Viðmið um gestrisni
Ábendingar sem gagnast þér við að fá framúrskarandi einkunnir.
Hver eru viðmið gestgjafa?
Þú gætir, með því að fylgja þessum viðmiðum, fengið frábærar umsagnir fyrir að veita framúrskarandi og áreiðanlega gestrisni. Þú getur fylgst með því hvernig þér gengur með því að skoða einkunnir og athugasemdir frá gestunum þínum.
Þegar þú opnar stjórnborðið þitt sérðu einkunnirnar sem þú hefur fengið fyrir samskipti, innritun, nákvæmni, hreinlæti og heildarupplifun. Samþykkishlutfallið þitt kemur einnig fram á stjórnborðinu. Hversu vel þú hefur staðið við bókanir kemur fram í ofurgestgjafahluta stjórnborðsins. Þú getur auk þess haldið framboðinu réttu með því að skoða dagatalið þitt oft.
Uppfært framboð
Þú ættir alltaf að vera viss um að geta tekið á móti gestum sem bóka. Sé dagatalið og skráningarupplýsingarnar alltaf uppfært aukast líkurnar á því að þú fáir bókunarbeiðnir sem þú getur sinnt.
ÁBENDINGAR
 • Uppfærðu dagatalið til að sýna framboðið réttilega svo þú fáir ekki bókunarbeiðnir vegna daga sem þú getur ekki tekið við gestum
 • Þú getur notað framboðsstillingarnar þínar til að taka frá tíma milli bókana eða til að koma í veg fyrir beiðnir samdægurs eða langt fram í tímann.
 • Ef þú gerir kröfu um lágmarks- eða hámarksdvöl færðu aðeins bókunarbeiðnir ef beiðnin fellur innan þess tímaramma
HAFÐU Í HUGA
Ferðamenn sem eru að leita að stað hafa sagt okkur að þeim finnist óþægilegt að fá synjun. Skráningin þín gæti því verið afskráð tímabundið ef þú hafnar mörgum bókunarbeiðnum.
Samskipti
Það er mikilvægt að svara gestum hratt í hvert sinn sem þeir hafa samband hvort sem þeir hafa bókað hjá þér eða ekki. Skjót svör sýna gestum að þú ert hugulsamur gestgjafi.

Tímanleg svör

Svarhlutfallið þitt sýnir hve oft og hve hratt þú svarar bókunarbeiðnum og -fyrirspurnum.
ÁBENDINGAR
 • Svaraðu bókunarbeiðnum og bókunarfyrirspurnum innan 24 klukkustunda til að viðhalda svarhlutfallinu þínu
 • Ef eignin þín er ekki á lausu eða ef ferðamaður getur ekki farið að húsreglunum sem þú setur skaltu hafna bókuninni tafarlaust

Stuðningur við gestina

Hvort sem þú ert á staðnum á sama tíma og gesturinn eða ekki þá er mikilvægt að vera til staðar meðan á dvölinni stendur. Gestum þínum gefst tækifæri á að gefa þér einkunn fyrir skýrleika og samkvæmni skilaboðanna þinna. Meðaleinkunnin þín kemur fram á skráningarsíðunni.
ÁBENDINGAR
 • Láttu gestina þína vita fyrirfram ef þú staðfestir bókun og einhver breyting verður á eigninni
 • Sæktu Airbnb appið til að geta svarað skilaboðum hvar sem þú ert
 • Ef þú tekur ekki á móti gestum þegar þeir koma skaltu senda þeim skilaboð þegar innritun þeirra á sér stað til að tryggja að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig
 • Ef þú verður ekki á svæðinu á meðan dvöl þeirra stendur skaltu láta þá fá upplýsingar um tengilið á staðnum
HAFÐU Í HUGA
Ef svarhlutfallið þitt verður of lágt getur það haft áhrif á röð í leitarniðurstöðum. Við því geta einnig verið tiltekin viðurlög eins og að skráningin þín verði tímabundið gerð óvirk. Með þessu er tryggt að ferðamenn eigi ekki á hættu að hafa samband án þess að fá svar.
Að standa við bókanir
Gestir treysta því að þú munir sinna þeim þegar þú staðfestir að þú munir taka á móti þeim. Óvænt breyting á gistiaðstöðu getur verið mjög truflandi hvort sem ferðin er til að heimsækja fjölskyldu eða vegna viðskipta.
Ef eitthvað óvænta kemur fyrir og þú verður að hætta við staðfesta bókun skaltu hafa eftirfarandi í huga:
ÁBENDINGAR
 • Láttu gestinn þinn vita um leið og þér er ljóst að þú verður að afbóka. Viðkomandi hefur þá eins mikinn tíma og mögulegt er til að finna aðra gistiaðstöðu.
 • Afbókaðu á Airbnb til að hefja endurgreiðsluferlið.
 • Ef þú þekkir aðra gestgjafa á svæðinu skaltu íhuga að spyrja þá hvort þeir geti útvegað gistiaðstöðu fyrir ferðina og þú getur boðist til að kynna viðkomandi.
 • Airbnb getur veitt undanþágu af viðurlögum vegna afbókunar þegar um gildar málsbætur er að ræða eða ef áhyggjur eru vegna öryggis.
HAFÐU Í HUGA
Við viljum að ferðamenn sem bóka í gegnum Airbnb geti treyst á áætlanir sínar og við tökum afbókanir því alvarlega. Ef þú afbókar staðfesta bókun getur þú orðið fyrir viðurlögum, þ.m.t. fjárhagsleg viðurlög.
Innritun
Gestunum þínum verður að lokinni gistingu boðið að gefa einkunn fyrir hvernig þeim fannst innritunin fara fram. Það gefur þér tækifæri á að leggja þig fram um að þeim líði vel. Mundu að gestirnir gætu verið þreyttir eftir ferðalagið og því er mikilvægt að innritunin sé skýr og einföld svo þeim líði vel.
ÁBENDINGAR
 • Greindu fyrirfram frá því hvernig innritun fer fram og passaðu að þú getir staðið við það
 • Sjáðu til þess að gestirnir þínir viti hvernig þeir geti haft samband við þig ef þeir tefjast á ferðinni eða eru með spurningar á síðustu stundu
 • Gefðu gestunum ítarlega leiðarlýsingu svo þeir komist á staðinn og sparaðu tíma með því að setja þær í húsleiðbeiningarnar þínar
 • Láttu gestina vita hvort þú komir til með að taka á móti þeim við dyrnar eða ef þeir eiga að sækja lyklana í lyklahólf eða hjá nágranna
Nákvæmni
Bæði gestgjafar og gestir hafa látið okkur vita að reynsla allra getur verið betri þegar væntingarnar eru skýrar fyrir ferðina. Þú getur, sem gestgjafi, hjálpað ferðamönnum að ákveða hvort eignin þín henti þeim með því að gefa nákvæmar upplýsingar um hvað eignin þín hefur að bjóða.
Gestum þínum gefst tækifæri á að gefa þér einkunn fyrir nákvæmni upplýsinganna sem þú gefur. Ítarleg notandalýsing og skráningarsíða vekur áhuga þeirra gesta sem henta því hvernig gestgjafi þú ert og hjálpar þér að fá frábærar einkunnir.

Skráningarupplýsingar þínar

ÁBENDINGAR
 • Notaðu fjölbreyttar hágæðamyndir með myndtexta og skrifaðu ítarlega lýsingu á eigninni.
 • Láttu fylgja húsreglur sem að ná yfir þær aðstæður sem að skipta gesti þína máli. Upplýstu fyrir fram ef þú vilt ekki að viðkomandi bjóði öðru fólki inn í rýmið og/eða reykingar eru bannaðar.
 • Láttu gesti vita ef hluti af eigninni stendur þeim ekki til boða eins og t.d. sameiginlegur bakgarður eða ris.
 • Talaðu opinskátt um óvænt atriði sem hafa áhrif á dvöl gesta. Gestirnir eiga rétt á því að vita af því ef nágranni þinn er með hávaðasamar endurbætur á húsnæði sínu. Ef það þarf að ganga upp 8 hæðir til að komast að eigninni greindu þá frá því. Láttu vita ef þrýstingurinn á heitavatninu er óstöðugur.

Þægindin hjá þér

Eitt af því sem gerir eignina þína framúrskarandi er að leggja til öll þægindin sem gera eignina einstaklega þægilega, fullkomna fyrir fjölskyldur eða að þægilegum vinnustað.
ÁBENDINGAR
 • Taktu fram öll þau þægindi sem þú býður uppá og tryggðu að það sé allt til taks og í nothæfu ástandi.
 • Láttu fylgja húsreglur sem að ná yfir þær aðstæður sem að skipta gesti þína máli. Upplýstu fyrir fram ef þú vilt ekki að viðkomandi bjóði öðru fólki inn í rýmið og/eða reykingar eru bannaðar.

Verðið hjá þér

Ferðamenn gætu gert ráð fyrir því að skráningin þín sé sérstök lúxuseign ef þú ert með mjög hátt verð. Ferðamenn ættu ekki að búast við höll þegar þeir gista í kofa.
HAFÐU Í HUGA
Ef þú færð oft lága einkunn fyrir nákvæmni upplýsinga getur þú orðið fyrir viðurlögum. Við viljum að ferðamenn geti treyst því að skráningin sem þeir bóka passi við eignina þegar þeir koma á staðinn.
Hreinlæti
Hrein og vel skipulögð eign lítur alltaf best út og gestum finnst betur tekið á móti þeim. Gestirnir þínir geta gefið einkunn fyrir hreinlæti í eigninni og meðaleinkunnin kemur fram á skráningarsíðunni þinni.
Það er mikilvægt að gefa sér nægan tíma til að þrífa eignina, sérstaklega þegar bókanir koma hver ofan í aðra.
ÁBENDINGAR
 • Þrífðu öll herbergi sem gestir hafa aðgang að meðan á dvöl þeirra stendur og leggðu þig sérstaklega fram í baðherberginu og eldhúsinu
 • Ef þú leggur til handklæði og rúmföt ættu þau að vera hrein
 • Þú getur innheimt ræstingagjald og notað það til að kaupa hreinlætisvörur eða til að ráða hreingerningarþjónustu.
 • Skildu eftir hreinlætisvörur í eigninni svo gestirnir geti hreinsað upp ef eitthvað hellist óvart niður eða verður skítugt
HAFÐU Í HUGA
Ef þú færð reglulega lága einkunn fyrir hreinlæti getur þú orðið fyrir viðurlögum. Ferðamenn gera ráð fyrir því að eignin sé hrein.
Heildarupplifun
Gestum þínum gefst tækifæri á að gefa þér einkunn fyrir heildarupplifunina af því að gista hjá þér. Meðaleinkunn fyrir heildarupplifun kemur fram á skráningarsíðunni þinni. Hún kemur einnig fram í leitarniðurstöðum fyrir eignir sem uppfylla leitarforsendur ferðamanna. Þess vegna er há heildareinkunn frábær leið til að standa fram úr í leitarniðurstöðunum.
ÁBENDINGAR
 • Mundu að margir gestir eru fjarri heimahögunum og reyndu því að sjá fyrir á hverju þeir gætu þurft að halda, hvað kemur þeim skringilega fyrri sjónir og hvernig þú getur aðstoðað.
 • Gerðu eitthvað sérstakt sem hentar ferðinni og persónuleika hvers gests. Litlu atriðin geta skipt sköpum og gestir muna eftir þeim.
 • Biddu gesti um athugasemdir svo þeir geti hjálpað þér að komast að því hvar þú getur bætt þig. Þeir geta sagt þér það þegar þið hittist eða í athugasemdum við umsögnina sína.

Virði

Þú ræður því hvernig þú verðleggur eignina en það er mikilvægt að væntingar gesta miðað við verðið jafnist á við það sem eignin hefur að bjóða. Gestum gefst einnig tækifæri til að gefa einkunn fyrir virði meðaleinkunnin kemur fram á skráningarsíðunni þinni.
ÁBENDINGAR
 • Þú getur aðlagað verðið til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum
 • Spáðu í það hvort þú viljir vera með lægra verð til að fá fyrstu bókanirnar og afla þér reynslu ef þú ert að taka við gestum í fyrsta sinn.
HAFÐU Í HUGA
Ef þú færð reglulega lága einkunn fyrir heildarupplifun getur þú þurft að sæta viðurlögum. Ef einkunnirnar þínar sýna að þú átt í erfiðleikum með að fullnægja væntingum gesta getur verið að eignin verði fjarlægð af markaðssvæðinu.

Það eru nokkur atriði sem einkenna árangursríka samgestgjafa þegar þeir taka á móti gestum fyrir nágranna sína.

Svaraðu um hæl
Samfélag Airbnb er byggt á skýrum og tímanlegum samskiptum svo gestgjafar sem og samgestgjafar geti fengið bókanir, tekið á móti gestum og verið með aukatekjur. Þú sýnir áreiðanleika þinn og árvekni með því að bregðast hratt við beiðnum um aðstoð fyrir gestgjafa.
ÁBENDINGAR
 • Svaraðu hverri beiðni um aðstoð fyrir gestgjafa innan 24 klukkustunda til að viðhalda svarhlutfallinu þínu.
 • Mundu að fjarlægja þig af skrá ef þú hefur ekki tíma til að vera samgestgjafi.
Uppfærðu framboð hjá þér
Þú ættir alltaf að vera viss um að geta tekið á móti gestum fyrir hönd gestgjafans sem biður þig um aðstoð. Ef þú sérð til þess að þú sért einungis á skrá yfir samgestgjafa þegar þú getur sinnt gestum eru meiri líkur á því að þú getir unnið úr þeim beiðnum sem þér berast.
ÁBENDINGAR
 • Uppfærðu notandalýsinguna reglulega með allri þjónustunni sem þú veitir við umsjón gesta.
 • Ef þú hefur hefur ekki tíma til að vera samgestgjafi ættir þú að taka notandalýsinguna þína af skrá.
Veittu framúrskarandi upplifun
Litlu atriðin geta verið eftirminnileg. Sem samgestgjafi færðu eina heildareinkunn sem byggir á öllu frá samskiptum til útritunar. Þessi einkunn endurspeglar heildarupplifun hvers gests sem þú sást um fyrir annars hönd.
ÁBENDINGAR
 • Hafðu þarfir gesta þinna í huga. Það gæti verið að bjóða vatnsflösku, veita leiðbeiningar eða einfaldlega mjög vinalegar móttökur.
 • Spurðu gesti hvort þeir þurfi á einhverju að halda. Hefðu samtal til að leggja grunn að því að fá góða umsögn.