Gestgjafaábyrgð Airbnb

Vernd gegn eignatjóni upp að USD 1 milljón fyrir hvern gestgjafa og hverja eign á skrá - án endurgjalds.
kennimerki fyrir gestgjafaábyrgð
Innifalið með hverri og einni bókun
Í hvert sinn sem gestur bókar hjá þér og gistir nýtur þú sjálfkrafa verndar gestgjafaábyrgðarinnar okkar.
Alhliða umhyggja
Vernd gegn eignatjóni upp að USD 1 milljón ef þú skyldir þurfa á því að halda. Sú hæsta fjárhæð í boði innan ferðaþjónustunnar. Við stöndum með samfélaginu okkar.

Við stöndum með þér með gestgjafaábyrgðinni okkar

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.
Hvað nýtur verndar?
 • Eignatjón hjá gestgjafa (á heimili, íbúð, herbergjum og munum)
 • Allar eignir á Airbnb í öllum löndum
  Greiðslur úr gestgjafaábyrgðinni eru með fyrirvara um tiltekin skilyrði, takmarkanir og undanþágur.
   Verði tjón þarf að sýna gögn (ljósmyndir, kvittanir o.s.frv.) í úrlausnarferlinu. Frekari upplýsingar er að finna í skilmálum gestgjafaábyrgðarinnar.
   Hvað nýtur ekki verndar?
   • Líkamstjón og kröfur vegna eignatjóns þriðju aðila (en þau mál heyra undir gestgjafatrygginguna okkar)
   • Skaði á sameiginlegum svæðum eða sameign byggingar sem eru ekki innan eignarinnar sjálfrar.
   • Reiðufé og verðbréf
   • Tjón af völdum gæludýra
    Skartgripir, safngripir og listmunir geta notið takmarkaðrar verndar. Eðlilegt slit af notkun er ekki tryggt.
    Þarftu að gera kröfu?
    Hafðu endilega samband við okkur og við tengjum þig við þriðja aðila sem hefur umsjón með kröfunum fyrir okkur.
    Ertu til reiðu að taka á móti gestum?
    Taktu næsta skref til að afla tekna með heimilinu þínu.
    Frekari upplýsingar
    Meira um gestgjafaábyrgðina okkar