Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Svör við helstu spurningum um nýju ræstingarreglurnar

  Svör við helstu spurningum um nýju ræstingarreglurnar

  Þetta þarftu að vita um sérfræði leiðbeiningarnar fyrir ræstingar.
  Höf: Airbnb, 24. apr. 2020
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 15. júl. 2020

  Aðalatriði

  Gestir hugsa nú meira en nokkru sinni áður um hreinlæti, allt frá því hvaða hreinlætisvörur eru notaðar og hvaða viðbótarráðstafana hefur verið gripið til. Þeir vilja vita hvernig þú gætir öryggis þeirra. Gestirnir eru ekki einir um það. Opinberir embættismenn og stefnumótendur leggja meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á ræstingarferli til að vernda samfélagsmeðlimi sína þegar fyrirtæki opna á ný og ferðalög hefjast aftur.

  Það er engin furða hve mörg ykkar hafi beðið um meiri leiðbeiningar um hvernig á að þrífa og hreinsa fasteignir ykkar. Þetta mál kom upp einna oftast í nýlegri fundaröð þar sem við hlustuðum á gestgjafa um allan heim og ábendingar varðandi hreinsun eru enn vinsælt viðfangsefni umræða í félagsmiðstöðinni og hér í úrræðamiðstöðinni okkar.

  Við erum því spennt að segja frá nýjum ítarlegri ræstingarreglum sem við erum að kynna en þær munu hjálpa gestgjöfum að ná árangri við þrif svo lengi sem COVID-19 stendur yfir og í framhaldinu. Við sömdum nýju ræstingarreglurnar undir leiðsögn læknisins Vivek Murthy, sem var landlæknir Bandaríkjanna, og undir leiðsögn samtaka sem setja hreinlætisviðmið á sviðum gestrisni og hollustuhátta í læknisþjónustu. Reglurnar munu einnig taka mið af tilmælum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC).

  Við vitum að þið gætuð verið með spurningar um nýju þjónustuna og við höfum gert okkar besta til að svara þeim hér.

  Hvað þýða ræstingarreglurnar fyrir gestgjafa?
  Gestgjafar fá nýjar leiðbeiningar um hvern áfanga við þrif þar sem farið verður yfir ráðlagðar birgðir, hreinsunartækni, fyrirmæli fyrir hvert herbergi og fleira. Gestgjafar geta skuldbundið sig til að fylgja reglunum og látið gesti vita að þeir hafi samþykkt að fara að nýju leiðbeiningunum. Við vonumst til að minnka ágiskun við ræstingar til að hjálpa þér að vernda þig og gesti þína.

  Hvenær bjóðast reglurnar þar sem ég er?
  Við kynntum ítarlegri ræstingarreglurnar fyrir gestgjöfum í Bandaríkjunum í upphafi júní og stuttu síðar buðum við þær í öðrum löndum og á öðrum svæðum. Við viljum að þessi úrræði gagnist gestgjöfum um allan heim eins vel og mögulegt er svo að við munum vinna að því að aðlaga hluta viðmiðunarreglnanna og tilmælanna að sérþörfum á hverjum stað. Það mun taka einhvern tíma en vonandi verða þær fljótlega tilbúnar á flestum svæðum með gestgjafa.

  Hvar finn ég nýju upplýsingarnar?
  Þegar reglurnar bjóðast þar sem þú ert getur þú sótt ræstingarhandbók Airbnb. Upplýsingar um reglurnar, þar með talið yfirlit yfir fimm skrefa ræstingarferlið, listi yfir birgðir til að hafa tiltækar og stuttur leiðarvísir munu einnig standa gestgjöfum til boða í úrræðamiðstöðinni á Airbnb.com/cleaningresources.

  Hvernig mun Airbnb hjálpa mér að læra þessar nýju ræstingarleiðbeiningar?
  Við vitum að það eru miklar upplýsingar í handbókinni svo að við höfum gert samantekt fyrir hvert skref reglnanna fyrir nýja gestgjafa í þjónustunni. Við biðjum gestgjafa um að lesa alla samantektina og svara stuttum spurningalista til að sýna fram á skilning á viðmiðunarreglunum. Það er í lagi að þú sért enn að læra ferlið. Þú getur alltaf gripið í ræstingarhandbókina þegar þú þarft.

  Ég svaraði spurningalistanum. Hvað nú?
  Gestgjöfum með gjaldgengar skráningar sem hafa svarað spurningalistanum býðst svo að lofa því að fara að reglunum. Þetta opnar fyrir sérstaka áherslu á skráninguna þína svo að gestir viti að þú hefur samþykkt að fylgja strangari viðmiðunarreglum um ræstingar.

  Hvernig vita gestir að ég hef skuldbundið mig til að fylgja nýju ræstingarreglunum?
  Skráningar gestgjafanna sem skuldbinda sig til að fylgja reglunum verða sýndar sérstaklega svo að gestir viti að þeir hafi samþykkt að fylgja strangari ferlum við þrif og hreinsun. Vita þarf af nokkrum atriðum varðandi áherslu á skráningar:

  • Gestgjafar sem vilja fá áhersluna þurfa að ljúka spurningalistanum og samþykkja hreinlætisloforðið
  • Skráningar á sameiginlegum herbergjum og hótelherbergjum uppfylla sem stendur ekki kröfur til að fylgja reglunum eða fá áherslumerkið. Við hvetjum alla gestgjafa engu að síður til að fylgja tilmælunum sem koma fram í reglunum.
  • Gestgjafar með sérherbergi þurfa að fara að viðbótarleiðbeiningum til að fylgja ræstingarreglunum og fá áherslumerki við skráningar sínar
  • Gestgjafar með minna en 4 stjörnur í meðaleinkunn fyrir hreinlæti geta skuldbundið sig til að fylgja reglunum en þeir fá ekki sérstaka áherslu á skráninguna sína nema þeir bæti sig (sem þýðir að fá að minnsta kosti þrjár nýjar umsagnir með 5 stjörnu einkunn fyrir hreinlæti)
  • Þegar þú hefur skuldbundið þig til að fylgja reglunum geta liðið nokkrir dagar áður en áherslan birtist á skráningarsíðunni þinni

  Hvernig staðfestir Airbnb að gestgjafar fylgi ræstingarreglunum?
  Gestgjafar sem vilja taka þátt þurfa að vottfesta að þeir fari að sérstökum leiðbeiningum sem koma fram í ræstingarreglunum. Umsagnarkerfi okkar eykur enn frekar jafnvægið. Ef gestgjafi fylgir ekki viðmiðunarreglunum getur gesturinn nefnt það í umsögn um eignina.

  Hvað ef gestur tilkynnir um gestgjafa sem hefur lofað að fylgja ræstingarreglunum en stenst ekki viðmiðin?
  Við teljum að hægt sé að leysa úr flestum vandamálum með betri fræðslu og stuðningi við gestgjafa. Gestgjafar sem brjóta endurtekið eða alvarlega í bága við ræstingarreglurnar geta hins vegar misst áherslumerkið við sína skráningu og orðið fyrir frekari afleiðingum.

  Þrifin munu kosta meira hjá mér ef ég lofa að fylgja ræstingarreglunum. Hvernig borga ég fyrir það?
  Sem gestgjafi getur þú bætt ræstingargjaldi við skráninguna þína og þú ræður algjörlega hvað þú tekur fyrir ræstingu. Með því að leggja á ræstingagjald eða breyta því, leggir þú það á nú þegar, getur þú vegið upp á móti viðbótarkostnaði við að fylgja ræstingarreglunum.

  Ég er gestgjafi með sérherbergi. Get ég tekið þátt?
  Já, gestgjafar með sérherbergi geta skuldbundið sig til að fylgja reglunum og fengið sérstakt áherslumerki við skráninguna sína. Við vitum að gestgjafar með samnýtt svæði standa frammi fyrir sérstökum áskorunum varðandi ræstingar og nándarmörk svo að við höfum bætt nánari leiðbeiningum við reglurnar.

  Ég hef ráðið ræstitækni. Get ég samt tekið þátt?
  Já, að því tilskildu að þú hafir deilt úrræðunum með ræstitækninum og ræstitæknirinn hafi samþykkt að fylgja viðmiðunum. Þú þarft að samþykkja hvert skref fyrir hönd ræstitæknisins og taka ábyrgð á því að ræstitæknirinn fylgi reglunum.

  Þarf að hafa tiltekið bókunarbil ef ég lofa að fylgja reglunum?
  Athugaðu að með því að samþykkja reglurnar samþykkir þú að fara að landslögum. Þetta felur í sér að fylgja viðbótarleiðbeiningum um öryggi eða ræstingar frá viðkomandi ríkisstofnunum svo sem varðar biðtíma áður en farið er inn í fasteign. Ræstingarhandbókin mun innihalda leiðbeiningar um hve lengi á að bíða þar til farið inn í fasteign eftir því hvar hún er staðsett. Ef þú vilt hafa bókunarbil á milli bókana getur þú sett það í stillingunum þínum. Hættan minnkar ekki bara á útsetningu fyrir sýklum heldur færð þú líka meiri tíma eftir hvern gest til að hreinsa og endurstilla eignina þína.

  Hvað ef gestgjafi skráir fasteign sína á öðrum verkvangi? Hvernig sjáið þið til þess að þessir gestgjafar standi við bókunarbil?
  Airbnb byggir á trausti og við gerum ráð fyrir því að gestgjafar sem taka þátt í verkefninu standi við skuldbindingar sínar og loforð. Við erum að uppfæra reglur okkar og framkvæmdarviðmið og gætum endað á því að innleiða kerfi til að fylgjast með heimilum í verkefninu sem eru einnig skráð annars staðar.

  Ég er upplifunargestgjafi á Airbnb. Hafið þið einnig ræstingarreglur fyrir mig?
  Já. Við höfum útbúið sérstakar ræstingarleiðbeiningar og ráðleggingar varðandi heilsu og öryggi fyrir gestgjafa í löndum og á svæðum þar sem staðbundnar upplifanir eru hafnar á ný. Auk þess gilda viðbótarleiðbeiningar fyrir gestgjafa sem bjóða mat og drykk.

  Hvaða heilsu- og öryggisleiðbeiningar gilda um gestgjafa og gesti á Airbnb?
  Við höfum útbúið heilsu- og öryggisleiðbeiningar fyrir gestgjafa og gesti meðan á COVID-19 stendur. Sem dæmi:

  • Vertu alltaf með hlífðarbúnað eins og andlitsgrímu eða andlitshlíf í samnýttum svæðum
  • Mundu að þvo hendurnar oft og passaðu að snerta aldrei á þér andlitið
  • Ekki ferðast eða taka á móti gestum ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða hefur verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn

  Frekari upplýsingar er að finna í heilsu- og öryggisleiðbeiningum fyrir gestgjafa og gesti og mundu að fylgja öllum viðeigandi kröfum á staðnum

  Hvernig get ég fylgst með staðbundnum lögum og viðmiðunarreglum?
  Aðstæður þróast áfram og tilteknar ráðleggingar (svo sem um biðtíma áður en farið er inn í fasteign) gætu verið mismunandi milli staða. Bókamerktu þessa grein í hjálparmiðstöðinni til að fá nánari upplýsingar um leiðbeiningar um ræstingar þar sem þú ert.

  Vonandi gagnast þessi úrræði þér við endurskoðun á ræstingarferlinu. Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi Airbnb.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  Airbnb
  24. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?