FJÁRMÁL GESTGJAFA

Möguleiki á að kaupa heimili

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk byrjar að taka á móti gestum á Airbnb; allt frá því að greiða reikninga til að kynnast nýju fólki. En það eru sífellt fleiri gestgjafar sem hafa getað eignast eigið heimili með því að deila plássi hjá sér. Tim er sjálfstæður kvikmyndagerðamaður frá Seattle sem breytti kjallaranum hjá sér í vinsæla skráningu á Airbnb í Seattle.

Tim hafði þurft að berjast við að ná endum saman í dýrri borg áður en hann skráði eignina sína á Airbnb. Tim segir að „[t]ekjurnar mínar sveiflast mikið ár frá ári þar sem ég vinn við skapandi iðnað. Ég og kærastan mín reynum því að lifa lífinu mjög látlaust“.

Tim tók ákvörðun um að fjárfesta í heimili til að fjárhagurinn yrði stöðugri. En þegar hann hóf leit að heimili blasti raunveruleikinn við. Í flestum tilvikum kostaði eignin annaðhvort of mikið eða þarfnaðist dýrra viðgerða. Hann sá enga leið í stöðunni.

Við hefðum ekki getað keypt okkur heimili ef það hefði ekki verið fyrir Airbnb.“

Tim, Seattle-búi alla ævi

Við hefðum ekki getað keypt okkur heimili ef það hefði ekki verið fyrir Airbnb.“

Tim, Seattle-búi alla ævi

Eftir mikla leit fann Tim loksins heimili sem bauð upp á möguleikana sem hann þurfti. Hvers vegna var heimilið fullkomið fyrir Tim? Hann sá fyrir sér að klára kjallarann og skrá hann á Airbnb. Tim sagði: „Sumir vina okkar nota Airbnb og við vildum geta boðið heimagistingu til að standa undir hluta kostnaðarins“. „Þegar ég sá kjallarann hérna vissi ég að hann yrði fullkomið verkefni fyrir skráningu á Airbnb.“

Hann lauk nokkrum verkefnum sjálfur og breytti kjallaranum á nýja heimilinu sínu í eina af vinsælustu eignunum á Airbnb á svæðinu.

Tim útskýrði að sem nýorðinn eigandi að heimili „[s]tendur skráningin mín undir einum þriðja af fasteignaláninu. Við hefðum ekki getað keypt okkur heimili án Airbnb.“

Athugaðu tekjumöguleikana

Viltu vita meira um gestgjafahlutverkið?