Traust og öryggi

Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur

Til þess að skapa heim þar sem allir geta sannarlega átt heima verðum við að byggja á traustum grunni. Okkur er því brýn þörf á að safna og birta viðmiðin sem alþjóðasamfélagið okkar byggir á eftir því sem Airbnb verður stærra til að sýna bæði gildin okkar og til að móta hegðun

Þetta er lifandi skjal í stöðugri endurskoðun á grundvelli upplýsinga um það sem best má gera í samfélagi Airbnb. Þessi fimm viðmið eru kjarninn í því sem við höfum lært af ykkur hingað til og við vinnum stöðugt að því að tryggja að þeim sé framfylgt.

Öryggi

Upplifun þín af Airbnb hefst um leið og þú opnar þig ævintýrum. Það gerist einungis ef þú treystir samfélaginu og finnur til öryggis. Við gerum því kröfu um að þú stofnir hvorki öðrum í hættu né ógnir þeim.

Að skaða sig eða aðra

Þú mátt ekki ógna öðrum með ofbeldi, beita kynferðislegu ofbeldi, áreitni eða misnotkun, vera gerandi í heimilisofbeldi, ræna, stunda mansal, beita öðru ofbeldi eða halda neinum gegn vilja sínum. Meðlimir í hættulegum samtökum, þ.á m. hryðjuverkasamtökum, skipulögðum glæpasamtökum og hópum um kynþáttafordóma, eru ekki velkomnir í þessu samfélagi. Airbnb hefur skuldbundið sig til að vinna með löggæsluyfirvöldum eins og við á og bregst við gildum beiðnum löggæsluyfirvalda.

Við hjálpum fólki sem er í hættu statt og lítum sjálfsmorð, sjálfssköðun, átröskun og misnotkun sterkra eiturlyfja mjög alvarlegum augum.

Að ógna öðrum

Þú mátt ekki gefa til kynna að þú ætlir að vinna neinum tjón hvort sem er með orðum einum eða líkamlegum tilburðum. Við lítum ógn um sjálfssköddun einnig jafn alvarlegum augum og ef um sjálfssköddun er að ræða. Við munum grípa inn í ef okkur verður kunnugt um ógnun.

Að skapa hættuástand

Þú mátt ekki vera með óvarin vopn, hluti sem valda smithættu eða hættuleg dýr í húsnæðinu og mátt ekki skapa hættur sem auka líkur á eldsvoða eða hindra flóttaleiðir um neyðarútganga.

Vernd

Samfélagsmeðlimir okkar á Airbnb deila heimilum sínum, hverfum og reynslu. Þú ættir alltaf að geta treyst því að þú munir finna til öryggis, hvort sem þú ert gestgjafi sem opnar heimilið þitt eða gestur sem nýtur gestrisni. Þú förum fram á að þú virðir eignir annarra, upplýsingar og persónulega muni.

Þjófnaður, fjárkúgun og spellvirki

Þú mátt ekki taka eigur sem þú átt ekki, nota eigur annarra í heimildarleysi, afrita lykla annarra eða persónuskilríki, skemma eigur annarra, taka þér bólfestu í húsnæði eftir að gistingu lýkur, hóta einhverjum slæmri einkunnagjöf, öðru tjóni eða skaða til að hljóta í staðinn bætur eða annan ávinning.

Ruslpóstur, veiðipóstur eða svik

Þú mátt ekki eiga í viðskiptum fyrir utan greiðslukerfi Airbnb, taka þátt í svikum vegna bókana, kreditkorta eða peningaþvættis, hvetja fólk til að skoða aðrar síður eða markaðssetja ótengdar vörur, víkja greiðslum til annarra af leið, misnota tilvísunarkerfið okkar eða gera rangar kröfur á aðra samfélagsmeðlimi.

Brot á friðhelgi einkalífsins og hugverkaréttindum annarra

Þú ættir ekki að njósna um annað fólk. Myndavélar eru ekki leyfðar á skráningunni þinni nema upplýsingar eru veittar um þær fyrirfram og þær eru sýnilegar. Þær eru aldrei leyfilegar í einkarými (t.d. á baðherbergjum eða í svefnaðstöðu). Þú ættir ekki að fara inn á aðgang annarra án leyfis eða brjóta gegn friðhelgi, höfundarrétti eða vörumerkjarétti annarra.

Sanngirni

Alþjóðasamfélag Airbnb er eins fjölbreytt, einstakt og líflegt og heimurinn sjálfur. Sanngirni bindur okkur saman, gerir okkur kleift að treysta hvort öðru og tengjast innan samfélagshópa og sýnir okkur að við getum sannarlega átt heima.

Mismunun og hatursræða

Þér ber að sýna öllum virðingu í öllum samskiptum. Þér ber því að fara að gildandi lögum í hvívetna og mismuna ekki fólki vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar/lífsskoðunar, kynhneigðar, kyns, kyngervislegrar sjálfsmyndar, fötlunar eða alvarlegra sjúkdóma. Eins er óheimilt að misbjóða fólki vegna þessa.

Að kúga og kvelja aðra

Þú mátt ekki dreifa persónuupplýsingum til að smána aðra eða kúga út úr þeim fé, sýna öðrum óvelkomna hegðun, rægja fólk eða brjóta gegn viðmiðum okkar um umsagnir og annað efni.

Að valda nágrönnum truflun

Þú mátt ekki valda ónæði í sameiginlegu rými, láta eins og nágrannar vinni við móttöku, vera til vandræða fyrir fólkið í kringum þig eða bregðast því ítrekað að taka á vandamálum sem nágrannar þínir eða samfélag nefna.

Ósvikni

Upplifun af Airbnb á að einkennast af ánægjulegum augnablikum og óvæntum ævintýrum. Ósvikni er ómissandi af því að samfélagið okkar byggir á trausti. Samfélagið krefst þess að við gætum jafnvægis í sameiginlegum væntingum okkar, séum heiðarleg í samskiptum og greinum rétt frá einstökum atriðum.

Villandi upplýsingar um þig

Þú mátt ekki gefa upp rangt nafn eða fæðingardag og -ár, nota gistiaðstöðu til viðskipta án samþykkis gestgjafa, halda viðburði eða veislur án samþykkis gestgjafa, vera með marga aðganga eða stofna aðgang ef þú ert yngri en 18 ára.

Villandi upplýsingar um rýmin þín

Þér ber að greina réttilega frá heimilisfanginu hjá þér og framboði, þú mátt ekki villa um fyrir fólki varðandi tegund, eðli og aðrar upplýsingar um eignina þína og þú mátt ekki skipta út eignum, setja inn uppgerðar eða sviksamlegar skráningar, skilja eftir ósannar umsagnir, vera villandi í verðlagningu eða vanrækja að greina frá hættum og vandamálum með íbúðarhæfni.

Upplifun sem er einungis viðskiptalegs eðlis

Airbnb byrjaði sem leið fyrir fólk til að deila heimilum sínum. Við gerum enn ráð fyrir því að sérhver skráning sé ekki aðeins gerð í viðskiptalegum tilgangi heldur til að bjóða stað þar sem aðrir geta átt heima þrátt fyrir að Airbnb hafi vaxið mikið og að fólk deili nú heimilum sínum víðar um heim en áður.

Áreiðanleiki

Upplifun allra af Airbnb er einstök og hvert smáatriði á aðeins við eitt heimili, hverfi eða gestgjafa. Við verðum að geta treyst því að allir séu áreiðanlegir hvort sem það á við um að bregðast hratt við, ástand heimils eða væntingar okkar vegna þess að samfélagið okkar byggir ákvarðanir á þessum atriðum.

Óíbúðarhæfar eignir í boði

Eignin þín þarf að vera nægilega hrein, vatn og rafmagn þarf að vera til staðar (nema annað hafi verið tilgreint) og það verður að vera hægt að gista í eigninni (ekki t.d. útilegubúnaður) og hún þarf að vera á föstum stað (ekki t.d. bátur á ferð).

Ekki staðið við skuldbindingar

Þú mátt ekki hætta við síðar en fresturinn í afbókunarreglu eignarinnar segir til um án þess að eiga þér gildar málsbætur. Þú mátt ekki heldur koma í veg fyrir innritun, sleppa greiðslu eða brjóta húsreglur gestgjafans.

Skortur á viðbrögðum

Þú mátt ekki vera með gegnumgangandi lága stjörnugjöf (fyrir allt), bregðast seint við bókunarbeiðnum eða meðan á gistingu stendur, bjóða engan tengilið vegna gistingar eða neita að taka þátt í úrlausnarferlinu okkar.