Stökkva beint að efni
Stökkva að meginmáli hjálpar

Skilmálar lægri fyrirframgreiðslu

Síðast uppfært: 12. desember 2018

Með því að bóka og velja að greiða lægri fyrirframgreiðslu („Eiginleikinn lægri fyrirframgreiðsla“ eða „Eiginleikinn“) samþykkir þú þjónustuskilmála fyrir lægri fyrirframgreiðslu („Skilmálar lægri fyrirframgreiðslu“) sem breyta þjónustuskilmálum Airbnb („Skilmálar Airbnb“) og greiðsluskilmálum („Greiðsluskilmálar“) og taka gildi þann dag sem þú bókar og notar Eiginleikann fyrir lægri fyrirframgreiðslu.

Öll hugtök með hástöfum sem ekki eru skilgreint bera merkingu sem finna má í Skilmálum Airbnb og Greiðsluskilmálum. Ef skilmálar Airbnb eða greiðsluskilmálar og skilmálar lægri fyrirframgreiðslu stangast á gilda skilmálar lægri fyrirframgreiðslu.

Eiginleikinn lægri fyrirframgreiðsla gerir gestum kleift að greiða hluta bókunargjalda við bókun og eftirstöðvarnar síða en áður en innritun fer fram. Eiginleiki lægri fyrirframgreiðslu stendur gestum til boða með gjaldgengar bókanir þegar greitt er með ákveðnum greiðslumátum. Ef bókunin þín uppfyllir skilyrði eiginleika lægri fyrirframgreiðslu mun vefsetur Airbnb, app eða þjónusta (einu nafni nefnd „verkvangur Airbnb“) láta þig vita við greiðslu.

Ef þú velur að bóka með eiginleikanum lægri fyrirframgreiðsla mun verkvangur Airbnb láta þig vita af upphæðinni og skipuleggja hvenær hún kemur til gjalda. Þegar komið er að annarri greiðslu skuldfærir Airbnb Payments hana sjálfkrafa með upphaflega greiðslumátanum sem þú notaðir til að ganga frá bókuninni. Ekki er hægt að nota gjafakort eða inneignir við aðra greiðslu. Ef gjafakort eða inneign er notuð við upphaflega bókun með lægri fyrirframgreiðslu mun Airbnb aðeins skuldfæra gjafakortið eða inneignina upp að fyrstu upphæðinni sem skal greiðast.

Ef þú gerir breytingu á bókun með eiginleikanum færðu tilkynningu um breytta greiðsluáætlun, eins og við á, á verkvangi Airbnb. Ef breytingin verður til þess að heildarkostnaðurinn hækkar má vera að þú þurfir að greiða hluta af nýja heildarkostnaðinum á þeim tíma sem breytingin er gerð.

Þú heimilar Airbnb Payments að innheimta frá þér allar greiðslur sem koma til gjalda samkvæmt þessum skilmálum lægri fyrirframgreiðslu með því að skuldfæra greiðslumátann sem var notaður til að ganga frá bókuninni eða með öðrum leiðum sem heimilt er að nota samkvæmt greiðsluskilmálunum. Ef þú velur eiginleikann lægri fyrirframgreiðsla samþykkir þú að þú getir ekki greitt fyrir bókunina með öðrum greiðslumáta eða samkvæmt annarri greiðsluáætlun.

Ef Airbnb Payments tekst ekki að innheimta greiðslu samkvæmt þessum skilmálum lægri fyrirframgreiðslu heimilar þú Airbnb að falla frá bókuninni fyrir þína hönd. Ef bókunin er felld niður færðu endurgreiðslu samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans. Þú staðfestir að þú gætir þurft að standa straum af afbókunargjöldum samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans.

Þú þarft ekki að greiða nein viðbótargjöld fyrir það að nýta eiginleikann lægri fyrirframgreiðsla.