Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Tekjusköpun á Airbnb

  Þetta þurfa allir gestgjafar að vita um verðlagningu og útborganir.
  Höf: Airbnb, 23. okt. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 29. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Skráðu eign að kostnaðarlausu og settu inn verð

  • Fáðu útborgað innan sólarhrings frá komu gests með beinni innlögn, erlendri millifærslu eða öðrum samþykktum útborgunarmáta

  • Kynntu þér staðbundna skatta, og greindu gestum skýrt frá viðbótarkostnaði, til að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Hvort sem þú ert með aukaherbergi, aukasvítu eða heilt heimili á lausu getur Airbnb tengt þig við fólk frá öllum heimshornum og skapað tekjur af fasteigninni þinni. En hvernig ákveður þú hvað þú vilt fá fyrir gistingu og hvernig þú færð greitt? Þetta þarftu að vita:

  Það kostar ekkert að skrá eign

  Það kostar ekkert að stofna aðgang og skrá eign á Airbnb. Búðu einfaldlega til spennandi skráningu og bíddu eftir bókunum. Þjónustugjald gestgjafa* verður dregið af hverri útborgun til þín. Gjöldin eru undirstaða Airbnb og hjálpa okkur að útvega gestgjöfum þjónustufulltrúa, markaðssetningu og gestgjafavernd og standa undir vöruþróun. Útborgun til þín er verðið sem þú innheimtir hjá gestum að frádregnu þjónustugjaldi gestgjafa.

  Þú ræður verðinu

  Þú ræður gistináttaverðinu sem gestir borga þegar þú færð gesti á Airbnb. Alltaf er hægt að breyta verði og það getur verið mismunandi frá degi til dags eða milli árstíða. Hjá sumum gestgjöfum er til dæmis hærra verð um helgar og lægra á virkum dögum þegar færri gestir eru á ferð og fleiri eignir gætu verið lausar. Athugaðu að þjónustugjald gesta bætist við verðið hjá þér.

  Þú getur einnig lagt á gjöld fyrir viðbótargesti, ræstingar og fleira**. Mikilvægt er að hafa þennan fyrirframgreidda kostnað í huga við gerð verðáætlunar þar sem kostnaður við hreinlætisvörur og nauðsynjar eins og salernispappír getur orðið verulegur. Með snjöllum verðtólum og ábendingum um gerð viðskiptaáætlunar fyrir gestgjafa getur þú verið með samkeppnishæft og arðbært verð.

  Þú færð greitt eftir innritun

  Airbnb greiðir almennt út um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Frekari upplýsingar um útborganir er að finna í greiðsluskilmálum okkar. Staða útborgana kemur einnig alltaf fram í færsluskránni.

  Þú ræður því hvernig þú færð útborgað. Útborgunarmátar fara eftir staðsetningu og geta sem dæmi verið innlögn á bankareikning, erlend millifærsla, PayPal, Western Union, endurhlaðanleg fyrirframgreidd kort og fleira.

  Staðbundnir skattar gætu verið lagðir á

  Sumar borgir krefjast þess að gestgjafar innheimti skatt af tekjum sínum á Airbnb. Þú þarft að athuga hjá stjórnvöldum eða öðrum gestgjöfum á staðnum hvort innheimta þurfi skatt hjá gestum.

  Innheimta skatta er mismunandi milli staða. Sumir gestgjafar þurfa að innheimta skatta sjálfir en aðrir geta bætt sköttum við skráninguna sína eða notað eiginleika fyrir innheimtu og skattskil á Airbnb. Við látum þig vita hvað þarf þar sem þú ert og útvegum gagnleg úrræði við undirbúninginn. Við mælum með því að skýra frá því hvaða skatta þarf að innheimta í skráningarlýsingunni og að láta gesti vita þegar þess þarf.

  Sums staðar er einnig lagður á virðisaukaskattur (VSK). VSK er skattur á veitta þjónustu og seldar vörur og er yfirleitt innifalinn í þjónustugjaldi Airbnb þar sem við á. Frekari upplýsingar um VSK

  Einn, tveir og tekjur

  Við hjá Airbnb leggjum okkur fram um að gistirekstur gestgjafa skili árangri. Þú getur útbúið skráningu sem er sniðin að viðskiptamarkmiðum þínum með öruggu greiðslukerfi, lágum gjöldum og fullri stjórn á verðlagningu.

  *Þjónustugjald gestgjafa á Airbnb getur verið mishátt eftir aðstæðum og er almennt hærra hjá gestgjöfum á Ítalíu, gestgjöfum í Kína, gestgjöfum lúxuseigna og gestgjöfum sem skipta þjónustugjaldi ekki með gestum.

  **Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Skráðu eign að kostnaðarlausu og settu inn verð

  • Fáðu útborgað innan sólarhrings frá komu gests með beinni innlögn, erlendri millifærslu eða öðrum samþykktum útborgunarmáta

  • Kynntu þér staðbundna skatta, og greindu gestum skýrt frá viðbótarkostnaði, til að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Airbnb
  23. okt. 2020
  Kom þetta að gagni?