Allt sem þú þarft að vita um ræstingagjald
Lykilþáttur verðstefnu þinnar er ræstingagjaldið og hvort þú bætir því við eða ekki. Sumir gestgjafar telja það gagnlega leið til að standa undir ræstikostnaði. Hins vegar getur gjaldið fælt gesti frá því að bóka heimilið ef það er of hátt og minnkað þannig tekjur þínar.
Hafðu eftirfarandi í huga varðandi ræstikostnað og áhrif hans á bókanir.
Einbeittu þér að því að vekja áhuga gesta
Gestir segjast fyrst og fremst kunna að meta hreina eign og sanngjarnt verð. Ein algengasta ástæðan fyrir því að gestir gefa færri en fimm stjörnur er skortur á hreinlæti. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að eftir því sem ræstingagjald skráningar er hærra, því kröfuharðari eru gestir á hreinlæti í eigninni sem getur síðan leitt til harðari gagnrýni þegar umsögn er gefin.
Þegar þú bætir við ræstingagjaldi hækkar það heildarverð gistingarinnar og birtist gestum á sérlínu í sundurliðun verðsins á greiðslusíðunni. Hátt ræstingagjald gæti fælt suma gesti frá því að bóka hjá þér. Gestir hafa auk þess möguleika á að virkja eiginleikann sem birtir heildarverð skráninga til að fá upp heildarkostnað eigna í leitarniðurstöðum að meðtöldum öllum gjöldum.
Samkeppnishæft verð hjálpar skráningunni þinni að skara fram úr ásamt því að birtast ofar í leitarniðurstöðum. Reiknirit Airbnb forgangsraðar heildarverði og því hversu vel eign þín stenst samanburð við sambærilegar eignir í nágrenninu.
Þú getur nýtt þér verðtólin í dagatalinu til að skoða heildarverð fyrir mismunandi dagsetningar og ferðategundir og bera það saman við sambærilegar eignir í nágrenninu.
Haltu verði þínu samkeppnishæfu
Þegar þú hefur komið þér upp ræstingaferli sem hentar þér skaltu taka saman tilfallandi kostnað til að setja upp nákvæma kostnaðaráætlun fyrir ræstingarnar. Hér eru nokkrar ábendingar sem er gott að hafa í huga við mat á kostnaði:
- Berðu saman verð. Ef þú kaupir ræstiþjónustu ættir þú að gera verðsamanburð á milli þjónustuveitenda til að finna hagkvæmasta verðið sem gerir jafnframt ráð fyrir sanngjörnum launum.
- Gerðu verðsamkomulag við ræstitækna þína. Þú gætir spurt hvort viðkomandi sjái sér fært um að lækka verð gegn því að vinna oftar. „Við buðum upp á fastar mánaðartekjur yfir lágannatímann, jafnvel þótt bókanir á tímabilinu væru aðeins ein eða tvær,“ segir gestgjafinn Lorna. „Í staðinn greiddum við aðeins minna yfir háannatímann.“
- Vertu með nóg af hreingerningarvörum. Farðu yfir hvaða hreingerningarvörur þú notar mest. Með að kaupa þær vörur í miklu magni í einu getur þú leitt til sparnaðar með tímanum.
Ákveddu hvernig þú vilt standa undir ræstingakostnaði þínum á sama tíma og þú heldur skráningarverði þínu samkeppnishæfu. Hafðu eftirfarandi í huga:
- Kynntu þér hvort þú eigir rétt á skattfrádrætti. Mögulega átt þú rétt á frádrætti á tekjuskatti fyrir hluta af tilfallandi kostnaði við gestaumsjónina, þar á meðal ræstingakostnað. Endurskoðandi getur veitt þér frekari upplýsingar og aðstoð.
- Felldu kostnað inn í gistináttaverðið. Reiknaðu út hversu mikið þú greiðir fyrir hreingerningarvörur, þvottaþjónustu, ræstingar og annan rekstrarkostnað. Þannig færðu yfirlit á heildarmyndina sem gagnast þér við að ákvarða gistináttaverð hjá þér.
- Bættu við ræstingagjaldi. Gjaldið ætti að standa undir kostnaði við hreingerningarvörur eða ræstiþjónustu en ætti ekki að vera leið til að afla aukatekna.
Vertu með sanngjarnt ræstingagjald
Þú hefur nokkra valkosti þegar kemur að því að bæta við ræstingagjaldi:
- Leggðu á almennt gjald. Bættu við stöðluðu ræstingagjaldi fyrir alla gesti, óháð lengd dvalar. Þetta gæti hentað vel fyrir gestgjafa sem bjóða lengri dvalir.
- Hagaðu ræstingagjaldi eftir dvölum. Náðu frekar til gesta sem bóka einnar til tveggja nátta dvalir með því að lækka ræstingagjaldið. Þú getur haldið almennu ræstingagjaldi fyrir allar aðrar dvalir.
Ef þú ert nýr gestgjafi gæti verið gott að bíða með að bæta ræstingagjaldi við þar til þú hefur fengið nokkrar góðar umsagnir til að fá fleiri bókanir.
Bættu við eða breyttu ræstingagjaldinu frá verðflipanum í dagatali skráningarinnar.
Ef svo ólíklega vill til að heimili þitt þurfi á djúphreinsun að halda í kjölfar dvalar, til dæmis vegna bletta eða reykhreinsurnar, getur AirCover fyrir gestgjafa veitt þér endurgreiðslu. Eignavernd gestgjafa nær yfir allt að 3 milljónir Bandaríkjadala. Þetta er aðskilið ræstingagjaldinu og þú þarft ekki að setja það upp fyrirfram.
Eignavernd gestgjafa, sem heyrir undir AirCover fyrir gestgjafa, ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana, gilda hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan, þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Hafðu í huga að öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.
Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum. Ef þú tekur á móti gestum í Bretlandi eru ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana vátryggðar af Zurich Insurance Company Ltd. og gerðar upp án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa í Bretlandi af Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndum fulltrúa Aon U.K. Limited, sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA). Skráningarnúmer Aon hjá breska fjármálaeftirlitinu (FCA) er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Reglur hvað varðar ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa sæta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Aðrar vörur og þjónusta eru ekki eftirlitsskyldar vörur í umsjá Airbnb UK Services Limited. FPAFF405LC
Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samkvæmt eignavernd gestgjafa færðu endurgreiðslu vegna tiltekins tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum ef gesturinn greiðir ekki fyrir tjónið. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Þessir skilmálar eignaverndar gestgjafa gilda fyrir gestgjafa með skráða búsetu eða starfsstöð utan Ástralíu. Ef gestgjafar hafa skráða búsetu eða starfa innan Ástralíu er eignavernd gestgjafa háð skilmálum eignaverndar gestgjafa fyrir ástralska notendur.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.