Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Svör við spurningum gestgjafa varðandi kórónaveiruna

  Svör við spurningum gestgjafa varðandi kórónaveiruna

  Svona virka afbókunarreglur okkar og þjónustuleiðir fyrir þig.
  Höf: Airbnb, 5. mar. 2020
  6 mín. lestur

  Uppfært 17. mars 2020

  Við vitum að það er uppi mikil óvissa varðandi kórónaveiruna (COVID-19) og hvort hún muni hafa áhrif á þig og gistirekstur þinn. Við erum að fylgjast með spurningum og hér svörum við nokkrum þeirra til að styðja við alþjóðlegt samfélag okkar. Við munum halda áfram að uppfæra þessa síðu eftir því sem ástandið þróast og fleiri svör berast.

  Hvaða reglur eiga við um gildar málsbætur?
  Reglur Airbnb umgildar málsbætur gefa gestum og gestgjöfum þann kost að geta afbókað án gjalda ef þeir verða fyrir áhrifum alvarlegra meiðsla eða veikinda, náttúruhamfara, ferðatakmarkanna eða annarra ófyrirsjáanlegra atburða. Í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að COVID-19 sé heimsfaraldur höfum við útvíkkað þessar reglur fyrir allan heiminn* til að ná yfir allar bókanir sem gerðar eru 14. mars eða fyrr með innritun milli 14. mars og 14. apríl. Afbókunarregla skráningarinnar gildir eins og venjulega vegna bókana sem eru þegar hafnar, sem voru gerðar eftir 14. mars eða þar sem innritun er eftir 14. apríl.

  *Þetta á ekki við um innanlandsferðalög á meginlandi Kína. Hér eru ítarlegri upplýsingar. Bókanir hjá Luxe eða Luxury Retreats falla undir reglur um endurgreiðslu til gesta hjá Luxe.

  Gestur var að afbóka hjá mér. Hvað gerist núna?
  Við vitum að afbókanir geta verið óþægilegar, jafnvel þegar ástæður afbókunarinnar eru skiljanlegar. Hafðu í huga að gestir sem afbóka samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur hafa sjálfir orðið fyrir áhrifum og að afbókun þeirra hjálpar til við að gæta hollustu allra samfélagsmeðlima okkar. Við látum þig vita ef gestir hjá þér afbóka samkvæmt þessum reglum og opnum sjálfkrafa viðeigandi dagsetningar í dagatalinu þínu svo þú getir tekið á móti öðrum gestum. Engin gjöld verða innheimt í tengslum við niðurfelldu bókunina.

  Gestur kemur frá áhrifavæði. Hvað ætti ég að gera?
  Ef þú hefur áhyggjur af því að taka á móti gesti sem ferðast frá áhrifasvæði eða ef þú finnur einfaldlega ekki fyrir öryggi sem gestgjafi eins og er getur þú fellt niður gjaldgengar bókanir í gegnum verkvanginn. Þér verður þá tilkynnt að bókunin þín uppfylli kröfur um kostnaðarlausa afbókun og gesturinn þinn fær endurgreitt að fullu. Gott er að senda gestum skilaboð eins fljótt og unnt er og útskýra ástæðu afbókunar.

  Hafðu í huga að við erum með reglur gegn mismunun. Afbókanir sem tengjast truflunum af völdum kórónaveirunnar þurfa að samræmast innanhússreglum okkar sem og opinberum leiðbeiningum og ráðleggingum um gjaldgengar aðstæður og svæði.

  Hvað ætti ég að gera ef mér finnst óþægilegt að taka á móti gesti?
  Ef þú hefur áhyggjur af því að taka á móti gesti á þessum óvissutímum skiljum við áhyggjur þínar. Mundu að Airbnb er með reglur gegn mismunun áður en þú afbókar. Mundu að koma fram við hvern ferðamann af samkennd og virðingu en það þýðir að þú notir sömu viðmið fyrir allar bókanir og eins þegar þú tekur ákvörðun um afbókun. Við höfum greint frá nokkrum leiðbeiningum og spurningum sem þú getur haft í huga til að auðvelda þér að fá upplýsingarnar sem þú þarft.

  Er eitthvað sem ég get gert til að lágmarka áhrifin á gistireksturinn minn?
  Þrátt fyrir að margir ferðamenn vilji frekar vera heima hjá sér á þessum óvissutíma eru sumir enn að hugsa um gistingu nálægt sér eða ferðalög síðar meir. Við erum að vinna að því að sýna betur skráningar með sveigjanlegri afbókunarreglu til að koma til móts við þarfir þessarra gesta. Við höfum einnig tekið saman nokkrar gagnlegar ábendingar til að lágmarka áhrif af COVID-19 á gistirekstur og munum áfram vinna að leiðum til að styðja við ykkur á þessum erfiðu tímum.

  Hvernig styður Airbnb gestgjafa sem bjóða sveigjanlegri dvöl?
  Við höfum þróað verkfæra- og þjónustuvöndul til að hjálpa bæði gestgjöfum og gestum að bregðast við óvissu og styðja við sveigjanlegri ferðaáætlanir.

  • Við auðvelduðum gestum að finna skráningar með sveigjanlegri afbókunarreglu; til dæmis með nýrri síu sem einfaldar leit að þeim skráningum.
  • Við kynntum einnig verkfæri sem auðveldar gestgjöfum að endurgreiða gestum sem þurfa að afbóka vegna COVID-19.

  Við munum deila frekari upplýsingum eftir því sem við kynnum samfélag okkar fyrir þessum bættu verkfærum og þjónustu á komandi vikum. Frekari upplýsingar

  Innheimtir Airbnb gjöld vegna afbókana?
  Þegar bókanir eru felldar niður samkvæmt reglum um gildar málsbætur fá gestir endurgreiddan kostnað af bókuninni. Og við munum ekki leggja nein afbókunargjöld á gestgjafa sem þurfa að fella niður gjaldgengar bókanir.

  Við viljum einnig leggja áherslu á að Airbnb hefur engan ávinning af neinum bókunum sem hætt er við samkvæmt þessum reglum. Þjónustugjöld okkar verða endurgreidd að fullu fyrir hverja gjaldgenga afbókun. Við stöndum saman í þessu.

  Get ég samþykkt nýjar bókanir ef ég felli niður gjaldgenga bókun?
  Þú getur samþykkt nýjar bókanir þessa daga jafnvel þótt það hafi verið þú sem afbókaðir.

  Mun ég missa stöðu mína sem ofurgestgjafi ef ég felli niður gjaldgenga bókun?
  Nei. Afbókanir samkvæmt reglum um gildar málsbætur hafa engin áhrif á 1% afbókunarhlutfallið sem verður að hafa til að halda stöðu ofurgestgjafa. Kynntu þér betur hvernig við förum yfir viðmiðin í næsta mati ofurgestgjafa.

  Munu önnur viðurlög eiga við um gestgjafa sem fella niður gjaldgengar bókanir?
  Nei. Engum almennum afbókunarviðurlögum verður beitt vegna gestgjafa sem afbóka samkvæmt reglum um gildar málsbætur.

  Ég er upplifunargestgjafi á Airbnb. Hvað þarf ég að vita?
  Við gerum hlé á öllum upplifunum frá og með 18. mars til og með að minnsta kosti 3. apríl 2020. Við tókum þessa erfiðu ákvörðun vegna þess að upplifunum er ætlað að koma fólki saman og heilbrigðisstofnanir um allan heim hafa mælt á móti slíkum samskiptum og telja það eina bestu leiðina til að vernda samfélagið. Nýjustu uppfærslurnar er að finna í þessari grein í hjálparmiðstöðinni.

  Hvað get ég gert til að hjálpa að koma í veg fyrir dreifingu sjúkdóma eins og kórónaveirunnar?
  Endurtekin hreinsun yfirborða sem eru mikið snert (eins og ljósarofa, hurðarhúna og handföng á skápum) og endurtekinn handþvottur getur skipt sköpum við að gæta öryggis þíns og gesta þinna samkvæmt Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC).Lestu greinina okkar með fleiri ráðum frá CDC um hreinlæti og hollustuhætti.

  Það er verið að aflýsa viðburðum. Munu þessar bókanir falla undir reglur Airbnb um gildar málsbætur?
  Við vitum að margir ferðalangar bóka gistingu á Airbnb fyrir viðburði eins og Coachella, SXSW, Mobile World Congress og síðan mætti áfram telja. Ef viðburði hefur verið aflýst og bókunin þín fellur ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur hvetjum við gesti til að kynna sér afbókunarregluna fyrir bókunina sína og hafa samband við gestgjafa til að ræða kosti í stöðunni.

  Við höfum kynnt verkfæri svo að gestgjafar geti endurgreitt bókanir sem falla ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur.

  Ég er gestgjafi eignar í Airbnb Luxe eða Luxury Retreats. Gilda reglur um gildar málsbætur í mínu tilviki?
  Nei. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga ekki við um bókanir hjá Airbnb Luxe eða Luxury Retreats sem falla undir sérstakar reglur um endurgreiðslu til gesta hjá Luxe.

  Ég þarfnast aðstoðar. Hvar get ég fundið úrræði á Netinu?
  Við vitum hvað það getur verið pirrandi að fá ekki svar um leið. Við viljum hjálpa þér að fá þann stuðning og þær upplýsingar sem þú þarfnast. Þess vegna opnuðum við Airbnb.com/COVID19 auk þess að við svörum áfram símtölum ykkar, spjalli og tölvupósti eins fljótt og auðið er.

  Hægt er að leysa úr mörgum algengum vandamálum á Netinu og það á sérstaklega við um bókun sem fellur undir reglur okkar um gildar málsbætur. Þú getur einnig farið inn á hjálparmiðstöðina okkar til að fá fleiri svör. Mörg ykkar hafa einnig deilt eigin ábendingum og veitt stuðning í félagsmiðstöð okkar.

  Ég hef enþá spurningar. Við hvern ætti ég að hafa samband?
  Við hvetjum þig til þess að hafa samband við þjónustuver okkar varðandi spurningar eða til þess að fá aðstoð við afbókanir. Við kunnum að meta alla þolinmæði sem þið sýnið á meðan við gefum þeim forgang sem þurfa meiri áríðandi aðstoð og biðjum þig um að hafa aðeins samband við okkur ef bókunin þín á að hefjast innan við 72 klst. Ef þú hefur áríðandi spurningu getur þú einnig fundið svör á Airbnb.com/COVID19 eða í hjálparmiðstöðinni

  Við vitum að ástand eins og með kórónaveiruna getur haft slæm áhrif á allan rekstur og við erum hér til þess að aðstoða. Takk fyrir að vinna með okkur til að vernda öryggi og hollustu samfélagsins okkar.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  5. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?