Gestgjafi á Airbnb
  Veittu þægilega gistingu og fáðu framúrskarandi umsagnir

Hvers er vænst af gestgjöfum?

Við viljum að þið hafið skýrar leiðbeiningar svo að þið vitið hvers er vænst og svo að þið getið veitt gestum 5-stjörnu gistingu í hvert sinn.
Við förum fram á að allir gestgjafar fullnægi fjórum grunnkröfum um heildareinkunn, svarhlutfall, afbókanir og samþykki á bókunum. Auk grunnkrafanna gefa gestir sem gista hjá þér einnig einkunn.
Ertu nú þegar gestgjafi? Skoðaðu frammistöðuna þína til að sjá hvernig þér gengur.

Grunnkröfur

Til að sjá öllum gestum fyrir notalegri og áreiðanlegri gistingu þurfa öll heimili og allir gestgjafar að fullnægja fjórum grunnkröfum.
Svaraðu hratt
Þú sýnir gestum hvað þú ert hugulsamur gestgjafi þegar þú bregst hratt við spurningum gesta. Svarhlutfallið þitt sýnir hve oft og hve hratt þú svarar bókunarbeiðnum og -fyrirspurnum. Við förum fram á að gestgjafar svari svona skilaboðum innan 24 klst.
Samþykkja bókunarbeiðnir
Gestir vilja aldrei þurfa að senda 4 eða 5 beiðnir til að finna lausa gistingu svo að við gerum ráð fyrir því að ef dagatalið sýnir að það sé laust hjá þér samþykkir þú flestar beiðnir. Passaðu að dagatali skráningarinnar sýni hvaða daga þú getur tekið á móti gestum. Þá eru meiri líkur á því að þú fáir bókanir sem þú getur sinnt í raun og veru. Þú getur notað framboðsstillingarnar þínar til að taka frá tíma milli bókana eða til að koma í veg fyrir bókanir samdægurs eða langt fram í tímann.
Forðastu að fella niður bókanir gesta
Afbókanir eru alvarleg mál og við biðjum alla gestgjafa um að forðast í lengstu lög að fella bókanir gesta niður. Gestir reiða sig á gistinguna! Ef þú afbókar staðfesta bókun þarft þú að sæta viðurlögum, þ.m.t. fjárhagslegum viðurlögum. Við biðjum þig um að forðast í lengstu lög að fella niður staðfesta bókun nema gildar málsbætur séu fyrir hendi.
Fá jákvæðar umsagnir
Gestir vilja vita að þeir geti gert ráð fyrir að gæði séu álíka sama hvar þeir bóka. Í lok gistingar skrifa gestir umsögn um upplifun sína en það er ein leiðanna sem við notum til að meta þig sem gestgjafa. Heildareinkunnin þín er meðaleinkunn allra gestanna sem þú hefur tekið á móti.
Sem gestgjafi gefst þér einnig tækifæri til að gefa gestum einkunn fyrir hreinlæti, kurteisi og samskipti. Með athugasemdum ykkar getum við tryggt að gestir fari um heimili eins og þeir væru heima hjá sér. Gestir sem gestgjafar flagga jafnaðarlega geta þurft að sæta viðurlögum.

Að fá frábær umsagnir gesta

Við höfum tekið eftir því að gestgjafar sem fá góðar umsagnir leggja áherslu á fimm atriði: hreinlæti, nauðsynjar, nákvæmar skráningarupplýsingar, einfalda innritun og góð samskipti.

Hreinlæti

Gestir gera ráð fyrir því að eignin sé eins hrein og snyrtileg og hún lítur út á myndum við skráningarlýsinguna. Passaðu að þú hafir nægan tíma til að þrífa eignina, sérstaklega þegar bókanir koma hvor ofan í aðra.
Gestum gefst tækifæri til að gefa einkunn fyrir hreinlæti eignarinnar og meðaleinkunnin kemur fram á skráningarsíðunni þinni. Ef þú færð reglulega lága einkunn fyrir hreinlæti getur þú orðið fyrir viðurlögum.
HVERS ER VÆNST
 • Hreinsaðu öll herbergi sem gestir hafa til afnota, sérsklega svefnherbergi, baðherbergi og eldhúsið
 • Passaðu að ekki sé hár, ryk eða mygla á yfirborðum og gólfum
 • Undirbúðu eignina alltaf milli gistinga:
 • Útvegaðu gestum hrein rúmföt og handklæði
 • Hentu rusli, mat og afgöngum frá fyrri gestum
ÁBENDINGAR
 • Hafðu nægan tíma milli bókana til að undirbúa eignina fyrir gesti. Þú getur breytt bókunarstillingum til að taka eina eða tvær nætur frá milli bókana.
 • Innheimtu ræstingagjald og notaðu peninginn til að kaupa hreinlætisvörur eða til að ráða hreingerningaþjónustu
 • Skildu eftir hreinlætisvörur í eigninni svo gestirnir geti hreinsað upp ef eitthvað hellist óvart niður verður skítugt

Nauðsynleg þægindi

Við mælum með því að allir gestgjafar útvegi nauðsynjar svo að gestir hafi það sem þeir þurfa til hafa það gott og sofa vel.
 • Salernispappír
 • Sápa
 • Rúmföt
 • Eitt eða fleiri handklæði fyrir hvern bókaðan gest
 • Einn eða fleiri kodda fyrir hvern bókaðan gest

Nákvæmar skráningarupplýsingar

Upplifun bæði þín og gestanna þinna getur verið betri þegar greint er frá væntingum áður en ferð hefst. Þú getur hjálpað ferðamönnum að ákveða hvort eignin þín henti með því að greina skýrt frá og láta vita af einstökum atriðum eins og hvort þú heimilir gæludýr. Ítarleg skráning og notandalýsing hjálpar þér að vekja áhuga gestanna sem eru að leita að eign eins og þinni.
Gestum gefst tækifæri á að gefa þér einkunn fyrir nákvæmni upplýsinganna sem þú gefur.
SKRÁNINGARUPPLÝSINGAR
HVERS ER VÆNST
 • Nákvæmt og rétt heimilisfang (gestir fá það ekki fyrr en þeir hafa gengið frá bókun)
 • Réttilega greint frá næði í svefnherbergi og á baðherbergi
 • Ljósmyndir við skráningu greina réttilega frá ástandi og legu eignarinnar
 • Þægindi eru eins og þeim er lýst, virka vel og standa til boða
ÁBENDINGAR
 • Notaðu fjölbreyttar hágæðamyndir með myndtexta og skrifaðu ítarlega lýsingu á eigninni
 • Settu húsreglur sem taka á aðstæðum sem skipta gestina þína máli. Reglurnar þínar greina skýrt frá því hvað má og hvað má ekki eins og reykingar, gæludýr og aukagestir.
 • Láttu gesti vita ef hluti af eigninni stendur þeim ekki til boða eins og t.d. bílskúr eða ris
 • Talaðu opinskátt um óvænt atriði sem hafa áhrif á dvöl gesta. Gestirnir þínir eiga skilið að vita af því ef nágranni þinn var að byrja á háværum framkvæmdum eða ef klífa þarf átta hæða stiga til að komast í eignina.
ÞÆGINDI
Teldu upp öll þægindin sem þú býður og sjáðu til þess að þau séu öll til staðar og virki sem skildi
VERÐ Á NÓTT
Passaðu að eignin passi við verðið sem þú leggur á hana. Ferðamenn gætu gert ráð fyrir því að skráningin þín sé sérstök lúxuseign ef þú ert með mjög hátt verð. Þarftu aðstoð? Prófaðu að skoða aðrar eignir á skrá nálægt þér eða nota snjallverð.

Auðveld innritun

Gestum finnst notalegt að vera með skýrt og einfalt ferli við innritun að loknum degi á ferðalagi. Gestir verða beðnir um að gefa innrituninni einkunn að lokinni gistingu.
ÁBENDINGAR
 • Útbúðu leiðbeiningar fyrir innritun við skráninguna þína. Við sendum gestum leiðbeiningarnar 24 klst. fyrir innritun svo að þeir það sem þeir þurfa til að innritunin gangi vel fyrir sig
 • Ef þú hyggst hitta gesti á staðnum þurfið þið að koma ykkur saman um innritunartíma fyrir fram
 • Ef þú býður sjálfsinnritun skaltu skrá upplýsingar um ferlið undir úrræði fyrir gesti við skráninguna þína
 • Sjáðu til þess að gestirnir þínir viti hvernig þeir geti haft samband við þig ef þeir tefjast á ferðinni eða eru með spurningar á síðustu stundu
 • Gefðu gestunum ítarlega leiðarlýsingu til að komast á staðinn. Þú sparar þér tíma með því að lýsa leiðinni í húsleiðbeiningunum þínum

Aðstoð við gesti meðan á gistingu stendur

Hvort sem þú ert á staðnum á sama tíma og gesturinn eða ekki þá er mikilvægt að vera til staðar meðan á dvölinni stendur. Gestum þínum gefst tækifæri í lok gistingar til að gefa þér einkunn fyrir hve skýr og áreiðanleg samskiptin við þig voru; og meðaleinkunnin kemur fram á skráningarsíðunni þinni.
ÁBENDINGAR
 • Sendu gestum skilaboð svo að þeir viti að þeir geti haft samband við þig. Hafðu samband snemma til að koma ykkur saman um komutíma. Ef þú tekur ekki á móti gestum þegar þeir koma skaltu senda þeim skilaboð þegar innritun þeirra á sér stað til að tryggja að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig.
 • Láttu gestina þína vita fyrirfram ef þú staðfestir bókun og einhver breyting verður á eigninni.
 • Sæktu Airbnb appið svo að þú getir svarað skilaboðum hvar sem er.
 • Ef þú verður ekki á svæðinu á meðan dvöl þeirra stendur skaltu láta þá fá upplýsingar um tengilið á staðnum.