Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Tekjusköpun á Airbnb

  Fáðu ábendingar frá gestgjöfum varðandi skráningu eignar þinnar og tekjuöflun með Airbnb.
  Höf: Airbnb, 23. okt. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. des. 2021

  Aðalatriði

  Hvort sem þú eða einhver sem þú þekkir ert með aukaherbergi, annað heimili eða íbúð til útleigu á meðan þú ert utanbæjar gerir Airbnb þér auðvelt að skrá eignina þína og tengjast fólki frá öllum heimshornum. En hvernig aflar þú tekna á Airbnb?

  1. Byrjaðu á því að skrá eignina þína. Það kostar ekkert og Airbnb innheimtir aðeins lítið hlutfall af gistináttaverðinu hjá þér
  2. Veldu hvernig gestgjafi þú vilt vera (meira um það hér að neðan)
  3. Ákveddu hve mikið þú vilt fá greitt

  Ertu enn ekki viss um hvort gestaumsjón henti þér? Þessir fimm gestgjafar opnuðu dyr sínar til að deila því hvernig gestaumsjón blasir við þeim og nokkrum ábendingum.

  Elise: Gestgjafi af og til

  Ofurgestgjafinn Elise var að leita að nýju, skapandi verkefni sem farsæll ljósmyndari og eigandi lítils fyrirtækis í Atlanta. Með því að bjóða smáhýsið sitt af og til náði hún að uppfylla þá löngun og ljúka afborgunum af eigninni.

  Þegar Elise og eiginmaður hennar eru ekki njóta ekki litla hússins síns í skóginum taka þau á móti gestum í notalegu rýminu. Smáhýsið er nú önnur leið fyrir hjónin til að afla tekna sem þau nota síðan í ferðalög og kaup á öðru smáhýsi.

  Það er merkilegt hvað gestaumsjón veitir mikið frelsi. Fjárhagslegt frelsi.
  Superhost Elise,
  Atlanta

  Ábendingar Elise um gestaumsjón:

  • Taktu bara stökkið. Það verður aldrei alveg allt reiðubúið hjá þér en það kostar ekkert að skrá eign
  • Minnkaðu kostnað með því að biðja vini og ættingja um aðstoð; kannski við að laga krana sem lekur eða hjálpa til við að skreyta
  • Finndu einhvern sem getur hjálpað þér að sjá um innritun ef þú býrð ekki nálægt eigninni

  Shinya: Gestgjafi í hlutastarfi

  Shinya, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í hlutastarfi í Osaka, Japan tekur sér kærkomið frí frá fullu starfi sem framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins á sviði náttúrutrefja.

  „Mér finnst svo endurnærandi að taka á móti gestum,“ segir Shinya. „Það gerir mér kleift að tengjast fólki frá öllum heimshornum sem er ekki eitthvað sem ég get gert í vinnunni.“

  Shinya byrjaði að taka á móti gestum árið 2016 eftir að hafa gert endurbætur á öðru heimili fjölskyldunnar. Húsið er á sömu lóð og heimili hans og því er auðvelt fyrir hann að útbúa eignina milli gesta og ná þannig jafnvægi við starf hans á skrifstofunni.

  „Ég eyði frítíma mínum eftir vinnu í að svara gestum og staðfesta að þeir hafi örugglega allt sem þeir þurfa á að halda,“ segir Shinya. „Það er mikilvægt að gestum líði vel og þetta er eitthvað sem veitir mér svo mikla gleði.“

  Ábendingar Shinya um gestaumsjón:

  Starr: Gestgjafi í fullu starfi

  Ofurgestgjafanum Starr frá Charlotte, Norður-Karólínu, vildi breyta til eftir að vera dauðuppgefin á því að sinna barnauppeldi og krefjandi starfi á sviði fjármála og fasteigna. Þegar Starr og eiginmaður hennar, Brian, voru sífellt að fara í afslappandi helgarfrí á staðnum spurðu þau sig: „Getum við skapað svona stað?“

  Hjónin nýttu sér þá reynslu sem þau höfðu öðlast í mörg ár af því að vinna saman að endurbótum á heimilum og við að selja fasteignir; freistuðu gæfunnar og skráðu eina af eignum sínum á Airbnb. Í dag eru þau með fimm heimili skráð á Charlotte-svæðinu, sem hluta af tilvonandi hönnunarhóteli þeirra og hvíldarstað, Old Haigler Inn.

  Starr gat loksins sagt upp starfi sínu í fjármáageiranum og helgað sig gistirekstrinum. „Mér finnst æðislegt að bjóða fjölskyldum stað til að tengjast,“ segir Starr um vaxandi rekstur sinn.

  Það er erfitt að taka á móti gestum í fullu starfi en það er líka mjög gefandi.
  Superhost Starr,
  Charlotte, Norður-Karolína

  Ábendingar Starr um gestaumsjón:

  • Þar sem þú ræður verðinu hjá þér skaltu byrja með lágt verð og hækka það síðan eftir að þú hefur fengið nokkrar jákvæðar umsagnir
  • Kynntu þér verðið hjá öðrum gestgjöfum á þínu svæði
  • Reiknaðu út hvað kostar að undirbúa eignina milli gesta og bættu við gjöldum í samræmi við það

  Parth: Samgestgjafi

  „Ég hef alltaf viljað taka á móti ferðamönnum og sýna þeim borgina og hugsaði því: „Hví ekki að prófa Airbnb?““ segir gestgjafinn Parth frá Kaunas í Litháen. „Íbúðin mín er á frábærum stað og ég er með gestaherbergi.“

  Parth hafði svo gaman að þessu að þegar vinur hans spurði hvort hann myndi vilja vera samgestgjafi hennar fyrir nokkrar eignir var hann fljótur að samþykkja það. „Vinnuáætlunin mín er mjög sveigjanleg svo að ég get sinnt skyldum mínum sem samgestgjafi, haft umsjón með ræstitæknum og haft samskipti við gesti eftir þörfum,“ segir hann.

  Núna leggur Parth áherslu á hlutverk sitt sem samgestgjafi. Hann er ekki lengur með eigin eign á skrá og er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. „Ég fæ að kynnast svo mörgu ótrúlegu fólki í gegnum Airbnb,“ segir hann. „Ég er alltaf að segja öðrum að þú þurfir ekki að skrá eignina þína til að verða hluti af gistisamfélaginu.“

  Ábendingar Parth um gestaumsjón:

  • Skrifaðu heiðarlega skráningarlýsingu til að fá framúrskarandi umsagnir og svo að gestir viti við hverju má búast
  • Fáðu aðstoð frá fagaðilum varðandi skatta og staðbundnar reglur
  • Veldu útborgunarmáta til að fá greitt eða það sem við köllum útborganir (Airbnb sendir útborgun til þín sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gesta en það geta liðið allt að 7 dagar þar til þú færð hana, allt eftir því hvaða útborgunarmáta þú valdir og hvar þú býrð)

  Burt: Upplifunargestgjafi

  Þú þarft ekki að skrá fasteign til að verða gestgjafi á Airbnb. Einstaklingar um allan heim taka þátt í samfélagi Airbnb sem upplifunargestgjafar. Þessi hópur útvegar gestum ekki gistingu heldur býður upp á skemmtilega og áhugaverða afþreyingu sem getur veitt ferðamönnum djúpa innsýn í menninguna á staðnum.

  „Upplifunin mín er tónlistarleiðsögn með Grammy-verðlaunahafa,“ segir Burt. „Ég býð upp á staka tíma í tónlistarstúdíóinu mínu þar sem ég hjálpa fólki að skerpa á færni á sviði tónlistarframleiðslu og -vinnslu, rappstíl, söng/lagasmíði, plötuþeytingum og fleiru.“

  Það að vera upplifunargestgjafi gerir Burt kleift að hjálpa öðrum að rækta sköpunarhæfileika sína og afla tekna í leiðinni.

  „Rekstur á Airbnb er sambærilegur rekstri á eigin fyrirtæki,“ segir Burt. „Venjulega þegar maður stofnar fyrirtæki þarf maður að fá rekstrarleyfi, lán eða eiga fjármagn og það getur skilið marga útundan. En á Airbnb er nóg að eiga 1000 kr. og góða hugmynd.

  Viltu fá frekari upplýsingar um hvernig þú aflar tekna sem gestgjafi á Airbnb?

  Aðalatriði

  Airbnb
  23. okt. 2020
  Kom þetta að gagni?