Hvernig afbókanir virka vegna gistingar

Gestgjafar geta valið hvaða afbókunarleiðir gestir hafa fyrir gistingu í minna en 28 nætur. Langtímaafbókunarreglan gildir sjálfkrafa um dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur.

Sveigjanleg

  • Afbókun án endurgjalds þar til 24 klst. fyrir innritun (tímasetningin kemur fram í staðfestingarpóstinum).
  • Eftir það getur þú afbókað fyrir innritun og fengið fulla endurgreiðslu að frádreginni fyrstu gistinóttinni og þjónustugjöldum.
1 degi fyrir
fim., 28. okt.
15:00
Dæmi

Gestir þurfa að afbóka 24 tímum fyrir innritun m.v. staðartíma eignarinnar (tíminn kemur fram í staðfestingarpóstinum) til þess að fá fulla endurgreiðslu.

Innritun
fös., 29. okt.
15:00

Afbóki gestur minna en 24 tímum fyrir áætlaða innritun fást fyrsta nóttin og þjónustugjöld Airbnb ekki endurgreidd.

Útritun
mán., 1. nóv.
11:00

Gestur fær endurgreitt að fullu fyrir ónotaðar nætur sem eru meira en sólarhring eftir afbókun ef hann innritar sig og ákveður að ljúka bókun snemma.Athugaðu: Gestir fá ekki endurgreitt þjónustugjald Airbnb ef þjónustugjald hefur verið endurgreitt þrisvar sinnum á síðustu 12 mánuðum eða ef afbókunin nær yfir sömu daga og gild bókun.


Algengar spurningar

Fá gestir ræstingagjaldið endurgreitt?

Ræstingagjald fæst endurgreitt ef gesturinn afbókar áður en innritun hefst.

Geta gestir fengið endurgreiðslu ef skráningin er ekki eins og búist var við?

Við hjálpum gestum að finna aðra gistiaðstöðu eða veitum endurgreiðslu ef eignin er óaðgengileg, óhrein, óörugg eða ef þar er dýr sem gestgjafinn nefndi ekki í skráningarlýsingunni. Frekari upplýsingar

Geta gestir fengið endurgreitt að fullu ef gestgjafinn getur ekki eða vill ekki leysa úr vandamáli?

Gestir ættu að hafa samband við okkur innan sólarhrings frá því að vandamálið kemur upp. Í gildum tilvikum fellum við bókun niður og endurgreiðum hana.

Hvað ef gestur þarf að afbóka sökum neyðarástands?

Við getum mögulega endurgreitt ef gestur þarf að afbóka vegna neyðarástands. Frekari upplýsingar

Hve langan tíma tekur að fá endurgreitt?

Við millifærum endurgreiðslu strax við afbókun og hún kemur yfirleitt innan 3 til 5 daga en stundum líða allt að 15 daga áður en hún er kominn inn með upphaflega greiðslumátanum. Í sumum löndum, svo sem í Brasilíu og Indlandi, geta liðið allt að 2 mánuðir þar til endurgreiðsla er komin inn.

Hvað ef ég er ekki viss um afbókunarreglu bókunarinnar eða ef reglan birtist ekki hér?

Við leyfum gestgjöfum stundum að prófa nýjar reglur sem eru í prófun hjá okkur. Skoðaðu alltaf bókunarupplýsingarnar þínar sem eru aðgengilegar fyrir afbókunarregluna sem á við um tiltekna gistingu þína.