Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Hvernig staðsetningu er bætt við

Til að ná til gesta er mikilvægt að gefa upp nákvæmt heimilisfang.
Airbnb skrifaði þann 5. maí 2021
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Staðsetning eignarinnar getur skipt sköpum upp á það að gera hvort gestir velji að gista hjá þér. Áður en gestir ganga frá bókun gætu þeir athugað hversu langt eignin er frá þeim stöðum sem þeir hyggjast skoða á ferðalagi sínu.

Sem gestgjafi hefur þú val um hvort þú gefur upp almenna eða nákvæma staðsetningu á kortinu sem birtist í leitarniðurstöðum. Í öllum tilvikum fá gestir þó aðeins uppgefið götuheiti eftir að bókun þeirra hefur verið staðfest.

Hvernig staðsetningu er bætt við

1. Sláðu inn götuheitið. Byrjaðu á því að slá það inn og þegar rétta heimilisfangið birtist velur þú það.

2. Staðfestu heimilisfangið. Bættu við ítarupplýsingum ef þess þarf eins og íbúðar- eða herbergisnúmeri.

3. Gættu þess að pinninn sé á réttum stað. Sé pinninn ekki á réttum stað skaltu færa kortið til þar til hann bendir á réttan stað.

4. Veldu kort. Kort sem sýnir almenna staðsetningu eignarinnar birtist við skráningarsíðuna þína nema að þú notir víxlrofann til að sýna nákvæma staðsetningu.

  • Almenn staðsetning: Kortið af eigninni þinni sýnir svæðið í kringum hana, innan við 1 km (hálfri mílu) frá götuheitinu.
  • Nákvæm staðsetning: Kortið af eigninni þinni sýnir pinna á næstu þvergötu en ekki nákvæma staðsetningu.
Svona er almenn staðsetning (til vinstri) og nákvæm staðsetning (til hægri) kortlögð í leitarniðurstöðum á Airbnb.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða átt í vandræðum getur þú haft samband við okkur og við verðum þér innan handar.
Information contained in this article may have changed since publication.
Airbnb
5. maí 2021
Kom þetta að gagni?