Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Endurbætur á umsögnum gesta, húsreglum og afbókunum

  Við gerum ráðstafanir til að vernda þig fyrir samkvæmum og gefa þér betri stjórn.
  Höf: Catherine Powell, 20. okt. 2020
  16 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 13. nóv. 2020

  Aðalatriði

  • Við erum að endurskoða umsagnarferlið fyrir gesti til að það verði hlutlausara og við ítrekum húsreglurnar þínar svo að gestir viti betur við hverju þeir mega búast

  • Ef þú hefur gilda ástæðu til að ætla að samkvæmi verði haldið í bókun getur þú fellt hana niður án þess að hafa samband við þjónustuver

  Halló öllsömul,

  Ég heiti Catherine, alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, og færi gestgjafafréttir í sjötta sinn.

  Við söfnum áfram athugasemdum gestgjafa og höfum náð árangri í að taka á mörgum af helstu vandamálum ykkar undanfarna mánuði. Ef þú hefur ekki séð eldri fréttir frá mér getur þú fundið þær hér.

  Í myndskeiði vikunnar langaði mig að deila ítarlegum svörum við algengum spurningum frá ykkur. Hér er samantekt á nýjustu aðgerðum okkar til að taka á áhyggjumálum ef þú hefur ekki tíma til að horfa á það:

  Betra umsagnarferli gesta

  Í síðustu fréttum minntist ég á að ein leið til að mæla gæði er með stjörnugjöf. Við vitum hve miklu máli þessar einkunnir skipta ykkur og leggjum okkur fram um að bæta stöðugt einkunnakerfið okkar með hliðsjón af jafnvægi og sanngirni.

  Þegar við hlustuðum á athugasemdir ykkar í félagsmiðstöðinni og í nýafstöðnum vinnustofum gestgjafa sáum við tækifæri til að fínstilla spurningarnar sem gestir svara að dvöl lokinni. Við höfum endurskrifað meirihluta spurninganna til að þær séu hlutlausari.

  Í stað þess að spyrja gesti hvort skráningarlýsingin hafi verið ónákvæm munum við til dæmis spyrja hvort hún hafi verið rétt. Þetta er slungin breyting en hún getur haft mikil áhrif á hvernig gestir hugsa um svör sín.

  Við viljum að umsagnir gesta verði réttari með þessum breytingum og endurspegli í raun og veru gæði gestrisni hjá ykkur.

  Áhersla á húsreglur

  Mikilvægt er að gestir virði heimili gestgjafa, eins og mörg ykkar hafa skiljanlega sagt okkur. Í síðustu fréttum lét ég vita af fimm nýjum viðbótum við viðmið okkar um áreiðanleika gesta og ein þeirra er væntingin um að gestir virði húsreglur sem eru í samræmi við skilmála okkar og reglur.

  Við ætlum að gera meira til að draga gesti sem virða reglurnar ekki til ábyrgðar. Fyrsta skrefið felst í því að tryggja að gestir lesi bæði og skilji húsreglur gestgjafa svo að við erum að auka sýnileika þeirra hjá gestum.

  Í næsta mánuði verða húsreglur sýndar á fjórum mismunandi stöðum þegar gestur bókar gistingu:

  1. Mikilvægar húsreglur, eins og bann við reykingum eða gæludýrum, eru sýndar efst á skráningarsíðum.
  2. Allar tilgreindar húsreglur, þ.m.t. mikilvægar upplýsingar um öryggi, koma fram á sama stað á skráningarsíðum og þær eru í dag.
  3. Húsreglur koma fram á staðfestingarsíðu bókunar svo að gestir þekki og samþykki þær örugglega áður en þeir bóka eignina þína.
  4. Gestir fá húsreglurnar aftur í staðfestingarpósti bókunar til að minna á væntingar gestgjafa fyrir komu.

  Við höfum hannað þessar uppfærslur til að hjálpa gestum að lesa og fylgja húsreglunum þínum og munum fylgjast með þessum breytingum til að komast að því hvaða áhrif þær kunna að hafa á bókanir hjá þér.

  Athugaðu:Húsreglur verða að vera í samræmi við reglur Airbnb og skilmála, þar á meðal þjónustuskilmála okkar og reglur gegn mismunun. Ef þú vilt bæta við eða breyta húsreglum getur þú gert það hér.

  Samkvæmishindrun

  Þið hafið spurt hvernig við verndum ykkur fyrir óheimilu samkvæmishaldi.. Þetta er forgangsatriði fyrir okkur öll hjá Airbnb og því erum við að kynna fjögur ný framtaksverkefni og vörueiginleika:

  1. Gestir verða minntir á að samkvæmi eru óheimil í staðfestingarpósti bókunar sem er sendur áður en gestir koma heim til þín.
  2. Bókanir á stakri gistinótt á heilum heimilum verða ekki leyfðar um hrekkjavökuhelgi í Bandaríkjunum og Kanada í ár og við munum endurgreiða gestgjöfum fyrir afbókanir. Frekari upplýsingar
  3. Við munum á næstunni tilkynna í innhólfi ef við fellum niður, eða komum í veg fyrir, bókanir þar möguleiki er á samkvæmishaldi miðað við fyrri umsagnir gesta sem nefna veislur og önnur viðmið. Við vitum að það getur verið pirrandi þegar bókanir eru felldar óvænt niður svo að við viljum framvegis skýra stöðuna betur.
  4. Í nóvember 2020 munum við þróa og kynna nýjan eiginleika fyrir hraðbókanir til að sýna bókanir þar sem hætta er á samkvæmum svo að þið getið samþykkt þær handvirkt eins og á við um bókunarbeiðnir. Þetta eru til dæmis bókanir nýrra gesta sem reyna að bóka heilt heimili í eina nótt í nágrenninu.

  Þetta er allt hluti af skuldbindingum okkar til að koma í veg fyrir öryggisvandamál í samfélagi okkar og við vonum að þannig verði upplifun þín sem gestgjafi betri.

  Auðveldari afbókanir vegna möguleika á samkvæmishaldi

  Gestgjafar hafa einnig spurt okkur hvernig þeir eigi að bregðast við ef þeir telja ástæðu til að ætla að samkvæmi verði haldið í bókun en þeir vilja ekki verða fyrir afbókunarviðurlögum. Fyrir lok mánaðarins munum við leyfa afbókanir við þessar aðstæður; án fésekta og án þess að hafa samband við þjónustuver.

  • Þú getur afbókað samstundis ef þú hefur gilda ástæðu til að gruna samkvæmi út frá skilaboðum eða fyrri umsögnum gesta þar sem veislur eru nefndar.
  • Ef teymið sem fer yfir málið hjá okkur samþykkir ástæðuna verða engar fésektir og engin áhrif á stöðu ofurgestgjafa.
  • Þegar teymið okkar fer yfir afbókun leitar það að sönnunargögnum um mögulegt samkvæmishald í skilaboðum og fyrri umsögnum gesta.
  • Fylgja verður reglum okkar gegn mismunun við þessar afbókanir og við munum fylgjast vandlega með þeim með tilliti til mismununar á grundvelli kynþáttar, litarafts, þjóðernisuppruna, aldurs, kyns, kynvitundar, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar, fjölskyldustöðu og annarrar mismununar; sem og allri misnotkun á þessum eiginleika.
  Við viljum að þið finnið að þið getið komið í veg fyrir samkvæmi áður en þau eru haldin.

  Samstarf við gestgjafa

  Okkur er ljóst hve mikilvægt það er að ná til gesta sem sýna gestgjöfum og eignum ykkar virðingu. Þess vegna verndum við ykkur nú þegar einnig með ýmsum hætti svo sem með gestgjafaábyrgð Airbnb, samfélagsviðmiðum og ýmsum öðrum eiginleikum. Hér eru ítarlegar upplýsingar.

  Ég hef einsett mér að öðlast rétt til að kalla mig samstarfsaðila ykkar en í því fellst að hlusta sannarlega á athugasemdir ykkar. Þetta tekur tíma og krefst aðgerða; og ég vona að ykkur finnist við vera að ná framförum.

  Endilega haldið áfram að deila hugmyndum ykkar og við munum halda endurbótum áfram. Fylgstu með mikilvægu bréfi frá forstjóra okkar, Brian Chesky, í næstu viku. Þangað til getið þið, eins og alltaf, fundið mig í félagsmiðstöðinni: @Catherine-Powell.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Við erum að endurskoða umsagnarferlið fyrir gesti til að það verði hlutlausara og við ítrekum húsreglurnar þínar svo að gestir viti betur við hverju þeir mega búast

  • Ef þú hefur gilda ástæðu til að ætla að samkvæmi verði haldið í bókun getur þú fellt hana niður án þess að hafa samband við þjónustuver

  Catherine Powell
  20. okt. 2020
  Kom þetta að gagni?