Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar

  5 skrefa ræstingarferlið er verklag varðandi þrif sem allir gestgjafar þurfa að fylgja milli gesta auk þess að fylgja landslögum og tilmælum.

  1. skref: Undirbúðu þig

  Réttur undirbúningur getur gagnast þér og teyminu þínu að þrífa á skilvirkari og öruggari hátt. Passaðu að:

  • Loftræsta eignina fyrir og meðan á þrifum stendur ef mögulegt er
  • Nota sótthreinsiefni sem staðbundin eftirlitsyfirvöld samþykkja til notkunar gegn COVID-19
  • Lesa ávallt vandlega leiðbeiningar og viðvaranir á hreinsunarvörum
  • Þvo eða sótthreinsa hendur

  2. skref: Þrífðu

  Þrif lýsa því að fjarlægja ryk og óhreinindi af yfirborðum, svo sem gólfum og borðplötum. Passaðu að:

  • Sópa, ryksuga, þurrka af og/eða skúra svæði fyrir hreinsun
  • Þvo leirtau og lín á eins miklum hita og má
  • Þurrka af hörðum flötum með sápu og vatni

  3. skref: Hreinsaðu

  Hreinsun felur í sér notkun efna til að minnka magn baktería á yfirborðum eins og hurðahúnum og sjónvarpsfjarstýringum. Passaðu að:

  • Úða með viðurkenndum sótthreinsiúða á öll mikið snert yfirborð í hverju herbergi
  • Láta sótthreinsiefnið liggja eins lengi og tilgreint er á merkimiða efnisins
  • Láta yfirborð þorna af sjálfu sér

  4. skref: Yfirfarðu

  Opnaðu innsýn > ræstingar til að sjá sérsniðna gátlista fyrir þrif. Passaðu að:

  • Skoða bestu vinnureglur á gátlista fyrir hvert herbergi til að staðfesta að öll svæði séu alltaf þrifin og hreinsuð milli gesta
  • Deila þessum bestu starfsvenjum með gestgjafateyminu þínu og ræstitæknum

  5. skref: Endurstilltu

  Til að koma í veg fyrir víxlmengun er mikilvægt að ljúka við þrif og hreinsun herbergis áður en hlutir eru settir aftur á sinn stað fyrir næsta gest. Passaðu að:

  • Þvo hendurnar áður en þú gengur frá vörum fyrir gesti, líni og hreinlætispökkum
  • Farga eða þvo hreinsi- og hlífðarbúnað á öruggan hátt
  • Fara ekki aftur inn í herbergi sem hefur verið hreinsað
  • Hreinsa búnað milli hverrar umsetningar

  Ferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var samin í samráði við sérfræðinga á sviði hreinlætis og læknisfræði.

  Í aðgangi þínum getur þú opnað innsýn > ræstingar til að sækja alla ræstingarhandbókina og nálgast frekari úrræði, þjálfun og sérsniðna gátlista fyrir þrif.

  Skuldbinding um að fylgja ræstingarferlinu fyrir allar skráningar er áskilin

  Gestgjafar sem samþykkja ekki öryggisreglur vegna COVID-19, þ.m.t. 5 skrefa ferlinu um ítarlegri ræstnigar, geta mögulega ekki samþykkt nýjar bókanir.

  Samkvæmt þessum reglum verður að bera grímu og gæta nándarmarka þegar þess er krafist í landslögum eða tilmælum og fylgja verður 5 skrefa ferli um ítarlegri ræstingar. Gestgjafar sem brjóta ítrekað eða alvarlega gegn ræstingarviðmiðunum gætu fengið viðvörun, orðið fyrir frystingu og í sumum tilvikum gæti þeim verið eytt út af Airbnb.

  Deildu skuldbindingu þinni um að sinna ítarlegri ræstingum með gestum

  Eftir að þú eða meðlimur úr gestgjafateymi þínu hefur skuldbundið sig til að sinna ítarlega ræstingarferlinu mun sú skuldbinding birtast gestum við skráninguna þína.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni