Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hvernig má hjálpa til við að stöðva mansal

Sem gestgjafi eða gestur getur þú gert ráðstafanir til að greina og bregðast við mögulegu mansali í eign þinni. Með þetta í huga hvetjum við þig eindregið til að tilkynna grun um mansal til bandarísku hjálparlínunnar vegna mansals. Ef þú ert utan Bandaríkjanna getur þú fundið samtök um allan heim sem taka á mansali í alþjóðlega gagnagrunninum yfir nútíma þrælahald (GMSD).

Skilgreining á mansali

Skilgreining mansals getur verið mismunandi eftir löndum en flest lönd styðjast við þrú viðmið Sameinuðu þjóðanna sem samanstanda af þremur lykilþáttum: Aðstæður verða að fela í sér eftirfarandi þætti til að teljast til mannsals:

  1. Verknaðinn: Ráðning, flutningur, hýsing og viðtaka einstaklinga.
  2. Aðferðina: Hótanir eða valdbeiting, frelsissvipting, svik, þvingun eða misbeiting valds.
  3. Tilganginn: Misnotkun, þ.m.t. vændi eða önnur kynferðisleg misnotkun, nauðungarvinna, þrælkun eða önnur háttsemi sem svipar til þrælkunar, ánauð eða brottnám líffæra.

Berskjaldaðir hópar

Þó að hver sem er geti verið fórnarlamb mansals eru sumir hópar berskjaldaðri en aðrir vegna bágra lífskjara. Þar á meðal einstaklingar sem búa við fátækt eða bágan húsakost og fólk sem á sér sögu um áföll eða fíknisjúkdóma. Vegna sögulegrar og viðvarandi mismununar og ójöfnuðar er fólk af dökkum hörundshætti, innflytjendur og hinsegin fólk sérstaklega berskjaldað gegn mansali.

Til að aðstæður geti talist til mansals þurfa vísbendingar um ofbeldi, svik eða þvingun að vera til staðar. Birtingarmyndin gæti verið eftirfarandi:

  • Einstaklingur er ekki frjáls ferða sinna eða getur ekki verið það með öruggum hætti og hefur ekki stjórn á eigin fjármálum eða persónulegum eigum
  • Einstaklingur er þvingaður til að taka við starfi á öðrum forsendum en upphaflega var samið um við ráðningu
  • Einstaklingi er gert að neyta vímuefna eða áfengis af öðrum einstaklingi
  • Hótanir um beitingu líkamlegs valds eða ofbeldis
  • Notkun búnaðar sem takmarkar hreyfigetu
  • Líkamlegir áverkar

Eftirfarandi atriði gætu bent til þess að misnotkun eigi sér stað í skráðri eign:

  • Nauðungarvinna:
    • Starfsmaður er undir lögaldri
    • Merki um lélegt hreinlæti, vannæringu eða þreytu
    • Vinnuveitandi hýsir starfsmann í óviðeigandi rými (ekkert næði/óviðunandi svefnaðstaða)
    • Starfsmaður skuldar vinnuveitanda eða ráðningaraðila fjármuni og/eða fær ekki umsamin laun fyrir vinnu sína
    • Starfsmanni er meinað um réttmæta hvíld á vinnutíma
    • Vinnuaðstæður eru hættulegar eða óheilbrigðar og starfsmaður fær ekki viðeigandi öryggisbúnað eða þjálfun
    • Viðkomandi virðist vera undir eftirliti annars einstaklings þegar hann talar eða á í samskiptum við aðra
  • Kynlífsþrælkun:
    • Heimilisfang eignar kemur fram í vændisauglýsingum á Netinu
    • Tilkynningar um tíðar komur óheimilaðra gesta á ýmsum tímum sólarhringsins.
    • Mikið magn af kynlífstækjum til staðar í eigninni
    • Atvinnubúnaður fyrir myndbands- eða ljósmyndatöku er settur upp á staðnum

Hvernig þú getur brugðist við ef þig grunar að mansal eigi sér stað

Sem gestgjafi eða gestur getur þú lagt þitt af mörkum til að stöðva mansal. Ef þig grunar að mansal eigi sér stað í skráðri eign hjá þér getur þú tilkynnt það til bandarísku hjálparlínunnar vegna mansals í síma 1-888-373-7888, með því að senda textaskilaboðin „BeFree“ á númerið 233733 eða í netspjalli á humantraffickinghotline.org/chat. Hjálparlínan er í boði á meira en 200 tungumálum og er opin allan sólarhringinn. Hún er gjaldfrjáls og fullum trúnaði er heitið. 

Þú ættir einnig að tilkynna allan grun um mansal til Airbnb. Öryggismiðstöð Airbnb Airbnb er alhliða öryggisaðstoð í appinu sem veitir lykilúrræði. Þú getur hringt í neyðarsíma Airbnb í gegnum öryggismiðstöðina ásamt neyðarþjónustu á staðnum, hvar sem þú ert í heiminum.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning