Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig þú færð greitt fyrir að taka á móti gestum

  Kynntu þér grunnatriðin varðandi það hvenær og hvernig þú færð útborgað.
  Höf: Airbnb, 12. feb. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. des. 2021

  Aðalatriði

  Nýir gestgjafar spyrja oft: „Hvernig fæ ég borgað?“ Í nokkrum skrefum einfaldar Airbnb þér að þiggja greiðslur, eða það sem við köllum útborganir. Svona gengur það fyrir sig:

  Hvernig þú færð útborgað

  Til að fá greiðslur á Airbnb verður að velja útborgunarmáta í hlutanum fyrir greiðslur og útborganir fyrir aðganginn. Útborgunarmátar eru til dæmis bankamillifærslur (einnig kallaðar ACH), PayPal, fyrirframgreidd debetkort Payoneer og Western Union en það fer eftir aðsetri hvers og eins.

  Hér er stutt yfirlit um það hvernig útborgunarmáta er bætt við aðgang:

  Þú munt einnig þurfa að veita upplýsingar um skattgreiðanda svo að við getum gefið út réttu skattgögnin fyrir þig. Ertu ekki viss um hvort þetta eigi við um þig? Frekari upplýsingar um móttöku skatteyðublaða frá Airbnb.

  Útborgunarmáti þinn verður staðfestur svo að allar tekjurnar berist örugglega á réttan stað. Staðfestingarferlið getur tekið allt frá 2 til 10 daga en það fer eftir því hvaða útborgunarmáti er valinn.

  Útborgun til þín

  Til að reikna út útborgun bætir þú valfrjálsum aukagjöldum (eins og ræstingagjaldi eða gjaldi fyrir aukagesti) við gistináttaverð hjá þér. Þetta er millisamtalan.

  Gjöld og skattar eru dregin frá millisamtölunni. Skattar geta verið misháir eftir staðsetningu en flestir gestgjafar borga 3% þjónustugjald. Gjaldið hjálpar Airbnb að standa straum af kostnaði við vörur og þjónustu sem við bjóðum (eins og þjónustuverið sem er opið allan sólarhringinn!) og það miðast við millisamtölu bókunarinnar.

  Mundu að tekjurnar fara eftir því hve lengi gestur dvelur, afslætti o.s.frv. Ef útborgun dregst eða hún virðist vera lægri en þú bjóst við gæti það verið vegna bókunar sem var felld niður eða breytt sem hefur orðið til þess að gestur fékk endurgreitt að fullu eða að hluta til.

  Tímasetning útborgunar

  Tekjur af gestaumsjón eru almennt millifærðar sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Útborgunarmátinn ræður því hve langur tími líður þar til greiðslan berst inn á reikning.

  Vanalega berast bankamillifærslur til dæmis innan 7 virkra daga en greiðslur með PayPal og Payoneer-kortum berast innan sólarhrings. Nákvæm tímasetning fer þó eftir því hvar reikningurinn þinn er. Airbnb millifærir tekjur vanalega með mánaðarlegum greiðslum þegar gestir gista í lengri tíma (28 nætur eða lengur).

  Staða útborgana sést alltaf ífærsluskránni.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  Airbnb
  12. feb. 2020
  Kom þetta að gagni?