Hafðu tekjur af því að vera gestgjafi á Airbnb

Athugaðu tekjumöguleikana

Hafðu tekjur af því að vera gestgjafi á Airbnb

Athugaðu tekjumöguleikana

Af hverju að vera gestgjafi á Airbnb?

Airbnb gerir þér auðvelt að taka á móti gestum óháð því hvernig heimili eða herbergi þú hefur upp á að bjóða. Þú ræður algerlega framboðinu hjá þér, verði, húsreglum og hvernig samskiptum við gesti er háttað.

Við stöndum með þér

Til að tryggja öryggi þitt, heimilisins þíns og muna tryggjum við allar bókanir fyrir eignatjóni upp að 1 milljón Bandaríkjadala og slys upp að 1 milljón Bandaríkjadala.

Gestaumsjón í 3 skrefum

Skráðu eignina þína endurgjaldslaust

Bjóddu hvaða eign sem þú vilt án kostnaðar við skráningu hvort sem það er sameiginleg stofa, annað heimil eða eitthvað þar á milli.

Ákveddu hvernig þú vilt taka á móti gestum

Stýrðu dagskránni, verðum og kröfum til gesta. Við erum þér alltaf innan handar.

Bjóddu fyrsta gestinn velkominn

Þegar þú hefur birt skráninguna þína geta gjaldgengir gestir haft samband. Þú getur sent þeim spurningar áður en gistingin hefst.

Gestgjafaábyrgðin varð til þess að ég skráði mig á Airbnb af því að ef tjón eða vandamál kemur upp þá hef ég eitthvað til að grípa til.

Dennis er gestgjafi í London af því hvað það veitir honum mikinn sveigjanleika

Lærðu af öðrum gestgjöfum
Gestgjafaábyrgðin varð til þess að ég skráði mig á Airbnb af því að ef tjón eða vandamál kemur upp þá hef ég eitthvað til að grípa til.

Dennis er gestgjafi í London af því hvað það veitir honum mikinn sveigjanleika

Lærðu af öðrum gestgjöfum

Þú ert undir okkar verndarvæng

Við vitum að það skiptir mestu máli að treysta fólki sem gistir heima hjá þér. Með Airbnb getur þú sett ströng skilyrði fyrir bókunum og kynnst gestum áður en þeir gista. En ef eitthvað kemur samt upp á stöndum við þér að baki. Gestgjafaábyrgð okkar veitir vernd gegn eignatjóni og gestgjafatryggingin veitir bótaábyrgð. Við styðjum við gestgjafa í öllu ferlinu.

Hægt að fara fram á opinber skilríki fyrir bókun
Húsreglur sem gestir þurfa að samþykkja
Tækifæri til að lesa umsagnir vegna fyrri ferða
Innifalin vernd gegn eignatjóni upp að USD 1 milljón
Innifalin ábyrgðartrygging upp að USD 1 milljón
Þjónustuverið opið allan sólarhringinn um allan heim

Einfaldar greiðslur

Leggðu það á sem þú vilt

Þú ræður ávallt verðinu hjá þér. Þarftu aðstoð? Við erum með tólin sem hjálpa þér að mæta eftirspurn á svæðinu.

Greiddu lág gjöld

Það kostar ekkert að skrá sig. Airbnb tekur almennt flata 3% þóknun fyrir hverja bókun af gestgjöfum en það er með því lægsta sem þekkist í þessum geira.

Fáðu greitt hratt

Þegar gestur hefur innritað sig getum við greitt þér með PayPal, millifærslu eða öðrum leiðum.

Að vera gestgjafi hjálpaði mér að borga fyrir nýtt eldhús og aðrar endurbætur.

Tessa hefur aukatekjur sem gestgjafi í London

Lærðu af öðrum gestgjöfum
Að vera gestgjafi hjálpaði mér að borga fyrir nýtt eldhús og aðrar endurbætur.

Tessa hefur aukatekjur sem gestgjafi í London

Lærðu af öðrum gestgjöfum

Um Airbnb

Hvað er Airbnb?

Airbnb hjálpar fólki að finna gistingu og dægrastyttingu um allan heim. Gestgjafar eru undirstaða samfélagsins en þeir gera gestum kleift að búa eins og heimafólk á hverjum stað.

Hvað eru gestgjafar?

Ef þú ert með aukaherbergi, heilt heimili eða sérfræðiþekkingu getur þú aflað tekna með því að deila þessu með fólki alls staðar að. Þú getur boðið heimilið þitt, afþreyingu eða hvort tveggja. Þú ræður því hvenær þú færð gesti.

Algengar spurningar

Hver getur verið gestgjafi á Airbnb?

Á flestum stöðum er auðvelt að verða gestgjafi á Airbnb og það kostar aldrei neitt að skrá eign. Meðal eigna sem gestgjafar hafa skráð á Airbnb má finna fullbúnar íbúðir og heimili, sérherbergi, trjáhús og kastala.

Frekari upplýsingar um væntingar til gestgjafa má finna í samfélagsviðmiðum Airbnb sem snúa að öryggi, áreiðanleika og gestrisni og gagnast gestgjöfum til að fá framúrskarandi umsagnir gesta.

Hvers er krafist af gestum áður en þeir bóka?

Við biðjum alla notendur Airbnb um grunnupplýsingar áður en farið er í ferð með okkur. Gestir þurfa að hafa fyllt allar þessar upplýsingar út áður en hægt er að senda bókunarbeiðni. Þessar upplýsingar hjálpa þér að vita við hverju þú mátt búast og hvernig þú hefur samband við gestinn.

Meðal krafna Airbnb til gesta eru: • Fullt nafn • Netfang • Staðfest símanúmer • Kynningarskilaboð • Samþykki á húsreglunum þínum • Greiðsluupplýsingar

Gert er ráð fyrir því að gestir séu með notandamynd en það er ekki skylda. Þú getur einnig farið fram á að gestur framvísi skilríkjum áður en hann bókar hjá þér.

Hvað kostar að skrá eignina mína?

Það kostar ekkert að stofna aðgang og skrá heimili á Airbnb.

Þegar bókað er hjá þér innheimtum við þjónustugjald Airbnb af gestum (yfirleitt 3%) til að standa straum af rekstrinum.

Hvaða verndar nýt ég gegn eignatjóni?

Gestgjafaábyrgð Airbnb veitir gestgjafa vernd upp á allt að USD 1.000.000 vegna skemmda á ákveðnum eignum í þeim sjaldgæfu tilvikum að tjón af völdum gesta sé hærra en tryggingarfé eða ef ekkert tryggingarfé er til staðar.

Gestgjafaábyrgðin nær ekki til reiðufjár og verðbréfa, safnmuna, sjaldgæfra listaverka, skartgripa, gæludýra eða persónulegrar ábyrgðar. Við mælum með því að gestgjafar komi slíkum verðmætum í örugga geymslu þegar eignir eru í útleigu. Áætlunin nær ekki heldur til skemmda eða eignatjóns vegna eðlilegs slits.

Frekari upplýsingar um gestgjafaábyrgðina eru á http://airbnb.com/guarantee

Hvernig ætti ég að velja verðið fyrir eignina mína?

Verðið sem þú setur á eignina þína er alfarið undir þér komið. Þegar þú ákveður þig getur þú leitað að álíka skráningum í borginni þinni eða hverfinu til þess að fá hugmynd um markaðsverð. Viðbótargjöld > - Ræstingagjald: Þú getur annaðhvort fellt ræstingagjaldið inn í verð fyrir hverja nótt eða bætt því við í verðstillingunum hjá þér. > - Önnur gjöld: Til þess að leggja önnur gjöld ofan á verðið (svo sem gjald vegna innritunar seint eða vegna gæludýra) verður þú að hafa greint frá þeim áður en gesturinn gengur frá bókun og nota svo úrlausnarmiðstöðina til að óska eftir greiðslu vegna þessara viðbótargjalda með öruggum hætti.

Hvernig getur Airbnb hjálpað mér við verðlagningu?

Með snjallverðum Airbnb getur þú látið verðin hjá þér hækka og lækka sjálfkrafa í takt við breytingar á eftirspurn eftir eignum eins og þinni.

Þú berð alltaf ábyrgð á verðinu hjá þér og snjallverð fer því eftir stillingunum sem þú velur. Þú getur auk þess alltaf breytt gistináttaverðinu.

Snjallverð eru byggð á tegund og staðsetningu eignarinnar, árstíð, eftirspurn og öðrum atriðum (eins og viðburðum á staðnum).

Viltu byrja að fá tekjur?