innritun. Ef þú verður fyrir töf skaltu hringja til að láta vita af breyttum komutíma.
    • Fylgdu uppgefnum akstursleiðbeiningum til að komast að villunni og ljúka sjálfsinnrituninni. Kóði lyklaboxins er 1234.

    Húsleiðbeiningar

    Láttu gestum þínum líða eins og heima hjá sér með hugulsömum húsleiðbeiningum. Notaðu þennan hluta til að setja inn útritunarleiðbeiningar ásamt samskiptaupplýsingum fulltrúa á staðnum.

    Dæmi um framsetningu samskiptaupplýsinga tiltekins fulltrúa á staðnum:

    Nafn, starfstitill, símanúmer (ásamt landsnúmeri)

    Bókunarstillingar

    Bókunarbeiðni: Þú færð tilkynningu í tölvupósti frá automated@Airbnb.com þegar einhver sendir þér bókunarbeiðni. Þú hefur einn sólarhring til að samþykkja eða hafna bókunarbeiðni áður en hún rennur út. Þegar þér berst bókunarbeiðni verða umbeðnar dagsetningar teknar frá í dagatalinu þínu þannig að aðrir gestir geti ekki óskað eftir þeim fyrr en þú hefur samþykkt eða hafnað beiðninni.

    Hraðbókun: Gerir gestum kleift að bóka með fljótari hætti, án þess að þurfa að senda þér beiðni varðandi framboð. Þú tilgreinir allar reglur og kröfur fyrir fram. Frekari upplýsingar um hvernig hraðbókun er notuð.

    Hafðu eftirfarandi í huga ef þú býður ekki upp á hraðbókun:

    • Þú gætir fengið færri bókanir: Skráningar sem bjóða upp á hraðbókun birtast ofar í leitarniðurstöðum og eiga það til að ná til fleiri gesta.
    • Þú þarft að fara yfir allar bókunarbeiðnir: Ef þú býður ekki upp á hraðbókun verða bókanir ekki samþykktar sjálfkrafa.
    • Þú þarft að svara öllum beiðnum innan sólarhrings: Svarir þú ekki tímanlega getur það haft áhrif á stöðu skráningarinnar í leitarniðurstöðum.

      Húsreglur

      Þú getur breytt almennum húsreglum hverrar skráningar, þar á meðal hvort tiltekin eign sé barnvæn eða ekki, hvort reykingar eða gæludýr séu leyfð og hvort leyfilegt sé að halda viðburði á staðnum. Gættu þess að tilgreina allar viðbótarreglur sem eiga sérstaklega við um eignina.

      Stefnur og reglur

      Þú getur tilgreint afbókunarreglu skráningarinnar og hvort hraðbókun sé í boði eða ekki. Viljir þú breyta afbókunarreglunni hjá þér skaltu kynna þér afbókunarreglur gestgjafa fyrst. Athugaðu að nýja afbókunarreglan gildir aðeins um nýjar bókanir.

      Var þessi grein gagnleg?

      Greinar um tengt efni

      • Gestgjafi

        Ábyrg gestaumsjón í Dúbaí

        Við hjálpum gestgjöfum á Airbnb að kynna sér skyldur sínar við gestaumsjón og gefum almenna samantekt á mismunandi lögum, reglum og bestu st…
      • Gestgjafi

        Skattar hjá Luxe

        Skráningar á eignum þínum eru skattskyldar. Kynntu þér skattana sem Airbnb innheimtir og greiðir sjálfkrafa fyrir þína hönd og skattana sem …
      • Leitaðu eftir hverfi, kennileiti eða heimilisfangi

        Þú getur leitað eftir hverfi, kennileiti og fleiru með því að skrifa í reitinn fyrir staðsetningu eða nota kortið.
      Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
      Innskráning eða nýskráning