Öruggari ferðalög þegar þau hefjast að nýju
Fylgstu með nýjustu ábendingum um ferðalög meðan á
COVID-19 stendur og í framhaldinu.
Hvernig við styðjum við ykkur með því að þróa þjónustu okkar og reglur.

Farðu yfir leiðbeiningar fyrir gestgjafa og gesti á þínu svæði eða áfangastað.

Nánari upplýsingar um möguleika þína á að afbóka og fá endurgreitt.

Kynntu þér hvernig þú getur síað gistingu með sveigjanlegri afbókunarreglu.
Öryggi er sameiginleg ábyrgð
Við biðjum samfélagsmeðlimi Airbnb um að fylgja
heilsu- og öryggisreglum okkar vegna COVID-19.
Grímunotkun
Gestir og gestgjafar verða að fylgja staðbundnum lögum og tilmælum varðandi notkun gríma í samskiptum.

Nándarmörk
Þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum verða gestgjafar og gestir að samþykkja að virða tveggja metra (sex feta) regluna.
Ítarlegri ræstingar
Gestgjöfum ber að fylgja fimm þrepa ferli okkar um ítarlegri ræstingar sem hefur verið viðurkennt af sérfræðingum.

Hærri viðmið fyrir hverja dvöl
Fimm skrefa ferli okkar fyrir ítarlegri ræstingar, sem hefur verið viðurkennt af sérfræðingum, nær yfir meira en bara grunnþrif og er mikilvægt öryggisatriði hjá gestgjöfum fyrir samfélagið okkar.


Svör við spurningum þínum
Hverjum ber að fylgja nýju reglunum um öryggi og ræstingar?
Allir gestgjafar þurfa að fylgja reglum okkar um öryggi og ræstingar vegna COVID-19. Nánari upplýsingar um ítarlegri ræstingar hjá Airbnb. Þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum verða gestgjafar og gestir einnig að bera grímu eða andlitshlíf í persónulegum samskiptum og að virða tveggja metra (sex feta) regluna. Við mælum að sjálfsögðu með því að taka hvorki á móti gestum og ferðast ekki, hafir þú verið nálægt einhverjum með COVID-19 eða sýnir sjúkdómseinkenni. Yfirfarðu heilsu- og öryggiskröfur varðandi gistingu. Þú getur alltaf spurt tiltekinn gestgjafa sérstaklega í Airbnb appinu um ráðstafanir viðkomandi varðandi heilsu og öryggi.
Hvaða reglur vegna COVID-19 gilda fyrir upplifanir á Airbnb?
Opnað hefur verið fyrir upplifanir Airbnb í þeim löndum þar sem það er heimilt samkvæmt gildandi opinberum reglum. Gert er ráð fyrir að gestir og gestgjafar fylgi sérstökum öryggisreglum fyrir staðbundnar upplifanir sem varða til dæmis nándarmörk og grímunotkun þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum. Vertu að sjálfsögðu heima hafir þú verið nálægt einhverjum með COVID-19 eða finnir þú til veikinda. Frekari upplýsingar um reglur okkar varðandi heilsu og öryggi í upplifunum. Þú getur bókað fyrir einkahóp ef þú vilt frekar taka þátt í upplifuninni með þínum hópi. Skoðaðu netupplifanir okkar ef þú vilt síður vera hluti af hópi eða ef ekki er búið að opna aftur fyrir upplifanir í eigin persónu á þínu markaðssvæði.
Hvernig breyti ég eða felli niður núverandi bókun?
Ef þú þarft að breyta bókun eða afbóka finnur þú frekari upplýsingar um afbókunarleiðir í boði í ferðahlutanum á vefsíðu Airbnb eða í appinu. Við tókum saman þessi úrræði til að hjálpa gestum að átta sig betur á afbókunarferlinu- og reglunum. Gestir sem veikjast af COVID-19 og geta þess vegna ekki ferðast gætu auk þess átt rétt á afbókun gegn fullri endurgreiðslu með því að hafa samband við þjónustuverið. Frekari upplýsingar um reglur um gildar málsbætur.
Hvaða sveigjanlegu bókunarvalkostir eru í boði á Airbnb?
Afbókunarreglur eru undir gestgjöfum komnar og eru mismunandi eftir skráningu. Nánari upplýsingar um afbókunarreglu tiltekinnar gistiaðstöðu er að finna á aðalsíðu hverrar skráningar. Við höfum bætt við nýrri leitarsíu til að auðvelda leit að gistingu með sveigjanlegri afbókunarreglu. Frekari upplýsingar um nýu síuna.