Kynnstu fleiri gestgjöfum

Finndu gestgjafa á þínu svæði með markaðssetningu á netinu og í eigin persónu.
Airbnb skrifaði þann 12. des. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 12. des. 2023

Því meiri sýnileika sem þú hefur á tilteknum stað, því auðveldara áttu með að finna gestgjafa sem þarfnast aðstoðar þinnar. Með blöndu af kynningu á Netinu og í eigin persónu eiga gestgjafar betra með að kynna sér þjónustu þína og segja öðrum frá henni.

Að finna gestgjafa sem vilja aðstoð

Þótt gestgjafar geti ávallt fundið þig í gegnum aðalsíðu reyndra samgestgjafa er góð hugmynd að byggja upp tengslanet meðal gestgjafa í nærsamfélagi þínu. Ýmsir farsælir samgestgjafar hafa komið sér upp LinkedIn-, Instagram- eða Facebook-síðu til að kynna þjónustu sína sem samgestgjafar.

Reyndu að nýta öll tækifæri til að mæta á viðburði þar sem þú gætir hitt gestgjafa í leit að samgestgjafa á þínu svæði.

Jimmy, reyndur samgestgjafi í Palm Springs í Kaliforníu segir að hann hafi aðallega fundið gestgjafa „þökk sé tali manna á milli í nærsamfélaginu.“ Þú gætir komist á snoðir um gestgjafa þegar þú býst síst við því, en nýlega frétti Jimmy af tveimur nýjum eignum í gegnum aðilan sem sér um þrif á sundlauginni hans.

Dominic, reyndur samgestgjafi í Cornwall á Englandi, hefur svipaða sögu að segja. „Þetta hefur bara komið af sjálfu sér,“ segir hann, „og takturinn hefur verið þannig að ég hef átt gott með að halda utan um allt.“

Þegar þú hefur komið þér vel fyrir getur þú fundið leiðir til að aðgreina þig frá öðrum samgestgjöfum. Þetta geta verið þættir eins og:

  • Fréttabréf eða blogg þannig að gestgjafar séu með á nótunum

  • Komuglaðningur fyrir gesti

  • Sérsniðin þjónusta fyrir gestgjafa eða gesti

  • Leiðarvísir fyrir hagkvæmar verslanir á staðnum

Að senda tilvísanir

Ef þú finnur gestgjafa utan þjónustuverkvangs reyndra samgestgjafa gætir þú sent viðkomandi boð um samstarf með því að senda tilvísunarhlekk frá stjórnborði þínu á verkvangi reyndra samgestgjafa. Þótt þú þurfir ekki að bæta nýjum gestgjafa við beiðnaflipann, gæti það verið góð leið til að halda skipulagi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
12. des. 2023
Kom þetta að gagni?