GESTRISNI

Gestgjafi deilir mexíkóskri list og menningu í draumórakenndri eign á Airbnb inni í snákaguði Asteka

Fyrir gestgjafann Patriciu er ekki bara gott að gista í hreiðri Kvetsalkóatl heldur brúar staðurinn bilið milli fólks og menningarheima

Það lifnar yfir Patriciu þegar hún segir frá æsku sinni er hún lék sér við önnur börn í hæðunum umhverfis Naucalpan de Juarez, skóglendi vestan við Mexíkóborg þar sem finna má marga hella, læki, gil og mikið dýralíf. Nú er hún stoltur leiðsögumaður og gestgjafi í hluta af Naucalpan sem hefur bæði verið varðveittur og breytt í súrrealískt samfélag og draumkenndan virðingarvott fyrir listum og menningu Mexíkó. „Mér finnst yndislegt að kynna staðinn af því að hann fyllir mig stolti“, segir Patricia. „Ég vil ekki hafa eignina bara út af fyrir mig eða nágranna mína. Þetta er staður sem verður að sjá, upplifa og búa á.“ Fjöldi gestgjafa á Airbnb á það sameiginlegt að vilja sýna heiminum uppáhaldsstaðinn sinn. Fáir fá þó að deila jafn ásæknum og fallegum stað og Patricia fær með hreiðri Kvetsalkóatl. Staðurinn er nefndur í höfuð guðs Asteka sem var hálfur fugl og hálfur snákur. Þetta er blanda af framandi garði og íbúðarsamstæðu sem byggð er inn í gríðarstóra, skreytta og litríka höggmynd sem liðast um landslagið. Þetta meistaraverk er hannað af Javier Senosiain, mexíkóskum arkitekt sem er frumkvöðull á sviði þessarar fallegu „lífrænu byggingarlistar“. Heimili Patriciu er eitt af 10 í samstæðunni og er það eina sem er í boði á Airbnb. Þetta er rúmgóð íbúð með 5 svefnherbergjum, ávölum gluggum, bogadregnum loftum og öðrum sérstökum arkitektúr sem byggður er inn í maga snáksins. Eignin virðist rúmgóð vegna nútímalegra skreytinga og innréttinga sem passa ótrúlega vel við náttúruna í kring.

Ég vil ekki hafa eignina bara út af fyrir mig eða nágranna mína. Þetta er staður sem verður að sjá, upplifa og búa á.“

Patricia, hreiður Kvetsalkóatl

Ég vil ekki hafa eignina bara út af fyrir mig eða nágranna mína. Þetta er staður sem verður að sjá, upplifa og búa á.“

Patricia, hreiður Kvetsalkóatl

Patricia fékk hugmyndinni um að gerast gestgjafi í fullu starfi frá einni systra sinna sem hafði skráð hús áður á Airbnb. Þetta fór saman við áhuga Patriciu á að yfirgefa ys og þys Mexíkóborgar og finna grænan og friðsælan stað. Frá árinu 2015 hefur hún sökkt sér í vinnuna með einstökum áhuga. Patricia tekur venjulega á móti gestum sjálf og leiðir þá í átt að eigninni sinni í gegnum hliðina á snáknum. Hún nýtur viðbragða gesta sinna á mismunandi tungumálum þegar þeir dást að umhverfinu og virða það fyrir sér segjandi „vá“ og „vó“ og „úlala“. „Þótt þeir hafi skoðað myndirnar eiga þeir aldrei von á stærð byggingarinnar og náttúrunni í kringum hana, þögninni og friðsældinni“ segir hún. Patricia hefur gaman af að fara með gestum í skoðunarferð um eignina. Það er hápunktur hjá mörgum á meðan þeir gista í hreiðri Kvetsalkóatl. Skoðunarferðin getur auðveldlega orðið að 3ja til 4ra tíma ævintýri ef gestirnir vilja. Margt er að sjá á 16 hektara landareigninni þar sem landslagið hefur bæði verið mótað og látið standa óhreyft. Patricia fer vísvitandi hægt yfir. Hún bendir á gin snáksins sem er byggt í kringum náttúrulegan helli. Hún hvetur gesti til að skoða blómin og trén, virða fyrir sér bjarta liti laufanna, hljóðin í skóginum og mismunandi áferð hluta, bæði náttúrulegra og manngerðra. „Stundum býð ég þeim að ganga berfættum á grasinu og skynja svæðið“, segir hún.

Í hverri ferð mun hún fjalla um Huichol, frumbyggja Mexíkó úr fjöllunum í hjarta landsins, sem eru þekktir fyrir litríka skartgripi og perlulist. „Snákahöfuðið er gert undir miklum áhrifum frá Huichol“, segir Patricia. Litríkir keramikhringir skreyta höfuð, augu og höggtennur snáksins, sem og önnur hugrík smáatriði Senosiain, og sækja innblástur sinn í list Huichol-fólksins. „Eitt af því sem við vildum kalla fram á þessum stað er litur Mexíkó,“ segir Patricia. Patricia fræðir gestina einnig um lyfjaplöntur á eigninni og notkun þeirra meðal Huichol-fólksins og annarra. Ef hún telur að gestir hafi áhuga býður hún gestum jafnvel að taka þátt í hugleiðslu í lok ferðarinnar. Áhugi hennar á að deila list, menningu og náttúrufegurð Mexíkó er það sem hvetur hana áfram sem og upplifanir og mannleg samskipti. „Ég hef áttað mig á að þótt gestir mínir gætu verið kínverskir, mexíkóskir, spænskir, ástralskir eða hvað sem er þá búa tilfinningar í okkur öllum, við elskum öll, við erum öll mannleg“, segir hún. Fólk er kannski ólíkt að útliti en „innra með okkur erum við öll lík“. Hún vonar að innlifun gesta í náttúrunni, mexíkóskri menningu og dvöl þeirra í hreiðri Kvetsalkóatl muni gerbreyta þeim. „Það sem mér finnst gaman við að sinna gestum og eiga í samskiptum við þá er að þetta er meira en ferð, þetta er upplifun, og þessi upplifun er djúpstæð“, segir hún. „Í orlofi er gert hlé á öðru og mig langar að verja hléinu með gestum svo að þeir geti kafað djúpt innra með sér og fundið út hvert sjálf þeirra er í raun og veru.“

Byrjaðu sem gestgjafi í dag