Uppsetning skilvirkrar skráningarsíðu

Deildu lykilupplýsingum og notaðu hrífandi myndir.
Airbnb skrifaði þann 18. nóv. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. nóv. 2023

Skráningarsíðan er þitt fyrsta tækifæri til að vekja athygli tilvonandi gesta. Notaðu titilinn, lýsinguna, myndirnar og þægindin til að hjálpa gestum að átta sig á því sem eignin hefur fram að færa.

Stýrðu því hvenær og hvernig gestir geta bókað

Sem gestgjafi ákveður þú hvenær og hvernig gestir geta bókað eignina þína. Með því að vanda þig við valið á dagatals- og bókunarstillingum tryggir þú að gestaumsjónin fari fram á þínum forsendum og kemur í veg fyrir óþarfa afbókanir.

Hér eru nokkrir þessa eiginleika:

  • Dagatalsstillingar: Haltu dagatalinu uppfærðu með því að taka frá dagsetningar þegar þú getur ekki tekið á móti gestum og stilla lágmarks- og hámarksfjölda gistinátta sem gestir geta bókað.

  • Bókunarbeiðni: Þessi eiginleiki gerir þér kleift að fara yfir bókunarbeiðni áður en þú samþykkir hana. Gættu þess að svara gestum innan sólarhrings.

  • Hraðbókun: Gestir leita oft að eignum sem bjóða hraðbókun sem gerir þeim kleift að bóka eignina án forsamþykkis. Með því að bjóða hraðbókun gefur þú til kynna að þú takir á móti öllum þeim sem uppfylla bókunarviðmið þín en það er mikilvægur þáttur þess að sinna gestaumsjón án aðgreiningar.

Tilgreindu mikilvægar upplýsingar

Með því að miðla mikilvægum upplýsingum er líklegra að skráningin þín skari fram úr og gefi gestum réttar væntingar.

  • Skrifaðu ítarlega lýsingu. Reyndu að fanga það sem gestir ættu að vita um eignina í skráningartitlinum og -lýsingunni. Gestgjafi með litla eign við sjóinn gæti til dæmis samið skráningartitil eins og: „Notalegt afdrep við ströndina“. Notaðu fordómalaust orðalag til að láta það skína í gegn að þú takir vel á móti öllu fólki, óháð bakgrunni þess.

  • Tilgreindu þægindin sem þú býður upp á. Vinsæl þægindi eru meðal annars þráðlaust net, sjálfsinnritun, hentug vinnuaðstaða fyrir fartölvu, bílastæði án endurgjalds og gæludýravænt rými. Mundu því að taka fram öll þægindi sem standa til boða hjá þér.

  • Deildu húsreglum þínum. Þær gefa gestum réttar væntingar og betri mynd af því hvernig gestgjafi þú ert. Notaðu húsreglurnar þínar til að deila nauðsynlegum upplýsingum með tilvonandi gestum, eins og hvort reykingar séu bannaðar.

Notaðu hrífandi myndir til að ná til gesta

Myndir af eigninni geta veitt innsýn í persónuleika þinn og stíl. Með því að uppfæra þær reglulega getur þú endurspeglað það sem er í boði hverju sinni.

  • Sýndu öll svæði sem gestir hafa aðgang að. Settu inn margar myndir af hverju herbergi frá mismunandi sjónarhornum. Gervigreindartól kemur þér að góðum notum við að raða myndunum eftir herbergi til að útbúa myndleiðangur.

  • Bættu tilteknum upplýsingum við hvert herbergi. Þetta geta verið þættir eins og svefnfyrirkomulag, upplýsingar um afnot, aðgengiseiginleika og þægindi. Notaðu myndatexta til að benda á athyglisverð atriði.

  • Veldu forsíðumynd. Skráningartitill þinn og forsíðumyndin eru það fyrsta sem gestir taka eftir í leitarniðurstöðum. „Þegar ég leita að eign á Airbnb byrja ég alltaf á að skoða ljósmyndirnar. Hugsaðu því um það sem gerir eign þína frábrugðna öðrum eignum,“ segir Candida, gestgjafi í Joshua Tree í Kaliforníu.

Gættu þess að uppfæra skráninguna reglulega eftir að þú byrjar að taka á móti gestum. Lýsingin og myndirnar ættu að gefa gestum tilfinningu fyrir því sem þú býður upp á og leggja áherslu á það sem er einstakt við eignina þína.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
18. nóv. 2020
Kom þetta að gagni?