FJÁRMÁL

Hvernig þú aflar tekna á Airbnb

Á Airbnb er þægilegt greiðslukerfi með lágum kostnaði og þú ræður því hvað þú tekur fyrir.

Á Airbnb er þægilegt greiðslukerfi með lágum kostnaði og þú ræður því hvað þú tekur fyrir.

Athugaðu tekjumöguleikana

Einfaldar og hnökralausar greiðslur

Fáðu greitt eins og þér hentar með PayPal, millifærslu eða öðrum leiðum sem bjóðast þar sem þú ert.

Fáðu greitt eins og þér hentar með PayPal, millifærslu eða öðrum leiðum sem bjóðast þar sem þú ert.

Skráðu eignina þína endurgjaldslaust

Þú getur auglýst heimili þitt til milljóna ferðamanna skuldbindingalaust; það er hvorki skráningarkostnaðar né aðildargjöld.

Fáðu bókun

Airbnb innheimtir kostnaðinn hjá gestum áður en þeir mæta svo að þú færð alltaf greitt á réttum tíma. Þú þarft aldrei að höndla peninga.

Fáðu greitt eftir innritun

Airbnb greiðir þér almennt um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests svo að innritunin gangi örugglega vel fyrir sig.

Hvernig eru gjöld hjá okkur samanborið við aðra?
Airbnb
Homeaway
Booking.com
Þjónustugjöld gestgjafa (fyrir hverja bókun)
3-5%
5%
15-20%
Skráning eigna kostar aldrei neitt
Engin umsýslugjöld vegna kreditkorta
Innifalin vernd gegn eignatjóni upp að USD 1 milljón
Síðast uppfært í júní 2018
Við getum lagt aðeins til hliðar í eftirlaunasparnað og til að borga nám barnanna okkar.
Við getum lagt aðeins til hliðar í eftirlaunasparnað og til að borga nám barnanna okkar.

JB og Ramona gerðust gestgjafar í Boston til að spara fyrir efri árin.

JB og Ramona gerðust gestgjafar í Boston til að spara fyrir efri árin.

Lærðu af öðrum gestgjöfum
Við getum lagt aðeins til hliðar í eftirlaunasparnað og til að borga nám barnanna okkar.
Við getum lagt aðeins til hliðar í eftirlaunasparnað og til að borga nám barnanna okkar.

JB og Ramona gerðust gestgjafar í Boston til að spara fyrir efri árin.

JB og Ramona gerðust gestgjafar í Boston til að spara fyrir efri árin.

Lærðu af öðrum gestgjöfum

Frábært verð allar nætur

Áreiðanleg ráð um verðlag

Þú ræður því alltaf hvað þú tekur fyrir eignina þína.

Ef þú vilt fá aðstoð útvegum við tól sem jafna verðið við eftirspurn svo að verð hverja nótt sé örugglega frábært.

Áreiðanleg ráð um verðlag

Þú ræður því alltaf hvað þú tekur fyrir eignina þína.

Ef þú vilt fá aðstoð útvegum við tól sem jafna verðið við eftirspurn svo að verð hverja nótt sé örugglega frábært.

Viðbótargreiðsla fyrir þjónustu

Þú getur lagt viðbótargjöld á bókanir í upphafi fyrir atriði eins og aukagesti eða þrif á húsnæði.

Ef þú vilt svo bjóða aðra þjónustu eins og að leigja búnað eða bjóða ferðir geta gestir greitt þér með appinu eftir að þeir bóka hjá þér.

Akkurat eins og þér hentar

Þú getur sérsniðið verð eftir árstíð, fyrir helgar og tilteknar nætur þegar þú vilt breyta verðinu.

Þú getur einnig boðið gestum sem gista lengur viku- eða mánaðarafslátt.

Svör við spurningum þínum

Hvað kostar að skrá eignina mína?

Það kostar ekkert að stofna aðgang og skrá heimili á Airbnb.

Þegar bókað er hjá þér innheimtum við þjónustugjald Airbnb af gestum (yfirleitt 3%) til að standa straum af rekstrinum.

Hvernig kemst ég að því hvað ég fæ mikið greitt?

Útborgun til þín er verð á nótt hjá þér að frádregnu þjónustugjaldi gestgjafa sem er almennt 3%.

Gestir greiða þjónustugjald til Airbnb auk kostnaðar fyrir eignina þína og því er heildarverðið sem er birt gestum hærra en útborgun til þín.

Hér eru nokkur atriði sem geta haft áhrif á útborgunina:

Viku- eða mánaðarafslættir hjá þér sem geta átt við um bókunina Helgarverð eða sérsniðið verð sem getur átt við um bókunina Virðisaukaskattur (VSK) getur verið lagður á þjónustugjald Airbnb eftir því sem við á

Hvernig getur Airbnb hjálpað mér við verðlagningu?

Með snjallverðum Airbnb getur þú látið verðin hjá þér hækka og lækka sjálfkrafa í takt við breytingar á eftirspurn eftir eignum eins og þinni.

Þú berð alltaf ábyrgð á verðinu hjá þér og snjallverð fer því eftir stillingunum sem þú velur. Þú getur auk þess alltaf breytt gistináttaverðinu.

Snjallverð eru byggð á tegund og staðsetningu eignarinnar, árstíð, eftirspurn og öðrum atriðum (eins og viðburðum á staðnum).

Hvenær má ég reikna með að hafa fengið greitt?

Airbnb greiðir þér almennt út um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Útborgunarmátinn sem þú velur ræður því hve langur tími líður áður en greiðslan er komin inn á reikninginn hjá þér.

Ef gesturinn gistir í 28 nætur eða lengur millifærir Airbnb vanalega útborgun fyrir fyrsta mánuðinn 24 klst. eftir áætlaða innritun gestsins. Aðrar útborgunir vegna sömu bókunar eru millifærðar mánaðarlega.

Ef þú ert nýr gestgjafi getur verið að við höldum útborgunum til þín eftir í 30 daga eftir að fyrsta bókunin er staðfest. Ef fyrsta bókunin á að hefjast eftir meira en 30 daga færðu útborgunina millifærða sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gestsins. Þetta mun gilda um allar áformaðar greiðslur á þessu 30 daga tímabili.

Hvernig ætti ég að velja verðið fyrir eignina mína?

Verðið sem þú setur á eignina þína er alfarið undir þér komið. Þegar þú ákveður þig getur þú leitað að álíka skráningum í borginni þinni eða hverfinu til þess að fá hugmynd um markaðsverð.

Viðbótargjöld • Ræstingagjald: Þú getur annaðhvort verið með ræstingagjald innifalið í gistináttaverði eða bætt við ræstingagjaldi í verðstillingunum þínum. • Önnur gjöld: Til þess að leggja önnur gjöld ofan á verðið (svo sem gjald vegna innritunar seint eða vegna gæludýra) verður þú að hafa greint frá þeim áður en gesturinn gengur frá bókun og nota svo úrlausnarmiðstöðina til að óska eftir öruggri greiðslu á þessum viðbótargjöldum.

Hvað þurfa gestgjafar að hafa í huga varðandi skatta?

Þú ættir að athuga hjá stjórnvöldum á staðnum hvort þú þurfir að innheimta skatt af gestum eða ekki. Gestgjafar sem komast að þeirri niðurstöðu að þeir þurfi að innheimta skatt geta annaðhvort bætt honum við með sértilboði þegar gestir bóka eða beðið gestina sína um að greiða hann á staðnum. Óháð því hvaða leið er valin er mikilvægt að gestir fáir nákvæmar upplýsingar um greiðsluna áður en bókun er gerð. Ef þú ákveður að innheimta skatt ofan á gistikostnaðinn fyrir eignina ætti einungis að innheimta hann við komu. Við getum ekki aðstoðað við innheimtuna eða tryggt að hún gangi. Gestgjöfum hjá Airbnb stendur sums staðar til að boða að nýta sér þjónustu fyrir innheimtu og skil vegna gistináttaskattsins. Gestgjafar ættu ekki að innheimta gistináttaskattinn sér í þeim umdæmum. Auk þess getur sums staðar þurft að greiða virðisaukaskatt (VSK). Frekari upplýsingar um VSK

Viltu byrja að fá tekjur?

Viltu byrja að fá tekjur?