Grunnur gestaumsjónar á Airbnb

Svona byrjar þú að afla tekna sem gestgjafi.
Airbnb skrifaði þann 20. nóv. 2019
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. nóv. 2023

Fólk gerist gestgjafar á Airbnb af ýmsum ástæðum, eins og til að vinna sér inn tekjur og kynnast ferðalöngum hvaðanæva að úr heiminum. Þú getur tekið á móti gestum í hvaða rými sem þú hefur upp á að bjóða, hvort sem það er allt heimilið, aukaherbergi eða gestahús. Þetta þarftu að gera til að hefjast handa.

Útbúðu skráningarsíðu

Eitt af því fyrsta sem þú þarft að gera er að útbúa skráningarsíðu þína. Lýstu eigninni nákvæmlega, deildu því sem gerir hana einstaka og gefðu gestum skýrar væntingar. Þetta er tækifæri þitt til að vekja áhuga gesta á að bóka eignina.

  • Myndir: Settu inn margar myndir af hverju herbergi frá mismunandi sjónarhornum til að sýna hverju gestir hafa aðgang að. Gervigreindartól kemur þér að góðum notum við að raða myndunum eftir herbergi til að útbúa myndleiðangur. Bættu upplýsingum eins og svefnfyrirkomulagi og aðgengiseiginleikum við hvert herbergi.

  • Titill og lýsing: Reyndu að fanga það sem gestir ættu að vita um eignina. Notaðu fordómalaust orðalag til að það komi skýrt fram að þú takir vel á móti öllu fólki, óháð bakgrunni þess.

  • Þægindi: Veldu úr upphaflegum lista yfir valkosti í startpakkanum. Eftir að skráningin hefur verið birt getur þú skoðað allan þægindalistann og tilgreint öll þægindi sem standa til boða. Veittu gagnlegar upplýsingar eins og hvort aðgengiseiginleikar séu til staðar í eigninni.

  • Húsreglur: Notaðu húsreglurnar til að gefa réttar væntingar og sýn á hvernig þú sinnir gestaumsjóninni. Þær eru einnig tilvaldar til að veita gestum upplýsingar eins og hvort reykingar séu bannaðar.

Stilltu verðið hjá þér

Gistináttaverðið er algjörlega undir þér komið. Verðtillagan sem sýnd er í startpakka Airbnb miðast við staðsetningu, þægindi í boði, eftirspurn gesta og sambærilegar eignir. Þú getur haldið sama verði og í tillögunni eða stillt annað og þú getur breytt verðinu hvenær sem er.

Góður skilningur á svæðisbundinni eftirspurn getur hjálpað þér að koma þér upp samkeppnishæfu verði. Kynntu þér meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu úr dagatalinu þínu. Þú getur einnig prófað snjallverðtólið sem breytir gistináttaverðinu sjálfkrafa í samræmi við eftirspurn.

Afslættir og kynningartilboð geta vakið áhuga gesta við tilteknar aðstæður. Þar á meðal er nýskráningartilboð sem veitir 20% afslátt af gistináttaverðinu fyrir fyrstu þrjár bókanirnar ásamt afslætti fyrir viku- og langdvöl.

Hvernig og hvenær þú færð útborgað

Airbnb innheimtir greiðslu af hverjum gesti, rétt fyrir innritun. Við millifærum tekjur af gestaumsjón um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma hvers gests. Útborgunarmátinn ræður því hve langur tími líður þar til greiðslan berst inn á reikninginn þinn.

Útborgunarmátar eru meðal annars bankamillifærslur, PayPal, Western Union og hraðgreiðsla og miðast við staðsetningu þína. Þú getur stillt útborgunarmátann núna og breytt honum hvenær sem er. Frekari upplýsingar um hvernig þú færð greitt fyrir að taka á móti gestum.

Búðu þig undir að bjóða fyrstu gestina velkomna

Gestir gera ráð fyrir að eignin þín sé hrein og að allar nauðsynjar séu til staðar. Þeir gera einnig ráð fyrir því að þú deilir gagnlegum upplýsingum. Hér eru nokkrar leiðir til að undirbúa eignina og eiga í góðum samskiptum:

  • Einfaldaðu hlutina. Bættu við skýrum og ítarlegum leiðbeiningum fyrir inn- og útritun ásamt myndum af innritunarferlinu.

  • Vertu í bandi á lykilstundum. Sendu gestum tímasett skilaboð með upplýsingum sem þeir þurfa á að halda, um leið og gengið hefur verið frá bókun, áður en innritun á sér stað, eftir komu og við brottför.

  • Sinntu hreingerningum af kostgæfni. Útbúðu gátlista til að styðjast við og hugaðu sérstaklega að svæðum þar sem mikið er gengið um, farðu yfir öll herbergi og gakktu úr skugga um að engir blettir, hár eða óhreinindi séu til staðar.

  • Vertu með nóg af nauðsynjum. Gestir gera ráð fyrir því að eignin sé búin nauðsynjum eins og sápu, rúmfötum og handklæðum.

  • Hugaðu að aukaatriðunum. Það gæti verið góð hugmynd að færa gestum móttökuglaðning og bjóða upp á hluti eins og millistykki eða borðspil til að gera eignina notalegri.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
20. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?