Hvernig nota á 5 skrefa ræstingarferli Airbnb

Fáðu leiðbeiningar um innleiðingu 5 skrefa ræstingarferlisins.
Airbnb skrifaði þann 4. jún. 2020
7 mín. lestur
Síðast uppfært 25. jún. 2021

Aðalatriði

  • Ræstingarferlið samanstendur af fimm skrefum: Undirbúningi, þrifum, hreinsun, yfirferð og endurstillingu

  • Við vitum að það getur verið erfitt að tileinka sér nýtt ræstingarferli og því er hægt að finna viðbótarábendingar, sérsniðna gátlista og fleira í hreinlætishluta frammistöðuflipans

    • Þú getur einnig flett upp í ræstingarhandbók Airbnb, sem er studd af sérfræðingum, til að hjálpa þér við útfærslu 5 skrefa ferlisins fyrir ítarlegri ræstingar

    • Kynntu þér meira í handbók okkar um góða uppsetningu eigna fyrir gesti

    Þar sem hreinlæti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr þurfa gestgjafar að lofa því að fylgja 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar og við erum þér innan handar til að koma ferlinu í framkvæmd. Þessi grein fjallar um skrefin 5 og gagnlegar viðbótarleiðbeiningar, ábendingar og bestu starfsvenjur til að halda samræmdum viðmiðum fyrir ræstingar. Þessar bestu starfsvenjur eru byggðar á ítarlegri ræstingarhandbók sem var unnin með sérfræðingum á sviði heilsu og gestaumsjónar með velferð þína í huga.

    Fyrir þrif er mikilvægt er að þú eða ræstitæknar þínir leitið til yfirvalda á staðnum varðandi leiðbeiningar um viðeigandi biðtíma áður en farið er inn í fasteignina. Til dæmis mælir Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna með því að bíða eins lengi og hægt er (að minnsta kosti í nokkrar klukkustundir) eftir að gesturinn er farinn áður en farið er inn í fasteignina þar sem það getur dregið úr útsetningu fyrir sýklum. Þú gætir einnig íhugað að bæta bókunarbili við á milli bókana með því að uppfæra stillingarnar fyrir undirbúningstíma svo að nægur tími gefist fyrir ræstingarferlið.

    Við erum að deila bestu starfsvenjum um 5 skrefa ræstingarferlið til að hjálpa þér að byrja: Undirbúningur, þrif, hreinsun, yfirferð og endurstilling.

    1. skref: Undirbúðu þig fyrir öruggari þrif

    • Loftræstu herbergi fyrir og á meðan þú þrífur. Eftirlitsyfirvöld á borð við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) mæla með því að opna útidyr og glugga og nota blásara til að auka loftflæði innandyra áður en byrjað er að þrífa og hreinsa. Loftræstu eignina eins lengi og mögulegt er fyrir og meðan á þrifum stendur.
    • Vertu með réttu hreinsiefnin. Við mælum með því að nota aðeins sótthreinsi- og hreinsiefnalausnir sem eru viðurkenndar af viðeigandi ríkisstofnunum (t.d. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna eða Efnastofnun Evrópu).
    • Farðu yfir öryggisleiðbeiningar fyrir efnin sem þú notar. Lestu ávallt merkimiða á vörum til að skilja virku innihaldsefnin og hvernig á að nota þau.
    • Þvoðu hendurnar í að minnsta kosti 20 sekúndur með sápu og vatni. Ef þú getur það ekki skaltu nota handhreinsi með að minnsta kosti 60% alkóhóli og leitaðu upplýsingar hjá stjórnvöldum á staðnum varðandi nýjustu viðmiðunarreglurnar.
    • Notaðu hlífðarbúnað. Gott er að setja á sig hlífðarfatnað svo sem einnota hanska og grímu eða andlitshlíf áður en farið er inn í eignina.
    • Farðu út með allt rusl. Þegar þetta er gert fyrst er komið í veg fyrir að rusl óhreinki eignina eftir að hún er þrifin. Mundu að setja nýja poka í allar ruslatunnur af því að þá er einfaldara að farga þurrkum og öðrum úrgangi.
    • Safnaðu öllu óhreinataui saman í eigninni. Við höfum heyrt frá gestgjöfum að þvotturinn sé eitt af því sem þeir eyða mestum tíma í við umsetningu. Safnaðu óhreinataui saman þegar þú ferð inn í eignina og passaðu að hrista það ekki því þá gætu sýklar dreifst um eignina.
    • Taktu raftæki úr sambandi fyrir þrif. Mundu að taka raftæki úr sambandi fyrir þrif til öryggis fyrir þig og svo að ekkert komi fyrir búnaðinn. Þegar tæki eru tengd við innstungu fá þau rafmagn þótt „slökkt“ sé á þeim þar til þau eru tekin úr sambandi. Þú getur einnig slökkt á rafmagninu með aflrofanum.

    Öryggisáminning: Íhugaðu að nota hreinan hlífðarbúnað áður en þú ferð inn í eign. Með því að vísa í allar öryggismerkingar getur þú einnig skilið hvernig nota á hreinsiefni.

    2. skref: Þurrkaðu af og fjarlægðu rusl

    Þrif lýsa því að fjarlægja sýkla og óhreinindi af yfirborðum. Til dæmis þegar þurrkað er af eldhúsborði eða eldavél með sápuklút. Mikilvægt er að ljúka þrifum áður en fasteignin er hreinsuð.

    • Þvoðu lín við hæstu hitastillingu sem framleiðandi mælir með. Mundu að þvo hendurnar áður en snertir hreint lín.
    • Þvoðu allt leirtau og hnífapör og tæmdu uppþvottavélina. Mikilvægt er að þvo leirtau sem gestir hafa notað til að standast hreinlætisviðmið. Ef þú ert ekki með uppþvottavél skaltu þvo leirtau í heitu vatni með bakteríudrepandi uppþvottalegi. Byrjaðu á því að ganga um eignina og safna saman leirtaui úr öllum herbergjum til að koma í veg fyrir víxlsmitun.
    • Þurrkaðu ryk af öllu og sópaðu eða ryksugaðu gólfin. Þegar ryk er þurrkað þarf að byrja efst og vinna sig niður svo að óhreinindi sjáist ekki. Sópaðu alla harða gólffleti og ryksugaðu teppi.
    • Þrífðu harða fleti með sápu og vatni. Þurrkaðu af öllum flötum til að fjarlægja óhreinindi, fitu, ryk og sýkla. Harðir fletir geta til dæmis verið borðplötur, borð, vaskar, skápar og gólf. Þegar þú skúrar skaltu byrja úti í horni og skúra í áttina að innganginum. Helltu skúringavatninu í vask sem á eftir að þrífa.

    • Þrífðu mjúka fleti í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Mjúkir fletir geta til dæmis verið teppi, rúmföt og áklæði. Fjarlægðu vandlega öll óhreinindi sem sjást og þrífðu svo með viðeigandi hreinsiefnum. Ef mögulegt er skal þvo hluti í þvottavél í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

    Öryggisáminning: Ekki snerta á þér andlitið við ræstingar til að koma í veg fyrir dreifingu sýkla.

    3. skref: Hreinsaðu með sótthreinsiefni

    Hreinsun felur í sér notkun efna til að minnka magn sýkla og baktería. Í þessu skrefi förum við fram á að gestgjafar hreinsi öll mikið snert yfirborð. Til dæmis geta gestgjafar hreinsað hurðarhúna, ljósarofa og skápa með því að úða þessi yfirborð með sótthreinsiefni.

    • Úðaðu sótthreinsiefni á harða fleti eftir að þeir eru þrifnir. Einbeittu þér að hreinsun allra yfirborða sem mikið eru snert (til dæmis hurðarhúna og ljósarofa). Passaðu að hreinsa rafbúnað í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda um þrif.
    • Láttu sótthreinsiefnið liggja eins lengi og tilgreint er. Á merkimiða vöru kemur fram hve lengi efni þurfa að liggja blaut á svo að yfirborð verði hreint. Þá ná efnin að drepa eins mikið af sýklum og unnt er.
    • Láttu yfirborð loftþorna. Ef yfirborðið þornar hraðar en efnin þurfa að liggja blaut á er ekki víst að efnin hafi drepið eins mikið af sýklum og fram kemur á merkimiðanum.

    Öryggisáminning: Vísaðu til allra öryggismerkinga svo að þú notir öll hreinsiefni örugglega rétt.


    4. skref: Yfirfarðu gátlista fyrir hvert herbergi

    Þú færð sérsniðna gátlista fyrir ræstingar miðað við hvernig eign þú hefur á skrá. Skoðaðu bestu vinnureglur á gátlista fyrir hvert herbergi og deildu þeim með gestgjafateyminu þínu eða ræstitæknum.

    • Fullvissaðu þig um að allir mikið snertir fletir hafi verið hreinsaðir. Leystu úr öllu því sem þér gæti hafa yfirsést.
    • Athugaðu hvort að sinna þurfi viðhaldi eða bæta þurfi við hlutum sem hafa tapast. Þegar þú gengur um eignina til að athuga hvort öllu sé lokið skaltu athuga hvort skipta þurfi um hluti eða fylla á.

    5. skref: Endurstilltu herbergið

    Til að koma í veg fyrir víxlmengun er mikilvægt að ljúka við þrif og hreinsun herbergis áður en það er gert tilbúið fyrir næsta gest.

    • Fargaðu eða þvoðu hreinlætisvörur. Fargaðu einnota vörum eins og sótthreinsiþurrkum. Hreinsaðu einnig allan annan búnað sem notaður var. Þvoðu þrifklúta við hæstu mögulegu hitastillingu sem hentar efninu.
    • Gættu öryggis þegar þú ferð úr hlífðarbúnaði að þrifum loknum. Fargaðu eða þvoðu hlífðarbúnað samkvæmt notkunarleiðbeiningum hans.
    • Þvoðu hendurnar í að minnsta kosti 20 sekúndur með sápu og vatni. Ef þú getur það ekki skaltu nota handhreinsi með að minnsta kosti 60% alkóhóli og leitaðu upplýsingar hjá stjórnvöldum á staðnum varðandi nýjustu viðmiðunarreglurnar.
    • Líttu yfir hvert herbergi svo að það sé örugglega tilbúið fyrir næsta gest. Sjáðu þig fyrir þér sem gestur að koma inn í eignina í fyrsta sinn.
    • Komdu fyrir hreinsivörum fyrir gestina. Gestir hafa sagt okkur að þeir vilji geta þrifið sjálfir meðan þeir gista í eigninni. Hjálpaðu gestum með því að útvega hreinsiefni til að nota, svo sem handhreinsi, einnota pappírsþurrkur, sótthreinsiúða eða -þurrkur og aukahandsápu.
    • Fylltu á hreinsivörur. Gefðu þér tíma til að athuga fyrningardagsetningar og fylla á vörur sem þú hefur notað svo að allt sé til reiðu fyrir næstu umsetningu.

    Öryggisáminning: Geymdu ávallt efnavörur þar sem börn ná ekki til.

    Lofaðu að fylgja strangari viðmiðunarreglum fyrir ræstingar

    Nú þegar þú þekkir 5 skrefa ræstingarferlið er komið að því að uppfæra núgildandi ferli hjá þér og nota þessa tækni í öllum herbergjum í þinni eign. Við vitum að það getur verið erfitt að tileinka sér nýtt ræstingarferli og höfum því tekið saman ítarlega ræstingarhandbók með gagnlegum sérfræðileiðbeiningum, öryggisábendingum og gátlistum til að tileinka sér 5 skrefa ferli Airbnb fyrir ítarlegri ræstingar. Við förum fram á að gestgjafar sem bjóða gistingu fylgi 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar milli gesta.

    Skráningarsíður gestgjafa sem lofa að fylgja 5 skrefa ferli fyrir ítarlegri ræstingar sýna það svo að gestir viti að þeir hafi samþykkt að fylgja samhæfðum ræstingarviðmiðum.

    Hafðu í huga að ræstingarkröfur gætu breyst í takt við þróun sérfræðiþekkingar. 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræsingar og ítarlegri handbókin miðast við nýjustu vísindaþekkingu og heilsa og öryggi þitt og allra notenda nýtur forgangs.

    Við vitum að innleiðing á nýju ferli í verkflæði getur verið tímafrek svo að við erum nú þegar að semja nýtt fræðsluefni fyrir gestgjafa og hanna nýja vörueiginleika til að þú getir tileinkað þér þessi ræstingarviðmið hratt og örugglega. Fræðslu, ábendingar og sérsniðna gátlista er að finna á hreinlætishluta innsýnarflipans. Þú getur einnig sótt ræstingarhandbókina fyrir ítarlegar leiðbeiningar.
    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu. Með 5 skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar eru gerðar einfaldar kröfur varðandi ræstingar fasteigna. Frekari upplýsingar um útfærslu þessara skrefa er að finna í heildarútgáfu ræstingarhandbókar Airbnb. Sem gestgjafi gætir þú þurft að grípa til frekari ráðstafana til að vernda þig, teymi þín og gesti og þú ættir alltaf að ráðfæra þig við og fylgja viðeigandi lögum eða leiðbeiningum á staðnum. Airbnb ber ekki ábyrgð á nokkru líkamstjóni eða nokkrum sjúkdómi sem stafar af því að fylgja þessu ræstingarferli. Bókamerktu þessa grein í hjálparmiðstöðinni fyrir ræstingarviðmið og -reglur sem eiga sérstaklega við gestgjafa þar sem þú ert.

    Aðalatriði

    • Ræstingarferlið samanstendur af fimm skrefum: Undirbúningi, þrifum, hreinsun, yfirferð og endurstillingu

    • Við vitum að það getur verið erfitt að tileinka sér nýtt ræstingarferli og því er hægt að finna viðbótarábendingar, sérsniðna gátlista og fleira í hreinlætishluta frammistöðuflipans

      • Þú getur einnig flett upp í ræstingarhandbók Airbnb, sem er studd af sérfræðingum, til að hjálpa þér við útfærslu 5 skrefa ferlisins fyrir ítarlegri ræstingar

      • Kynntu þér meira í handbók okkar um góða uppsetningu eigna fyrir gesti
      Airbnb
      4. jún. 2020
      Kom þetta að gagni?