Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Breytingar á reglum um samkvæmi, framlenging á stöðu ofurgestgjafa og fleira

  Breytingar á reglum um samkvæmi, framlenging á stöðu ofurgestgjafa og fleira

  Fáðu nýjustu fréttir af alþjóðlegu banni okkar á samkvæmum, stöðu ofurgestgjafa og fleira.
  Höf: Airbnb, 20. ágú. 2020
  13 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 20. ágú. 2020

  Aðalatriði

  • Í nýjustu gestgjafafréttunum segir alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, Catherine Powell, frá þeim ráðstöfunum sem við grípum til vegna athugasemda ykkar

  • Þar á meðal eru upplýsingar um alþjóðlegt bann okkar á samkvæmum, ræstingarferli okkar, stöðu ofurgestgjafa, samfélagsstuðning og afbókanir

  Ef þú horfðir á fyrstu gestgjafafréttir nýja alþjóðlega yfirgestgjafans okkar, Catherine Powell, fyrir nokkrum vikum veistu að við erum að endurbyggja fyrirtæki okkar í kringum gestgjafa og við viljum vera ykkur gagnsæ í því ferli. Við hlökkum til að vinna að því að auka saman samstarf við gestgjafa eins og þig.

  Í síðustu gestgjafafréttum okkar með Catherine leggur hún áherslu á helstu forgangsmál gestgjafa á Airbnb eins og er. Þar á meðal fréttir um:

  Svona tökum við á samkvæmum og stórum samkomum

  Með breytingum á ferðalögum hafa einnig orðið breytingar á því hvernig fólk bókar sér gistingu. Mesta breytingin felst í því að farið er styttra í ferðalögum og gestir vilja sem dæmi frekar sjálfsinnritun og nægt pláss utandyra. Hins vegar hefur mjög lítill hluti gesta notað Airbnb til að bóka eignir fyrir samkvæmishald og stórar samkomur. Með hliðsjón af COVID-19 og til þess að vernda gestgjafa okkar og nágrenni þeirra erum við að setja reglur sem banna samkvæmishald um allan heim.

  Við munum grípa til eftirfarandi ráðstafana svo að þið hafið örugglega aukna stjórn á fasteignum ykkar og til að leggja okkar að mörkum til að stöðva vandamál áður en þau hefjast:

   • Hámarksfjöldi gesta og samankominna í bókunum gerðum frá og með 20. ágúst og þar til upplýst verður um annað er nú 16 manns. Frekari upplýsingar um reglur okkar um samkvæmi og viðburði
   • Við erum að yfirfara reglur okkar varðandi sérstaka og almenna gististaði (t.d. hönnunarhótel) til að ákvarða hvort gestgjafar þessara skráninga megi setja eigin reglur um viðburði og taka eigin ákvörðun um hvaða viðburðir séu viðeigandi. Við munum fylgja kvörtunarmálum, sem okkur berast varðandi þessar skráningar eða viðburði eða sem snúa að því að viðburðir séu óviðeigandi, með staðarhöldurum eftir því sem þörf krefur.
   • Gestir verða minntir á uppfærðu reglur okkar um samkvæmi og viðburði áður en þeir leggja af stað í ferð sína
   • Airbnb mun grípa til aðgerða gegn gestum sem brjóta gegn reglum okkar
   • Fyrir tiltekin lönd og svæði höfum við takmarkað sumar bókanir gesta yngri en 25 ára, eða gesta sem hafa neikvæðar umsagnir eða færri en þrjár jákvæðar umsagnir, á heilum heimilum á þeim stað

   Af hverju það getur borgað sig að fylgja strangari viðmiðunarreglum um ræstingar

   Við náðum nýlega miklum áfanga: Gestgjafar meira en milljón skráninga hafa lofað að fylgja ítarlegri ræstingarreglum okkar. Þetta er ekki einungis mikilvægt vegna þess sem þið leggið á ykkur til að vernda ykkur sjálf og samfélag okkar. Við höfum einnig tekið eftir því að skráningar með ræstingarreglurnar eru að meðaltali bókaðar oftar en aðrar skráningar.* Catherine mun segja frekar frá því sem gestir kjósa og horfum varðandi ræstingar í næstu gestgjafafréttum.

   Það sem við gerum til að styðja við ofurgestgjafa

   Við kunnum að meta ofurgestgjafa okkar og við vitum að ykkur finnst einnig mikilvægt að hafa stöðu ofurgestgjafa. Fyrir núverandi ofurgestgjafa höfum við því ákveðið að framlengja stöðu ykkar til 31. mars 2021, eða fyrir næstu tvö matstímabil, að því tilskyldu að svarhlutfallinu sé viðhaldið og heildareinkunn sé haldið yfir 4,8. Í framlengingunni munum við falla frá almennum viðmiðum um fjölda dvala og afbókanir.

   Við bendum á að frá og með október 2020 eiga gestgjafar einungis rétt á 100 Bandaríkjadala umbun ofurgestgjafa upp í ferðalög eða upplifanir Airbnb uppfylli þeir öll fjögur viðmið ofurgestgjafa. Við þökkum þér eins og fyrr fyrir að sýna stöðugt hvað felst í framúrskarandi gestrisni.

   Svona eflum við samfélagsstuðning

   Við nefndum í fyrstu gestgjafafréttum okkar að ferðalög hafa tekið hraðar við sér en búist var við og við vorum ekki tilbúin til að veita samfélagsaðstoðina sem þörf var á. Svona leysum við úr því máli:

   • Við erum orðin aðgengilegri í netspjalli svo að þannig er best að hafa samband við okkur vegna mála sem eru ekki brýn
   • Þótt við gerum okkar besta til að svara spurningum allra setjum við símaaðstoð við fólk með bókanir næstu 72 tímana í forgang
   • Á næstu tveimur mánuðum byrja 2.000 nýir þjónustufulltrúar hjá okkur
   • Við munum bæta okkur eftir því sem við ljúkum ferlinu við að ráða og þjálfa nýja þjónustufulltrúa í hverri viku

   Hvernig afbókunarhlutfallið er að batna

   Afbókunarhlutfall hefur lækkað verulega. Við viljum ítreka, til fræðslu fyrir gestgjafa, að reglur okkar um gildar málsbætur leyfa gestum ekki, og munu ekki leyfa þeim, að fella niður bókanir gerðar eftir 14. mars af ástæðum sem tengjast COVID-19.

   Það þýðir að gestir sem geta ekki ferðast vegna COVID-19 sem bókuðu eftir 14. mars þurfa að fylgja afbókunarreglu sem gildir hjá ykkur nema í þeim tilvikum að gestgjafi eða gesturveikist eða ef staðbundnar takmarkanir eru settar þar sem þú ert.

   Við færum frekari fréttir í byrjun september. Við leggjum við hlustir þangað til og við erum þakklát allri vinnunni sem þið sinnið við gestaumsjón á þessum óvissutímum. Endilega haldið áfram að gefa okkur hugmyndir í félagsmiðstöðinni. Hægt er að merkja Catherine beint í færslum: @Catherine-Powell.

   *Byggt á innanhússgögnum Airbnb miðað við bókanir um allan heim frá 10. júlí til 9. ágúst 2020

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

   Aðalatriði

   • Í nýjustu gestgjafafréttunum segir alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, Catherine Powell, frá þeim ráðstöfunum sem við grípum til vegna athugasemda ykkar

   • Þar á meðal eru upplýsingar um alþjóðlegt bann okkar á samkvæmum, ræstingarferli okkar, stöðu ofurgestgjafa, samfélagsstuðning og afbókanir

   Airbnb
   20. ágú. 2020
   Kom þetta að gagni?