Svona færðu útborgað fyrir að taka á móti gestum
Greinin fjallar um:
Í nokkrum skrefum einfaldar Airbnb þér að þiggja greiðslur, eða það sem við köllum útborganir.
Hvernig þú færð útborgað
Þú velur hvernig þú vilt fá tekjurnar greiddar fyrir gestaumsjón. Útborgunarmátar í boði fara eftir búsetu þinni. Útborgunarmátar geta verið eftirfarandi:
- Bankareikningur
- Hraðgreiðsla
- Alþjóðleg millifærsla
- Fyrirframgreitt debetkort Payoneer frá Mastercard
- PayPal
- Western Union
Bættu útborgunarmáta við undir útborgunarhlutanum undir greiðslur í stillingum fyrir gestgjafaaðgang til að setja upp útborganir. Útborgunarmátinn sem þú velur verður notaður fyrir allar nýjar bókanir þar til þú breytir honum.
Þú gætir þurft að gefa upp upplýsingar um skattgreiðanda svo að við getum sent þér réttu skattgögnin. Ertu ekki viss um hvort þetta eigi við um þig? Frekari upplýsingar um skattgögn frá Airbnb.
Útborgunarmátinn kemur fram sem hann sé í vinnslu meðan verið er að staðfesta hann. Staðfestingarferlið getur tekið allt að 10 daga nema að þú veljir hraðgreiðslu sem er staðfest samstundis.
Útborgun til þín
Veldu bókun í dagatalinu til að sjá tekjur þínar af þeirri dvöl. Flettu niður að bókunarupplýsingunum til að skoða sundurliðaðan lista sem inniheldur:
- Gistináttaverð hjá þér fyrir dvöl gests
- Öll valkvæm gjöld sem þú innheimtir fyrir ræstingar, gæludýr eða viðbótargesti
- Gistináttaskatta
- Þjónustugjöld Airbnb
- Útborgun til samgestgjafa ef við á
- Heildarútborgun til þín
Þjónustugjöld hjálpa Airbnb að standa straum af kostnaði við þær vörur og þjónustu sem þú notar til að deila eigninni þinni. Til dæmis þjónustuverið sem er opið allan sólarhringinn. Frekari upplýsingar um þjónustugjöld Airbnb.
Ef útborgunin er lægri en þú bjóst við gæti það verið vegna afsláttar sem þú bættir við eða vegna þess að bókunin hefur verið felld niður eða henni breytt. Færslugjöld geta einnig átt við um ákveðna útborgunarmáta en margir eru í boði án viðbótarkostnaðar.
Tímasetning útborgunar
Tekjur af gestaumsjón eru almennt millifærðar innan eins virks dags frá innritun. Í sumum tilvikum er greiðslan millifærð innan eins virks dags frá útritun, meðal annars ef:
- Nýr gestgjafi hefur ekki staðfest skráningu
- Gestgjafi brýtur gegn skilmálum okkar, reglum eða viðmiðum
- Airbnb telur það nauðsynlegt til verndar Airbnb, meðlima og þriðju aðila
Skoðaðu tekjustjórnborðið til að sjá hvenær bókun var útborguð. Útborgunarmátinn ræður því hve langur tími líður frá því að Airbnb sendir útborgunina til þín og þar til hún berst þér.
Dæmi um útborgunarmáta í boði og almennan millifærslutíma:
- Hraðgreiðsla: 30 mínútur eða minna
- Fyrirframgreitt debetkort Payoneer frá Mastercard: Innnan sólarhrings
- PayPal: Innan eins virks dags
- Western Union: Einn virkur dagur (getur verið mismunandi eftir landi/svæði)
- Bankamillifærsla: 3-5 virkir dagar
- Alþjóðleg millifærsla: 3-7 virkir dagar
Þegar þú tekur á móti gestum sem gista í 28 nætur eða lengur millifærir Airbnb útborganir með mánaðarlegum greiðslum. Sú fyrsta fer innan eins virks dags frá innritun. Í sumum tilvikum, þar á meðal þegar nýr gestgjafi hefur ekki staðfest skráningu, er fyrsta afborgunin millifærð 28 dögum eftir innritun.
Frekari upplýsingar um útborganir. Þú getur alltaf séð stöðu útborgana í tekjustjórnborðinu.