Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig þú aflar tekna með Airbnb

  Allir sem hafa pláss að bjóða geta orðið gestgjafar á Airbnb. Svona byrjar þú.
  Höf: Airbnb, 20. nóv. 2019
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 20. nóv. 2019

  Aðalatriði

  • Útvegaðu hreina eign með grunnþægindum, greindu heiðarlega frá í skráningunni þinni og miðlaðu upplýsingum til gesta tímanlega og á greinargóðan máta

  • Veldu hvaða nætur þú tekur á móti gestum og ákveddu verð á nótt

  • Airbnb innheimtir gjald hjá hverjum gesti svo þú þarft aldrei að sýsla með peninga

  • Þú færð greitt um það bil 24 klukkustundum eftir innritun, með bankamillifærslu eða PayPal

  Sumir gestgjafar nota tekjur sínar af Airbnb sem eftirlaun. Aðrir nota þær til að fjármagna áhugaverð verkefni. „Ég gat sótt textílmenntun í þrjú ár við Morley-listaháskólann,“ segir gestgjafinn Tessa frá London. „Ég hef getað ferðast og gestaumsjón hefur fjármagnað nýtt eldhús hjá mér.“ Sama hver fjárhagsleg markmið þín eru getur gestaumsjón á Airbnb verið frábær leið til að afla aukatekna. Kynntu þér hvernig þú hefst handa, allt frá því að skrá eign til þess að fá greitt.

  Þú getur orðið gestgjafi

  Hvað þarf til þess að vera gestgjafi á Airbnb? Fyrst þarftu að hafa laust pláss til að deila með ferðamönnum. Hvort sem þetta er allt heimilið, aukaherbergi eða þægilegur svefnsófi er líklegt að ánægður gestur verði í eigninni þinni. Lykilatriðið er útbúa skráningu á Airbnb sem sýnir ferðamönnum á hreinskilinn og nákvæman hátt við hverju þeir mega búast. Þú þarft einnig að sýna gestum gestrisni sem þýðir almennt:

  1. Hafðu samband tímanlega og á greinargóðan máta
  2. Útvegaðu hreina eign með þeim grunnþægindum sem þarf fyrir þægilega dvöl
  3. Nefndu allt sem þú telur að beri af í eigninni þinni

  Þú ræður verðinu

  Með því að taka á móti gestum á Airbnb getur þú auglýst heimili þitt til ferðamanna skuldbindingalaust, það eru hvorki skráningarkostnaður né aðildargjöld. Þú ákveður gistináttaverðið hjá þér. Þú getur sérsniðið verð eftir árstíð, fyrir helgar og tilteknar nætur þegar þú vilt breyta verðinu. Þú getur einnig lagt gjöld á bókanir í upphafi fyrir atriði eins og aukagesti eða þrif á húsnæði. Ef þú vilt aðstoð við verðlagningu býður Airbnb upp á tól sem jafnar verðið við eftirspurn og leggur til samkeppnishæft verð á nótt.

  Byrjaðu að fá bókanir

  Þú byrjar að fá fyrirspurnir og bókanir frá gestum þegar eignin hefur verið birt á Airbnb. Airbnb innheimtir kostnaðinn hjá gestum áður en þeir mæta svo að þú færð alltaf greitt á réttum tíma. Þú þarft aldrei að meðhöndla peninga.

  Fáðu greitt eftir innritun

  Þú getur einnig valið hvernig þú færð greitt út með því að nota aðferðir eins og bankamillifærslu eða PayPal. Airbnb greiðir þér almennt um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Liðið geta fáeinir dagar þar til peningarnir berast á reikninginn þinn. Útborgun til þín er gistináttaverðið hjá þér að frádregnu smávægilegu þjónustugjaldi. Airbnb innheimtir engin gjöld fyrir notkun kreditkorta, sem gerir gestum jafn auðvelt um vik að bóka og gestgjöfum að fá greitt.

  Aðalatriði

  • Útvegaðu hreina eign með grunnþægindum, greindu heiðarlega frá í skráningunni þinni og miðlaðu upplýsingum til gesta tímanlega og á greinargóðan máta

  • Veldu hvaða nætur þú tekur á móti gestum og ákveddu verð á nótt

  • Airbnb innheimtir gjald hjá hverjum gesti svo þú þarft aldrei að sýsla með peninga

  • Þú færð greitt um það bil 24 klukkustundum eftir innritun, með bankamillifærslu eða PayPal

  Airbnb
  20. nóv. 2019
  Kom þetta að gagni?