Nýttu þér verkfæri Airbnb fyrir samgestgjafa

Ákveddu hvernig þú vilt haga umsjón með skráningum, samskiptum og útborgunum.
Airbnb skrifaði þann 30. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 30. jan. 2024

Lykilatriði þess að ná árangri sem reyndur samgestgjafi er að ákveða hvernig þú og tiltekinn gestgjafi komið til með að deila með ykkur verkum.

Munt bæði þú og gestgjafinn senda gestum skilaboð eða mun það falla í hlut annars aðilans? Munt þú hafa umsjón með allri skráningunni og eiga aðeins í samskiptum við gestgjafann varðandi tiltekna þætti, svo sem endurgreiðslubeiðnir? Airbnb býður upp á tól til að einfalda samgestgjöfum umsjónina, hvernig sem málunum er háttað.

Uppsetning aðgangsheimilda samgestgjafa

Þegar gestgjafi býður þér að gerast samgestgjafi tiltekinnar skráningar þarf viðkomandi að tilgreina aðgangsheimild þína. Valkostirnir eru meðal annars:

  • Full aðgangsheimild
  • Dagatals- og innhólfsheimild
  • Dagatalsheimild

Með fullri aðgangsheimild getur þú:

  • Útbúið nýja skráningu
  • Sent gestum skilaboð og fengið tilkynningar
  • Uppfært dagatalið
  • Skoðað færsluskrána
  • Haft umsjón með skráningu, þar á meðal verði og öðrum þáttum
  • Haft umsjón með bókunum, meðal annars samþykkt og hafnað ferðabeiðnum, séð um afbókanir og beiðnir í úrlausnarmiðstöðinni
  • Lagt fram endurgreiðslubeiðni
  • Tekið út eða bætt við öðrum samgestgjöfum, breytt aðgangsheimildum og úthlutað þér eða öðrum samgestgjafa stöðu aðalgestgjafa skráningarinnar

Athugaðu að þótt þú hafir fulla aðgangsheimild getur þú ekki:

  • Sett upp eða breytt útborgunum til annarra samgestgjafa

  • Haft umsjón með endurgreiðslubeiðnum eftir að þær hafa verið lagðar fram

  • Skoðað eða breytt útborgunarmáta eða skattaupplýsingum skráningarhafans eða annarra samgestgjafa

Skilvirk samskipti

Það er góð hugmynd að gera áætlun ásamt viðkomandi gestgjafa til að það sé á hreinu hver sér um að svara skilaboðum gesta og önnur samskipti. Gestgjafar gætu kosið að þú sjáir um allt eða viljað skipta verkum ykkar á milli.

Ýmsir þættir samskipta sem vert er að hafa í huga geta verið:

  • Dagleg skilaboð, svör við spurningum og úrlausnir á málum sem geta komið upp

  • Svör við bókunarbeiðnum ef skráning býður ekki upp á hraðbókun

  • Stofnun endurgreiðslubeiðna (þó að skráningarhafar einir geti haft umsjón með þeim eftir að beiðni hefur verið lögð fram)

  • Að hafa samband við þjónustuverið til að fá aðstoð

  • Umsjón með öðrum samgestgjöfum

Sabrinu, reyndum samgestgjafa í Denver, Colorado, finnst best að einn aðili sjái um samskipti við gesti „þannig að þau fylgi alltaf sömu línu hvað varðar þætti eins og afslætti, endurgreiðslur og uppákomur hjá gestum,“ segir hún.

Vandamál geta komið upp sé ekki skýr áætlun til staðar. „Þegar tveir einstaklingar skipta með sér verkum af þessu tagi getur það valdið ruglingi,“ segir Dominic, reyndur samgestgjafi í Cornwall á Englandi. „Það er einmitt þannig sem hlutirnir gleymast, ræstitæknar eru ekki með á nótunum og annað þvíumlíkt.“

Nánar um hvernig útborganir ganga fyrir sig

Gestgjafar geta notað valfrjáls útborgunartól fyrir samgestgjafa til að deila prósentuhlutfalli eða fastri upphæð fyrir hverja bókun með þér á Airbnb. Gestgjafinn getur valið eina af fjórum útborgunarleiðum:

  • Deilt ræstingagjaldinu

  • Deilt ræstingagjaldinu ásamt prósentuhlutfalli af bókunarupphæðinni

  • Deilt prósentuhlutfalli af hverri útborgun

  • Deilt fastri upphæð fyrir hverja útborgun

Skráningarhafar einir geta sett upp útborganir. Ákveðnar takmarkanir gætu átt við eftir staðsetningu gestgjafa og samgestgjafa.

Þegar gestgjafi setur upp útborgunarleið til samgestgjafa hefur þú 14 daga til að staðfesta eða hafna henni. Yfirleitt ræðir þú og kemur þér saman við gestgjafa um útborgunarmáta og upphæð, áður en viðkomandi sendir beiðni sína, en hafnir þú útborgunartillögu þarf viðeigandi gestgjafi að senda þér nýja.

Þegar þú hefur samþykkt útborgunartillöguna munt þú fá greitt fyrir bókanir u.þ.b. sólarhring eftir innritun. Ef skráningarhafi gerir breytingu á fyrirliggjandi útborgunarstillingum gildir hún aðeins um bókanir sem hefjast eftir að þú staðfestir breytinguna.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
30. jan. 2024
Kom þetta að gagni?