SÖGUR GESTGJAFA

Hvernig gestgjafi Dennis er

Dennis er gestgjafi í London af því hvað það veitir honum mikinn sveigjanleika

Hvað varð til þess að þú gerðist gestgjafi?

Ég var með versta leigjanda sem hugsast getur. Vænsti strákur en algjör martröð að búa með honum. Þegar hann var fluttur út mælti góður vinur minn með Airbnb og ég ákvað að grípa tækifærið.

Hvaða áhyggjur hafðir þú áður en þú gerðist gestgjafi?

Ég man alltaf hvernig ég hugsaði: „Hvað er ég að gera, ég gæti hafa boðið axarmorðinga að gista á heimilinu“ kvöldið fyrir komu fyrsta gestsins. Hann var yndislegur maður frá Boston sem mætti með hækjur. Þetta var góð áminning um að gleyma því aldrei að eltast við draumana.

Hvernig undirbýrðu þig svo að gestir njóti þess örugglega að koma á staðinn?

Ég gef eins miklar upplýsingar um hverfið og ég get, passa að allt sé hreint og snyrtilegt, gæti þess að litlu atriðin séu í lagi, eins og hvort það sé nægur salernispappír, af því að það kemur mér æ á óvart hvað þetta veldur mörgum gestum skelfingu.

Hefur gestgjafahlutverkið haft áhrif á lífstíl þinn?

Ekkert of mikið af því að ég aðlaga Airbnb eins og ég get að því hvernig ég lifi lífinu og þegar ég þarf tíma út af fyrir mig get ég alltaf lokað á gesti í dagatalinu á Airbnb.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera gestgjafi?

Þegar gestir bjóða mér út að borða.

Skiptir gestgjafaábyrgðin þig miklu máli?

Ekki spurning. Hún var ein ástæða þess að ég byrjaði á Airbnb af því að ef tjón verður eða vandamál kemur upp þá hef ég eitthvað að grípa til. Ég á plakat af þekktum söngvara sem ég held mikið upp á. Það hefur sennilega fylgt mér í meira en 37 ár og mundi angra mig mikið ef það skemmdist. Þess vegna er traustvekjandi að vita af vernd gestgjafaábyrgðarinnar.

Hvað fyllti þig mestu stolti sem gestgjafi?

Þegar eignin mín var valin fyrir auglýsingu Airbnb. Vá!

Sögur annarra gestgjafa

Byrjaðu á því að skrá eignina þína