Skráðu þig í þjónustu samgestgjafa
Margir gestgjafar leitast eftir afbragðsgóðum* samstarfsaðila á svæðinu sem getur aðstoðað við gestaumsjónina. Þú tilgreinir hvaða þjónustu þú býður og vinnur þér inn tekjur með því að aðstoða aðra gestgjafa við ýmsa þætti gistirekstursins, allt frá uppsetningu skráningar til gestaumsjónar.
Gerast samgestgjafi

Við kynnum þjónustu samgestgjafa
Nú getur þú boðið gestgjöfum með eignir á þínu svæði einstaklingsbundna aðstoð í gegnum þjónustu samgestgjafa.
Þjónusta samgestgjafa er tilvalin til þess að:- Koma þjónustu þinni og verði á framfæri
- Kynnast mögulegum samstarfsaðilum
- Starfa sjálfstætt á eigin forsendum.

Svona gengur þjónusta samgestgjafa fyrir sig

Þjónusta sem þú getur boðið upp á
Þjónustusíða samgestgjafa er tækifæri þitt til að koma þér og þjónustu þinni á framfæri. Veldu úr listanum yfir þjónustu sem samgestgjafar geta boðið upp á:
- Uppsetning skráningar
- Uppsetning á verði og framboði
- Umsjón með bókunarbeiðnum
- Skilaboðasamskipti við gesti
- Aðstoð við gesti á staðnum
- Ræstingar og viðhald
- Myndataka af eign
- Innanhússhönnun og skreytingar
- Umsýsla með leyfum og heimildum fyrir heimagistingu
Þú þarft að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta tekið þátt í þjónustu samgestgjafa.
Frekari upplýsingarMichael, samgestgjafi í París
„Eftir að ég gerðist samgestgjafi finn ég ekki lengur til einmanaleika í starfi mínu. Mér líður eins og ég hafi þann stuðning og hvatningu sem ég þarf til að auka viðskiptin og komast út fyrir þægindarammann.“
Úrræði sem hjálpa þér að ná árangri
Sérhæfð verkfæri
Sinntu rekstrinum á eigin forsendum. Þjónustan býður upp á ýmis verkfæri sem gagnast þér við að eiga í góðu samstarfi við gestgjafa og sinna rekstri þínum sem samgestgjafi.
Úrræði og samfélag
Kynntu þér fræðsluefni um verkfærin sem þú getur nýtt þér og taktu þátt í virku samfélagi samgestgjafa sem geta hjálpað þér við fyrstu skrefin.

Michael
Frakkland (París)

Guillermo
Spánn (Granada)

Julie
Frakkland (Le Touquet)

Anne-Lie
Spánn (Tenerife)

Clarysse & Arthur
Frakkland (París)

Ousmane
Frakkland (Nanterre)

Gabriel
Spánn (Marbella)

Ertu að leita að samgestgjafa?
Finndu framúrskarandi gestgjafa á svæðinu sem getur annast heimili þitt og gesti í gegnum þjónustu samgestgjafa. Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa eru almennt með háar einkunnir, lágt afbókunarhlutfall og mikla reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á.
Algengar spurningar
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að gerast samgestgjafi?
Þátttökuskilmálar þjónustu samgestgjafa eru eftirfarandi:
- Þú þarft að vera með virka skráningu sem gestgjafi eða samgestgjafi og hafa fulla aðgangsheimild eða dagatals- og skilaboðaheimild.
- Þú þarft að hafa tekið á móti gestum tíu sinnum eða oftar sem gestgjafi eða samgestgjafi á Airbnb á síðustu 12 mánuðum eða séð um þrjár eða fleiri dvalir í minnst 100 nætur samtals.
- Þú verður að hafa viðhaldið 4,8 stjörnum eða meira í meðaleinkunn frá gestum á síðustu 12 mánuðum, fyrir allar skráningar þar sem þú ert gestgjafi eða samgestgjafi með fulla aðgangsheimild eða dagatals- og skilaboðaheimild.
- Afbókunarhlutfall þitt þarf að vera lægra en 3% nema að um gildar ástæður sé að ræða vegna aðstæðna sem þú hefur ekki stjórn á.
- Aðgangur þinn að Airbnb þarf að vera í góðu standi. Auðkenni þitt verður að vera staðfest og notandamyndin þín verður að uppfylla ljósmyndakröfur okkar til að birtast í þjónustunni.
Hvar kemur þjónusta samgestgjafa til með að standa til boða?
Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í 12 löndum, þar á meðal Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Mexíkó, Suður-Kóreu, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Fylgstu með eftir því sem fleiri lönd bætast í hópinn og þjónustan sækir fram.
Gilda einhver lagaskilyrði um þjónustu mína?
Sem samgestgjafi staðfestir þú og ábyrgist að þú og allir starfsmenn eða fulltrúar sem vinna með þér eða á þínum vegum búi yfir öllum tilskildum leyfum, tryggingum og/eða réttindum til að sinna þjónustunni sem þú býður upp á. Sums staðar gætu til dæmis verið gerðar kröfur um að þú sért löggiltur fasteignasali ef þú sinnir eignaumsýslu og séu tilskilin réttindi ekki til staðar gæti það verið refsivert fyrir þig og/eða þá gestgjafa sem þú starfar með. Áður en þú fyllir út eyðublaðið ættir þú að leita þér lögfræðiráðgjafar varðandi hvers konar spurningar sem þú kannt að hafa um gildandi lög og hvernig þau eiga við um þig.
Hversu mikið get ég reiknað með að vinna mér inn?
Þú og gestgjafinn komið ykkur saman um verð áður en þið hefjið samstarfið. Margir samgestgjafar kjósa annaðhvort að fá tiltekið hlutfall eða fasta upphæð greidda af hverri bókun.**
Hvernig tengist ég nýjum gestgjöfum?
Þú færð skilaboð frá gestgjöfum í innhólfið þitt á Airbnb. Þar getur þú rætt samstarfsskilmála, samið um verð fyrir hverja bókun og gengið frá samkomulaginu í sameiningu við gestgjafann. Þú getur valið hvaða skráningum þú vilt hafa umsjón með og hvaða gestgjöfum þú vilt vinna með.
Hvernig hefst ég handa?
Þú byrjar á því að fylla út eyðublað. Ef þú uppfyllir skilyrðin færðu boð um að ganga frá skráningunni, fylla út þjónustulýsingu þína og tilgreina verð. Að því loknu geta gestgjafar sem leitast eftir aðstoð á svæðinu nálgast þig.
Þjónusta samgestgjafa stendur eins og er til boða í Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Mexíkó, Suður-Kóreu, Spáni og Bretlandi (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services); Kanada, Bandaríkjunum (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda)Frekari upplýsingar.
*Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa skera sig frá öðrum með háum einkunnum, lágu afbókunarhlutfalli og mikilli reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á. ** Í mörgum löndum gefst þér kostur á að deila hluta af útborgun hverrar bókunar með samgestgjafa þínum í gegnum Airbnb. Útborganir eru háðar ákveðnum takmörkunum sem fara eftir staðsetningu þinni, samgestgjafans og eignarinnar.