Samfélagsreglur
Leiðbeiningar fyrir gesti með aðgengisþarfir
Leiðbeiningar fyrir gesti með aðgengisþarfir
Við tökum á móti og styðjum við fólk með aðgengisþarfir. Fólk ætti að geta treyst því að gestgjafar þeirra veiti nákvæmar upplýsingar um eiginleika sem tengjast aðgengi og séu kurteisir í samtölum þeirra. Eftirfarandi viðmiðunarreglur varðandi þjónustudýr eiga einnig við um dýr sem veita andlegan stuðning í Kaliforníu, New York og lögsagnarumdæmum þar sem þess er krafist að gestgjafar taki á móti dýrum sem veita andlegan stuðning.
Það sem við leyfum
- Undanþágur vegna heilsu og öryggis gestgjafa fyrir þjónustudýr: Ef gestgjafi getur ekki tekið á móti þjónustudýrum vegna þess að dýrið myndi vera bein ógn við heilsu og öryggi íbúa á heimilinu getur gestgjafinn fengið undanþágu ef hann lætur okkur vita með fyrirvara.
- Beiðnir um að fjarlægja þjónustudýr sem umsjónaraðili hefur ekki stjórn á: Gestgjafar geta farið fram á að dýrið verði fjarlægt ef gesturinn hefur ekki stjórn á því meðan á dvölinni stendur. Ef dýrið er til dæmis skilið eftir án eftirlits meðan á bókun stendur án leyfis gestgjafans.
Það sem við leyfum ekki
- Að hafna bókun vegna aðgengisþarfa gests: Gestgjafi má ekki koma öðruvísi fram við gesti vegna aðgengisþarfa þeirra. Ef engin samþykkt undanþága er til staðar mega gestgjafar ekki hafna, afbóka eða breyta bókun vegna þess að gestur er með þjónustudýr.
- Að bæta gjöldum við vegna aðgengisþarfa gests: Gestgjafar mega ekki innheimta viðbótargjald fyrir þjónustudýr. Kynntu þér aðgengisstefnu okkar og áttaðu þig á því að þjónustudýr eru frábrugðin gæludýrum.
- Að hafna sanngjörnum beiðnum frá gestum varðandi aðgengisþarfir: Gestgjafar ættu að samþykkja beiðnir er varða sanngjarnar aðgengisþarfir. Til dæmis er sanngjarnt er að biðja gestgjafa um að færa sófann frá dyrunum svo að gestur í hjólastól geti farið þægilega inn í stofuna (að því gefnu að það sé pláss til að færa sófann og að gestgjafinn geti fært sófann). Hins vegar er ekki sanngjarnt að biðja gestgjafa um að stækka dyragættina á heimili sínu til að koma hjólastól í gegnum hana. Kynntu þér aðgengisstefnu okkar til að fá frekari upplýsingar um sanngjarna gistiaðstöðu.
- Misrétti: Ef engin samþykkt undanþága er til staðar ættu gestgjafar að beita sömu meðferð, reglum og hegðun gagnvart öllum gestum óháð aðgengisþörfum þeirra.
- Niðrandi orðræða: Enginn, hvorki gestur né gestgjafi, ætti að verða fyrir orðræðu sem misbýður viðkomandi vegna fötlunar, eins og niðrandi tali um þá þjónustu sem þjónustudýr hans eða hjálpartæki veitir eða annað orðalag sem hefur mismunun í för með sér.
- Rangar staðhæfingar varðandi aðgengiseiginleika: Skráningar verða að innihalda nákvæmar upplýsingar um þá aðgengiseiginleika sem eru í boði í eigninni og í kringum hana. Gestgjafar ættu að vera hreinskilnir og ræða ítaratriði sem tengjast aðgengi í skilaboðaþræðinum við gesti með þekktar aðgengisþarfir.
Við erum þér innan handar
Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.
Var þessi grein gagnleg?
Greinar um tengt efni
- Gestur
Hættuleg dýr
Reglur fyrir gestgjafa sem eru með hættuleg dýr. Skuldbinding Airbnb um samkennd og aðgengi fyrir fatlaða
Kynntu þér hvernig við auðveldum fötluðu fólki og öðrum með aðgengisþarfir að ferðast með Airbnb og því sem við erum að gera til að gera síð…- Gestur
Aðgengisstefna
Samfélagið okkar byggir á því að sýna öllu fólki virðingu og samkennd og í því felst líka að taka vel á móti og styðja við fólk með fötlun. …