Aflaðu tekna á eigin forsendum

Eigðu í samstarfi við gestgjafa sem þarfnast aðstoðar
Airbnb skrifaði þann 26. apr. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 26. apr. 2024

Reyndir samgestgjafar eru heimafólk sem aðstoðar við umsjón með eignum annarra gestgjafa. Þú velur hvaða þjónustu þú býður og hvað þú tekur fyrir. 

Dæmi um það sem gestgjafar gætu þarfnast aðstoðar við eru m.a. þættir eins og að útbúa skráningarsíðu, uppfæra dagatal og verð, eiga samskipti við gesti, hafa umsjón með bókunum, vera gestum innan handar meðan á dvöl stendur, skrifa umsagnir, aðstoða við inn- og útritun og sjá um ræstingar og viðhald.

Athugaðu hvort þú uppfyllir skilyrðin

Þjónustuverkvangur reyndra samgestgjafa gerir gestgjöfum og reyndum samgestgjöfum kleift að mynda tengsl og kanna hvort grundvöllur sé fyrir samstarfi sín á milli. Hann stendur til boða í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Mexíkó, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Skráðu þig á biðlistann okkar, búir þú annars staðar.

Þú verður að fara að gildandi lögum og reglugerðum þar sem þú ert til að gerast reyndur samgestgjafi, ásamt því að uppfylla eftirfarandi skilyrði með tilliti til síðustu 12 mánaða: 

  • Þú hefur séð um tíu eða fleiri dvalir sem gestgjafi eða samgestgjafi á Airbnb, án neikvæðra uppákomna

  • Þú ert með 4,8 eða meira í meðaleinkunn frá gestum á öllum aðgöngum og skráningum sem þú hefur umsjón með

  • Afbókunarhlutfallið þitt er lægra en 3%, nema að um gildar ástæður sé að ræða vegna aðstæðna sem þú hefur ekki stjórn á

Þú berð ábyrgð á því að verða þér úti um hvers konar tilskilin leyfi eða opinbera skráningu til að teljast til reynds samgestgjafa þar sem þú ert og kynna þér hvaða reglugerðir eiga við um þig. Sums staðar eru gerðar kröfur um að samgestgjafi sé löggiltur fasteignasali. Frekari upplýsingar má nálgast í þjónustuskilmálunum.

Að gerast reyndur samgestgjafi

Sæktu um aðild að þjónustuverkvangi reyndra samgestgjafa ef þú uppfyllir öll skilyrðin. Þegar þú hefur útbúið notandalýsinguna þína geta gestgjafar í leit að aðstoð á svæðinu fundið hana og sent þér skilaboð. 

Þú færð aðgang að ýmsum tólum sem einfalda þér umsjón með rekstrinum á þínum forsendum. Þú getur nýtt þér þau til að senda gestgjöfum skilaboð, útbúa skráningarsíður í sameiningu og komið þér saman við gestgjafa hvað þú færð útborgað af hverri bókun.

Við sendum þér boð um að gerast meðlimur Slack-rásar* sem heldur utan um virkt samfélag reyndra samgestgjafa og er tilvalinn staður til að fá svör við spurningum og gefa góð ráð.

Njóttu innblásturs frá öðrum samgestgjöfum

Taktu þátt í vefnámskeiði þar sem þú getur fengið svör við spurningum og komist að því hvort gestaumsjón fyrir reynda samgestgjafa henti þér. Þú getur einnig notið innblásturs frá reynslusögum annarra reyndra samgestgjafa. 

John, reyndur samgestgjafi í Scottsdale, Arizona, gerðist gestgjafi árið 2015 og samgestgjafi fyrir þremur árum. „Eins og staðan er núna er Airbnb orðið hluti af mér,“ segir hann. Með tímanum lærði hann hvað hentaði honum við gestaumsjónina og hvað ekki. Gestgjafar sem unnu með honum nutu nú þegar góðs af þekkingu hans en þegar hann heyrði um þjónustu reyndra samgestgjafa hugsaði hann með sér: „Já, til er ég! Þetta hljómar spennandi.“

Sabrina, reyndur samgestgjafi í Denver, Colorado, var þegar umsjónarmaður fasteigna þegar hún gerðist samgestgjafi árið 2015. „Það er gríðarlega mikilvægt að framlag þitt auki virði eigandans og eignarinnar,“ segir hún. „Hafir þú ekki mikla reynslu skaltu gera þitt besta til að öðlast hana með því að hjálpa vini eða fjölskyldumeðlimi með gestaumsjónina, taka á móti gestum í eigin eign eða taka að þér að sjá um tiltekinn þátt gestaumsjónarinnar til að byrja með.“

*Slack er ekki tæknilegt verkfæri og er veitt á valfrjálsum forsendum. Þjónustuverkvangur reyndra samgestgjafa áskilur sér réttinn til að afturkalla aðgang tiltekins reynds samgestgjafa, skyldi sá hinn sami brjóta gegn reglum Airbnb. Notkun verkvangsins er einnig háð þjónustuskilmálum og friðhelgisstefnu Slack.

Þessi verkvangur er rekinn af Airbnb Living LLC, Airbnb Global Services Limited og Airbnb Plataforma Digital Ltda. Verkvangur Luckey er í boði Luckey SAS.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
26. apr. 2024
Kom þetta að gagni?