Að útbúa gagnlegar húsreglur

Auktu vernd heimilis þíns og bættu upplifun gesta.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 9. mar. 2023

Með húsreglunum getur þú greint gestum frá væntingum og þeir fá nasasjón af því hvernig gestgjafi þú ert. Þær hjálpa gestum einnig að átta sig á því hvort eignin þín henti þeim áður en bókað er.

Val á almennum húsreglum þínum

Gestgjafar geta valið úr nokkrum almennum húsreglum sem varða eftirfarandi þætti:

  • Gæludýr
  • Viðburði
  • Reykingar og rafrettur
  • Kyrrðartíma
  • Inn- og útritunartíma
  • Hámarksfjölda gesta
  • Myndatöku og kvikmyndun í atvinnuskyni

Húsreglurnar þínar koma fram með skýrum hætti á fjórum stöðum: Skráningarsíðunni, staðfestingarskjánum þegar gestir bóka eignina, í tölvupóstinum í kjölfar bókunar og komuleiðbeiningunum sem gestir fá fyrir ferðina.

Svona veita húsreglurnar þér vernd

Með grunnreglum fyrir gesti má framfylgja öllum þeim reglum sem þú velur af listanum yfir almennar húsreglur. Ef gestur brýtur gegn húsreglum ættir þú að byrja á því að hafa samband við viðkomandi og reyna að leysa málið í sameiningu. Ef þið komist ekki að niðurstöðu geturðu óskað eftir aðstoð þjónustufulltrúa.

Að skrifa viðbótarreglur

Ef þú vilt setja fram sérstakar kröfur sem koma ekki fram á listanum yfir almennar húsreglur, getur þú tilgreint þær undir viðbótarreglunum. Það er betra að forðast að íþyngja gestum með of mörgum reglum en þú getur bætt við mikilvægum upplýsingum um staðbundnar venjur eða heilsu og öryggi. Hér eru nokkur dæmi frá gestgjöfum:

  • „Svæðið fyrir utan eignina okkar er ekki malbikað, heldur úr mold og því biðjum við gesti um að fara úr skónum þar sem húsið er teppalagt,“ segir Juliette, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Naíróbí, Kenía.
  • „Við biðjum um að gluggum og hurðum sé lokað og læst þegar farið er út úr íbúðinni,“ segja Dave og Deb, gestgjafar í Edmonton, Kanada.
  • „Ekki geyma neitt matarkyns inni í svefnherberginu,“ segir Momi, gestgjafi í Honolulu.

Allar viðbótarreglur verða að vera í samræmi við reglur og skilmála Airbnb, þar á meðal þjónustuskilmála okkar og reglur gegn mismunun.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. des. 2020
Kom þetta að gagni?