Host_guarantee_120-26150cd37e16db6d314301096f101580

€800,000 gestgjafaábyrgð

Hugarró. Tryggð.

Sérhver bókun. Í hvert skipti.

Hugarró þín verður ekki metin til fjár. Við tökum því ekki greiðslu fyrir hana. Sérhver bókun á Airbnb heyrir undir gestgjafaábyrgðina okkar þér að kostnaðarlausu. Sofðu rótt.

Einstök vernd

Við gösprum ekki bara um það að við höfum gestgjafa okkar í hávegum, við sýnum að hugur fylgi máli með ábyrgð upp á €800,000. Engir aðrir í ferðaiðnaðinum bjóða upp á sambærilega vernd. Þú ert hluti af Airbnb fjölskyldunni og við stöndum með fjölskyldu okkar.

Hugarró

Við viljum skapa öruggt samfélag um heim allan, þar sem ríkir traust. Þó að eignatjón sé sjaldgæft skiljum við að þú gætir þurft á vernd að halda. Gestgjafaábyrgðin tryggir að gjaldgengir gestgjafar fái endurgreitt fyrir tjón upp á allt að €800,000.

Hvað nýtur verndar?

Gestgjafaábyrgðin er allt að €800,000 fyrir skemmdir um heim allan. Ákveðin skilyrði eru fyrir greiðslum, einnig er sumt takmarkað og útilokað. Frekari upplýsingar má sjá hér: Skilmálar gestgjafaábyrgðar.

Hægt er að senda inn eyðublaðið með greiðslubeiðni vegna gestgjafaábyrgðar í gegnum úrlausnarmiðstöðina eða með því að hafa samband við þjónustuverið.

Gestgjafar sem óska eftir greiðslu í tengslum við gestgjafaábyrgð samþykkja að vinna með Airbnb og tryggingaaðilum fyrirtækisins, þar á meðal með því að sýna gögn um tjónið, sem um ræðir, og samþykkja skoðun í þeim fáu tilvikum er slíkt reynist nauðsynlegt.

Hvað nýtur ekki verndar?

Ekki skal líta svo á að gestgjafaábyrgðin komi í stað fyrir eða sé ígildi heimilistryggingar eða leigutryggingar. Gestgjafaábyrgðin verndar ekki:

  • reiðufé og verðbréf
  • gæludýr
  • líkamstjón
  • sameiginleg svæði

Ákveðnir hlutir - eins og skartgripir, safngripir og listaverk - njóta mjög takmarkaðrar verndar. Gestgjafar gætu viljað passa upp á eða fjarlægja slík verðmæti þegar eignin er leigð út og vel gæti hentað að taka sjálfstæða tryggingu sem nær yfir slíka hluti. Gestgjafaábyrgðin verndar ekki gegn eðlilegu sliti og hnjaski.

Algengar spurningar

Hvernig gengur ferlið í kringum gestgjafaloforð Airbnb fyrir sig?

Þegar neyðarástand skapast ætti gestgjafi fyrst að hafa samband við lögreglu, neyðarþjónustur eða viðeigandi yfirvöld. Síðan skal hafa samband við Þjónustuver.

Þegar ekki er um neyðarástand að ræða ætti gestgjafinn að hafa samband við gestinn, láta hann vita um kvörtunina og reyna að leysa úr málunum áður en opinber kvörtun er send inn.

Ef ekki er unnt að leysa úr málum milli gestgjafa og gests ætti gestgjafi að skoða Skilmálar gestgjafaábyrgðar vandlega og gá að rétti sínum áður en hann sendir inn beiðni til Airbnb.

Gestgjafar þurfa að senda beiðni annað hvort innan 14 daga frá brottför gestsins eða áður en næsti gestur innritar sig, hvort sem kemur á undan.

Ef greiðslubeiðnir eru sendar tímanlega inn munum við senda staðfestingu í tölvupósti og frekari tölvupósta til að ræða næstu skref - eins og frekari gögn frá gestgjafa eða gesti - innan sólarhrings.

Þegar okkur hafa borist nægar upplýsingar frá bæði gestgjafa og gesti munum við fara yfir öll gögn, meta greiðslubeiðnina og hafa samband við gestgjafa þegar ferlinu er lokið.

Hvernig sendi ég greiðslubeiðni fyrir gestgjafaloforði Airbnb?

Til að leggja inn greiðslubeiðni vegna gestgjafaábyrgðar biðjum við þig um að lesa skilmála Gestgjafaábyrgð og hafa því næst samband við gestinn til að láta vita af kvörtuninni þinni. Oft geta gestgjafar og gestir leyst málin sín á milli í úrlausnarmiðstöðinni okkar. Uppfærðu málið í úrlausnarmiðstöðinni okkar ef þið komist ekki að samkomulagi. Safnaðu saman eins miklum gögnum og mögulegt er til að leggja fram fyrir Airbnb, þ.m.t. myndir, kvittanir, lögregluskýrslu og önnur gögn sem sanna eignarhald, tjón og áætlað markaðsvirði þeirra hluta sem urðu fyrir tjóni. Þegar okkur hafa borist nægar upplýsingar munum við fara yfir gögnin og meta greiðslubeiðnina samkvæmt skilmálum gestgjafaábyrgðar okkar.

Ætti ég að óska eftir tryggingarfé? Hvernig virkar gestgjafaábyrgðin með tryggingarfénu?

Gestgjafaábyrgðin tryggir þig ekki fyrir eðlilegu sliti. Gestgjafaábyrgðinni er ætlað að vernda fyrir tjóni, sem er sjaldgæft. Ef um er að ræða minniháttar óhöpp - eins og brotið glas - gæti tryggingarfé komið sér vel fyrir gestgjafa.

Til að bæta tryggingarfé við skráninguna þína skaltu fara í Umsjón með skráningu fyrir eignina þína og fara síðan að stillingum fyrir tryggingarfé í hlutanum Verð og skilmálar. Auðveldast er að komast þangað gegnum flipann Hýsing.

Hvað þarf ég að gera áður en ég sendi greiðslubeiðni?

Hafðu samband við gestinn til að láta hann vita um kvörtun þína og reyndu að leysa málið með beinum hætti. Oft geta gestgjafar og gestir leyst málin upp á eigin spýtur.

Ef þú og gesturinn þinn getið ekki komist að niðurstöðu mælum við með því að þú gerir lögregluskýrslu. Við mælum ávallt með gerð lögregluskýrslu og ef beðið er um greiðslu sem er hærri en $300 USD er skylt að leggja hana fram.

Láttu eins mikil gögn fylgja innsenda eyðublaðinu og þú getur. Nytsamleg gögn og upplýsingar sem hjálpa munu við skjóta úrvinnslu á greiðslubeiðni þinni eru meðal annars:

  • ljósmyndir af því tjóni sem krafa er gerð til
  • lögregluskýrsla fyrir það tjón sem er yfir $300 USD
  • kvittanir eða önnur gögn sem sýna réttilega fram á eðlilegt markaðsvirði eða lýsa kostnaði
  • sönnun á eignarhaldi
  • hver önnur gögn sem þú telur geta hjálpað til við úrvinnslu á beiðni þinni

Ef þú ert ekki viss um hvort atvikið, sem um ræðir, fellur undir gestgjafaábyrgðina, eða ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, geturðu haft samband við Þjónustuver.

Ætti ég að hafa heimilistryggingu?

Gestgjafaábyrgðin er ekki trygging og kemur ekki í staðinn fyrir heimilis- eða leigutryggingar. Gestgjafar gætu viljað tryggja dýrmæta hluti eins og skartgripi, listaverk eða aðra safngripi sem falla undir takmarkaða ábyrgð í gestgjafaábyrgðinni. Sjá Skilmálar gestgjafaábyrgðar til að fá frekari upplýsingar.

Við hvetjum alla gestgjafa eindregið til að skoða og skilja tryggingaskilmála sína og hvað tryggingin nær og nær ekki yfir. Ekki allar tryggingar ná yfir skemmdir eða eignatjón sem verður af völdum gests sem bókar hjá þér rými.

Hve langan tíma tekur það að meðhöndla greiðslubeiðni mína?

Ferlið getur tekið mislangan tíma eftir því hve alvarlegt það er, hve góð gögnin eru og samvinnu gestgjafans og gestsins. Við keppumst að því að leysa flest mál innan viku frá því að þau eru lögð inn.