Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur

Heilsu- og öryggiskröfur varðandi gistingu á Airbnb

Mikilvægt er að hafa heilsu og öryggi í huga meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur. Við höfum útbúið skyldubundið regluverk vegna COVID-19 fyrir gestgjafa og gesti eigna á Airbnb sem byggir á leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna. Auk þess ættir þú að þekkja almennar heilsu- og öryggisleiðbeiningar varðandi COVID-19, fylgjast áfram með gildandi opinberum ferðatakmörkunum og -ráðleggingum og fylgja öllum viðmiðunarreglum sem gilda í landinu og á staðnum.

Airbnb hefur kynnt leiðbeiningar og þjónustu til að taka á áhyggjum varðandi heilsu og öryggi en þessar ráðstafanir geta ekki útilokað alla áhættu. Ef þú ert í áhættuhópi (t.d. fólk sem er eldra en 65 ára eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki eða hjartasjúkdóma) mælum við með því þú leitir ráða hjá fagaðilum og gætir þín sérstaklega þegar þú tekur ákvörðun um að bóka gistingu eða upplifun á Airbnb. Frekari upplýsingar um heilsu- og öryggisleiðbeiningar fyrir gestgjafa og gesti í upplifunum á Airbnb.

Öryggisreglur vegna COVID-19 (áskilið)

Notaðu grímu og gættu nándarmarka ef lög eða tilmæli á staðnum krefjast þess

Allir gestgjafar og gestir þurfa að framfylgja eftirfarandi ef þörf krefur samkvæmt landslögum eða tilmælum:

 • Nota grímu eða andlitshlíf í samskiptum í eigin persónu
 • Ávallt virða 2 metra (6 feta) nándarmörk við aðra einstaklinga

Fylgja 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar milli allra dvala

Öllum gestgjöfum og gestum ber að fylgja ofangreindum öryggisreglum vegna COVID-19, eins og við á, þ.m.t. 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar milli gesta. Gestgjafar og gestir sem brjóta ítrekað gegn þessum leiðbeiningum geta orðið fyrir öðrum afleiðingum, þar á meðal frystingu aðgangs eða verið vísað úr samfélaginu.

Viðbótarleiðbeiningar varðandi ferðalög og gestaumsjón meðan á COVID-19 stendur

Ekki ferðast ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða hefur verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn

Til að vernda heilsu og öryggi samfélags okkar ættu gestgjafar (og allir sem gætu verið í eign fyrir eða meðan á dvöl stendur) hvorki að fara inn í eign eða eignir, né umgangast gestina og gestir ættu ekki að innrita sig í eign ef eitthvað af eftirfarandi á við:

 • Sýking af völdum COVID-19 kemur upp eða hefur nýlega greinst
 • Grunur er um sýkingu eða útsetningu fyrir COVID-19 og niðurstöðu úr skimun er beðið til að staðfesta eða útiloka smit
 • Einkenna verður vart eða grunur er til staðar um hugsanlega sýkingu af COVID-19
 • Tíma hefur nýlega verið varið nálægt einstaklingi þar sem grunur eða staðfesting er til staðar um smit af COVID-19

Frekari upplýsingar um hvernig má ferðast með ábyrgum hætti meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur er að finna í grein okkar um gistingu í sóttkví og einangrun.

  Reglulegur handþvottur

  Gættu þess að þvo hendurnar oft, sérstaklega ef þú umgengst annað fólk en það sem fellur undir bókunina og snertir yfirborð eða áhöld í sameiginlegu rými eða samnýttu svæði.

  • Þvoðu hendurnar á réttan hátt með sápu og vatni í að minnsta kosti 20 sekúndur
  • Ef sápa og vatn eru ekki tiltæk skaltu nota handhreinsi með að minnsta kosti 60% alkóhóli. Berðu hann á allar hendurnar og nuddaðu þeim saman þar til þær eru orðnar þurrar

  Fylgdu landslögum og tilmælum á staðnum um grímur og nándarmörk í samnýttum svæðum og sameignum

  Þegar þú ert á sameiginlegu svæði eða í sameign (sem gestgjafi eða gestur) skaltu fylgja landslögum og tilmælum á staðnum varðandi grímunotkun og nándarmörk milli þín og allra sem falla ekki undir sömu bókun. Gestgjafar ættu að íhuga að bjóða snertilausa innritun þegar kostur er á.

  Mundu að ef þér finnst óþægileg tilhugsun að gista í sérherbergi eða sameiginlegu rými ættir þú að íhuga að bóka frekar heila eign. Ef þér finnst óþægileg tilhugsun að taka á móti gestum í sérherbergi eða sameiginlegu rými getur þú skráð alla eignina þína í heild eða hætt tímabundið að fá gesti sé það ekki hægt.

  Gestgjafar ættu einnig að fylgja staðbundnum leiðbeiningum um gestaumsjón í sérherbergjum og sameiginlegum rýmum og heildarfjölda þeirra sem fá að koma saman í eigninni.

  Athugaðu: Airbnb heldur úti alþjóðlegu banni á samkvæmi og viðburði í skráðum eignum á Airbnb. Lestu reglur okkar um samkvæmi og viðburði fyrir frekari upplýsingar.

  Viðbótarreglur fyrir gestgjafa sem bjóða sérherbergi og sameiginleg rými

  Gestgjafar með sérherbergi eða sameiginleg rými ættu einnig að:

  • Takmarka fjölda gesta eftir þörfum til að greiða fyrir nándarmörk á öllum samnýttum svæðum ef þörf krefur samkvæmt landslögum eða tilmælum
  • Lofta út í sameiginlegum rýmum meðan á dvöl stendur, svo lengi sem það sé öruggt samkvæmt 5 skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar
  • Þrífa og hreinsa samnýtt svæði (svo sem baðherbergi og eldhús) eins oft og mögulegt er

  Sum stjórnvöld takmarka gestaumsjón í sérherbergjum eða sameiginlegum herbergjum og gætu einnig lagt á aðrar kvaðir eða kröfur vegna þessara eigna. Mundu að fara yfir og fylgja öðrum leiðbeiningum stjórnvalda og/eða staðbundinna heilbrigðisyfirvalda um öryggi og ræstingar.

  Hvað gera skal ef COVID-19 greinist meðan á dvöl stendur eða að henni lokinni

  Ef þú greindist nýlega með COVID-19 eða upplifir einkenni COVID-19 skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk og íhuga að láta alla vita sem gætu hafa orðið fyrir áhrifum eða verið útsettir, auk viðeigandi yfirvalda á staðnum.

  Var þessi grein gagnleg?

  Greinar um tengt efni

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Innskráning eða nýskráning