Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Ráð um hreingerningar frá reyndum gestgjöfum

Flekklaus eign vekur ánægju gesta og stuðlar að frábærum umsögnum.
Airbnb skrifaði þann 9. mar. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 9. mar. 2023

Hrein eign getur leitt til glimrandi umsagna. Samkvæmt gögnum Airbnb er hreinlæti er ein af helstu ástæðunum fyrir neikvæðri umsögn. Prófaðu þessar ábendingar frá reyndum gestgjöfum til að halda eigninni þinni tandurhreinni.

Að koma sér upp ræstingaráætlun

Hvort sem þú sérð um ræstingarnar á eigin spýtur eða ræður ræstiþjónustu, skiptir öllu máli að eignin sé ávallt rækilega þrifin á milli hvers gest.

„Það er mikilvægt að hafa samræmi á hlutunum og vera með gátlista fyrir ræstitæknana,“ segir Juliette, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Naíróbí, Kenía. „Það hjálpar þeim vegna þess að það skapar vana. Gott skipulag við hreingerningarnar skilar sér alltaf.“

Ef þú notast við ræstiþjónustu skaltu prófa að renna í gegnum ræstingarferlið á eigin spýtur til að átta þig á því hvað þarf að gera og hverju þarf að bæta við gátlistana. Gættu þess að hafa nægan tíma á milli bókana svo hægt sé að þrífa vel og vandlega og vertu með annan ræstitækni sem þú getur leitað til eða varaáætlun ef forföll koma upp hjá ræstitækninum þínum.

Þrif fyrir gesti krefjast miklu meiri athygli en þegar þú þrífur fyrir þig. Íhugaðu að fjárfesta í ítarlegri þrifum reglulega þannig að hefðbundin þrif á milli bókana verði léttari og skilvirkari.

Grunnatriðin fyrst

Juliette ítrekar mikilvægi þess að leggja áherslu á tiltekin svæði við þrifin.

  • Byrjaðu á svæðum þar sem mesta umgengnin er. „Eldhúsið og baðherbergin eru virkilega mikilvæg vegna þess að þetta eru mest notuðu rýmin,“ segir Juliette. Þegar baðherbergin eru orðin flekklaus er komið að eldhúsinu þar sem ræstitæknar hennar vaska upp alla diskana. „Við þrífum hátt og látt,“ segir hún.
  • Næst eru það svefnherbergin. Ræstitæknar Juliette opna skúffur, skoða undir rúmin og sjá til þess að ekkert fari fram hjá þeim. „Síðan tökum við af rúmunum, loftum út, opnum alla glugga upp á gátt og leggjum rúmfötin í bleyti,“ segir hún.
  • Að lokum eru það rúmin. Svona gerir Juliette þetta. „Dýnurnar og koddarnir eru með hlífum og ég skipti um allt settið í hvert skipti,“ segir hún.

Áhersla á smáatriðin

Hugsaðu eins og gestur Tammi, gestgjafi í Seattle, segir til dæmis: „Sturtuhengið gleymist oft. Ég er með plastklæðningu á mínu sem ég úða á og þurrka af eftir hvern gest. Ég skipti henni síðan út á eins til tveggja mánaða fresti.“

Passaðu líka að gleyma ekki flötum sem eru snertir mikið, eins og ljósarofum. „Þeir geta orðið sóðalegir en þú tekur ekki eftir því vegna þess að þú venst þeim,“ segir Adam, gestgjafi í Atlanta. „Smá spritt ætti að duga til.“

Gættu þess að málin séu ekki loðin

Gestir vilja aldrei lenda í því að finna hár af einhverjum þar sem þeir eru. Sue og John, gestgjafar í Salt Lake City, eru með gott ráð til að koma í veg fyrir laus hár: „Eftir að hafa þvegið öll rúmfötin förum við yfir lökin, koddaverin og ábreiðurnar með límrúllu,“ segja þau.

Laura, gestgjafi í Cottonwood, Arizona, mælir með að skipta um aðferð við gólfþrifin. „Þrífðu baðherbergisgólfið á fjórum fótum og notaðu skrúbbbursta eða örtrefjaklút,“ segir hún. „Það er auðveldara og fljótlegra og engin hár munu fara fram hjá þér.“ Mundu síðan að hreinsa niðurföllin á baðherberginu á milli hvers gests.

Láttu reyna á ábendingar annarra gestgjafa

Hér eru góð þrifaráð frá reyndum gestgjöfum:

  • Byrjaðu á því að setja í þvottavél. „Það fyrsta sem ég geri er að setja rúmfötin og handklæðin í þvottavélina þannig að hún vinni á meðan ég sé um að þrífa restina,“ segir Emma-Kate í San Francisco. „Það er skilvirkt.“
  • Bónaðu viðargólf. „Ég er með harðviðargólf og bóna þau reglulega svo að gólfin séu alltaf glansandi þegar gestir ganga inn,“ segir Tammi í Seattle. „Gestirnir fá þá á tilfinninguna að allt sé tandurhreint og líður því betur.“
  • Brjóttu upp á salernispappírinn. „Ég brýt saman fyrsta blaðið á pappírsrúllunni,“ segir Emma-Kate. „Þetta er smávægilegt atriði en lítur vel út og sýnir hugulsemi.“
  • Fylltu á handsápu og sjampóflöskur. „Það er góð tilfinning þegar allt inni á baðherberginu er eins og nýtt,“ segir Alex í San Francisco. „Þegar flaska er full og lokuð fær gesturinn það á tilfinninguna að viðkomandi sé fyrsta manneskjan til að nota hana.“
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
9. mar. 2023
Kom þetta að gagni?