Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Reglur og vernd til að vera áhyggjulaus gestgjafi

  Upplýsingar um stjórntæki gestgjafa, húsreglur, viðmið gesta og fleira.
  Höf: Airbnb, 20. okt. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. nóv. 2021

  Aðalatriði

  • Við útvegum mörg gagnleg tól til að stýra því hvenær og hvernig gestum er sinnt

  • Húsreglur eru frábær leið til að greina frá væntingum og við hjálpum ykkur að ítreka þær í bókunarferlinu

  • Við gætum einnig að viðmiðum gesta sé framfylgt og látum gestgjafa bera ábyrgð á samfélagsreglum okkar eins og reglum gegn mismunun

  Airbnb hefur gripið til ýmissa ráðstafana til ná til réttu gestanna fyrir eignir ykkar; og svo að þeir komi fram við ykkur og eignir ykkar af virðingu.

  Í ljósi síbreytilegra þarfa samfélagsins okkar erum við að bæta upplifun af gestum með því að gefa ykkur meiri stjórn á bókunum og meiri upplýsingar um gesti og að hjálpa ykkur að vernda fasteignir ykkar.

  Ákveddu hvað hentar þér

  Byrjaðu á því hve margir mega gista og hvaða plássi fólk hefur afnot af. Láttu gestina vita hvað hentar þér.

  Nokkrar af stillingunum sem þú ákveður eru:

  • Hvernig gestir bóka: Þú velur hvernig gestir bóka eignina þína. Annaðhvort með hraðbókun eða með handvirkri bókunarbeiðni.
  • Auðkenning: Gestir þurfa að gefa Airbnb upp fullt nafn sitt, fæðingardag og -ár, símanúmer, netfang og greiðsluupplýsingar fyrir bókun. Þú getur einnig krafist þess að gestir framvísi opinberum skilríkjum hjá Airbnb áður en gengið er frá bókun. Hvernig farið er fram á auðkenningu gesta
  • Bókunartímabil: Þú getur stjórnað því hve langt fram í tímann þú vilt samþykkja bókanir. Þú getur til dæmis ákveðið að loka fyrir dagsetningar 3, 6 eða 12 mánuði fram í tímann.
  • Fyrirvari: Þú ákveður hve langan tíma þú þarft til að undirbúa þig fyrir gesti. Til dæmis er hægt að loka fyrir bókanir samdægurs eða næsta dag.
  • Lengd ferðar: Þú getur stillt lágmarks- og hámarkslengd gistingar fyrir gestina þína í samræmi við lög á staðnum.

  Frekari upplýsingar um bókunarstillingar

  Húsreglur til að greina frá væntingum

  Hjálpaðu gestum að meta hvort eignin þín henti þeim áður en þeir bóka hana með því að greina frá væntingum þínum. Það á m.a. um það hvort ákveðnir hlutar eignarinnar séu utan marka eða hvort megi koma í heimsókn. Upplifun gesta getur orðið betri, og umsagnir jákvæðari, ef gestir vita aðeins við hverju þeir megi búast.

  Vegna mikilvægis húsreglna verða þær sýndar gestum betur fyrir nóvember 2020:

  • Mikilvægar húsreglur, eins og bann við reykingum eða gæludýrum, verða sýndar efst á skráningarsíðum svo að gestir sjái þær betur við leit.
  • Allar tilgreindar húsreglur, þ.m.t. mikilvægar upplýsingar um öryggi koma fram á skráningarsíðum.
  • Húsreglur verða sýndar aftur fram á staðfestingarsíðu bókunar til að tryggja betur að gestir þekki og samþykki þær áður en þeir ganga frá bókun.
  • Þær verða einnig sýndar aftur í staðfestingarpósti bókunar til að minna gesti á væntingar þínar fyrir komu.

  Hvernig húsreglurnar nýtast best

  Einnig má bæta mikilvægum öryggisupplýsingum við skráningar með því að svara nokkrum spurningum um öryggiseiginleika og þægindi. Sem dæmi um það hvort öryggismyndavélar séu á staðnum eða hvort þurfi að ganga upp tvær hæðir við innganginn. Þetta getur gagnast til að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur við innritun og orðið til þess að heildarupplifun gesta verði betri.

  Athugaðu: Húsreglur verða að vera í samræmi við reglur Airbnb og skilmála, þar á meðal þjónustuskilmála okkar og reglur gegn mismunun.

  Gestgjafavernd

  Slysin geta átt sér stað þótt þau gerist sjaldan. Þér gæti þó þótt gott að vita að AirCover er bæði með tjónavernd fyrir gestgjafa og ábyrgðartryggingu fyrir gestgjafa.

  Til að vernda samfélag okkar reynum við einnig að sjá fyrir samkvæmishald fyrir hönd gestgjafa þar sem það er hægt. Þetta gerum við til að vernda þig:

  Tilkynningar um afbókanir: Við munum á næstunni tilkynna í innhólfi ef við fellum niður, eða komum í veg fyrir, bókanir þar sem möguleiki er á samkvæmishaldi miðað við fyrri umsagnir gesta sem nefna veislur og önnur viðmið. Við vitum að það getur verið pirrandi þegar bókanir eru felldar óvænt niður svo að við viljum framvegis skýra stöðuna betur.

  Gestgjafar stýra afbókunum: Í lok október 2020 verður hægt að afbóka samstundis án þess að hafa samband við þjónustuver sé gild ástæða til að gruna samkvæmishald út frá skilaboðum eða fyrri umsögnum gesta þar sem veislur eru nefndar. Ef teymið sem fer yfir málið hjá okkur samþykkir ástæðuna verða engar fésektir og engin áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

  Þegar teymið okkar fer yfir afbókun leitar það að sönnunargögnum um mögulegt samkvæmishald í fyrri umsögnum gesta og skilaboðum. Þótt þetta ferli gerir gestgjöfum kleift að afbóka þegar grunur leikur á samkvæmishaldi verða allar afbókanir samt að samræmast reglum Airbnb gegn mismunun.

  Með þessa vernd og nokkrar öryggisráðstafanir til staðar getur þú verið laus við áhyggjur þegar þú tekur á móti gestum. Frekari upplýsingar um þær mikilvægu leiðir sem Airbnb fer til að tryggja öryggi gestgjafa og gesta er að finna á síðu Airbnb fyrir traust og öryggi.

  Samfélagsviðmið

  Airbnb leggur einnig mikla áherslu á að viðhalda samfélagsviðmiðum okkar þar sem leitast er við að tryggja öryggi og stuðla að því að allir eigi sér samastað í alþjóðasamfélaginu okkar. Hér að neðan eru nokkrar leiðir til að hvetja gestgjafa og gesti til að standa við þessa sameiginlegu skuldbindingu.

  • Viðmið fyrir gesti: Í viðmiðum okkar um áreiðanleika gesta er útskýrt hvers Airbnb væntir af gestum en markmiðið er að tryggja að upplifun gestgjafa sé almennt jákvæðari. Þegar tilkynnt er að gestur standist ekki eitt þessara viðmiða er hegðunin skoðuð með hliðsjón af fyrri brotum og Airbnb tekur ákvörðun sína á grundvelli þessa. Ef í ljós kemur að gestur hafi brotið gegn þessum viðmiðum leggjum við fram upplýsingar um regluna og viðvaranir. Gestir sem brjóta oft eða alvarlega gegn þessum viðmiðum geta orðið fyrir því að aðgangi þeirra sé lokað eða hann afskráður.
  • Samfélagssáttmáli: Við biðjum gesti og gestgjafa um að sýna öllum í samfélagi Airbnb virðingu, án fordóma og hlutdrægni. Við tökum tilkynningar um mismunun mjög alvarlega og við rannsökum allar tilkynningar sem okkur berast. Samfélagsþjónusta okkar grípur einnig til úrbóta þegar við verðum vör við brot á reglum okkar gegn mismunun.

  Við gerum ráð fyrir því að þessar breytingar muni með tímanum bæta hegðun gesta og upplifun gestgjafa. Við eigum enn verk fyrir höndum og við kunnum að meta áframhaldandi athugasemdir ykkar. Þakka þér eins og alltaf fyrir að vera gestgjafi.

  Tjónavernd fyrir gestgjafa og ábyrgðartrygging gestgjafa ná hvorki yfir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC né gestgjafa á meginlandi Kína og í Japan þar sem gestgjafavernd í Kína og gestgjafatrygging í Japan gilda. Tjónavernd gestgjafa tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa.

  Hafðu í huga að allar upphæðir eru sýndar í Bandaríkjadölum og mundu að aðrir skilmálar, skilyrði og undanþágur eiga einnig við.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.  Aðalatriði

  • Við útvegum mörg gagnleg tól til að stýra því hvenær og hvernig gestum er sinnt

  • Húsreglur eru frábær leið til að greina frá væntingum og við hjálpum ykkur að ítreka þær í bókunarferlinu

  • Við gætum einnig að viðmiðum gesta sé framfylgt og látum gestgjafa bera ábyrgð á samfélagsreglum okkar eins og reglum gegn mismunun
  Airbnb
  20. okt. 2020
  Kom þetta að gagni?