Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Þjónustugjöld Airbnb

Við innheimtum þjónustugjald þegar bókun er staðfest til að standa straum af rekstrarkostnaði Airbnb ásamt kostnaði við þjónustu eins og þjónustuverinu sem er opið allan sólarhringinn. 

Uppsetning gjalds fyrir gistingu er tvenns konar; annars vegar skipt gjald og hins vegar óskipt gjald gestgjafa. 

1. Skipt gjald

Þetta er algengasta gjaldskráin og er gjaldinu skipt á milli gestgjafans og gestsins.

Þjónustugjald gestgjafa

Þjónustugjald flestra gestgjafa er 3% en sumir greiða meira, þar á meðal gestgjafar með eignir á Ítalíu.

  Gjaldið er reiknað miðað við millisamtölu bókunarinnar (með innheimtu gistináttaverði og viðbótargjöldum sem gestgjafinn leggur á, en að undanskildu þjónustugjaldi gesta og sköttum) og það er dregið sjálfkrafa af útborgun til gestgjafans.

  Svona skoðar þú þjónustugjald bókunar:

  1. Smelltu á tekjur
  2. Veldu tiltekið bókunarnúmer
  3. Þú finnur þjónustugjald Airbnb undir útborgun

  Þjónustugjald gesta

  Frá og með 1. apríl 2024 mun þjónustugjald gesta fela í sér viðbótargjald fyrir bókanir sem fela í sér fleiri en einn gjaldmiðil eins og lýst er hér að neðan. 

  Þjónustugjöld gesta eru yfirleitt lægri en 14,2% af millisamtölu bókunarinnar (með innheimtu gistináttaverði og viðbótargjöldum sem gestgjafinn leggur á, en að undanskildu þjónustugjaldi gesta og sköttum). Þjónustugjald gesta fer eftir ýmsum þáttum og gæti verið hærra eða lægra eftir bókunum. Í sumum tilvikum er þjónustugjald gesta lægra fyrir gistingu sem varir lengur en í 28 nætur.

  Við breytum innheimtum gjöldum okkar í samræmi við þjónustuna sem við veitum gestum fyrir bókanir þar sem gestur greiðir með öðrum gjaldmiðli en gestgjafinn hefur tilgreint fyrir skráninguna sína. Viðbótargjald bætist við þjónustugjald gesta fyrir bókanir þar sem greitt er með öðrum gjaldmiðli en þeim sem gestgjafinn hefur tilgreint fyrir skráningu sína, sem þýðir að þjónustugjald gesta mun nema allt að 16,5% af millisamtölu bókunarinnar.

  Þjónustugjald gesta kemur fram á greiðslusíðunni áður en þú gengur frá bókun.

  2. Óskipt gjald gestgjafa

  Samkvæmt þessari gjaldskrá er heildargjaldið dregið frá útborgun til gestgjafans. Yfirleitt nemur það 14–16% en gestgjafar með ofurstranga afbókunarreglu gætu greitt meira og gjöld fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur gætu verið lægri.

  Gjaldið er áskilið fyrir hefðbundnar gistieignir eins og hótel, þjónustuíbúðir o.þ.h. sem og gestgjafa með hugbúnaðartengingu (nema meirihluti skráninga viðkomandi séu í Bandaríkjunum, Kanada, Bahamaeyjum, Mexíkó, Argentínu, Taívan eða Úrúgvæ).

  Innheimta virðisaukaskatts

  Lög hvers lögsagnarumdæmis ráða því hvort VSK eigi við fyrir ofangreind gjöld. VSK er innifalinn í innheimtu þjónustugjaldi, þar sem hann er lagður á.

  Við áskiljum okkur réttinn til að breyta þjónustugjöldum okkar hvenær sem er og allar breytingar verða gerðar í samræmi við þjónustuskilmála okkar.

  Var þessi grein gagnleg?

  Greinar um tengt efni

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Innskráning eða nýskráning