Öruggari ferðalög þegar þau hefjast að nýju

Fylgstu með nýjustu ábendingum um ferðalög meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu.

Öryggi er sameiginleg ábyrgð

Við erum að biðja samfélag Airbnb um að lofa að fylgja uppfærðum heilsu- og öryggisreglum vegna COVID-19.

Grímunotkun

Gestir og gestgjafar verða að fylgja staðbundnum lögum og tilmælum varðandi notkun gríma í samskiptum.

Nándarmörk

Þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum verða gestgjafar og gestir að samþykkja að virða 2ja metra (6 feta) regluna.

Ítarlegri ræstingar

Gestgjöfum um allan heim er skylt að fylgja fimm skrefa ferli okkar um ítarlegri ræstingar en það er viðurkennt af sérfræðingum.

Uppfærð viðmið fyrir hverja dvöl

Fimm skrefa ferli okkar fyrir ítarlegri ræstingar sem er viðurkennt af sérfræðingum felur í sér meira en bara grunnþrif og er mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi samfélags okkar.

Einkarými, fjarri mannþröng

Einkaheimili. Snertilaus innritun. Mjög opin svæði utandyra. Andrými. Finndu gistingu með þeim þægindum sem skipta þig mestu.

Svör við spurningum

Hvernig veit ég hvort farið sé eftir nýju reglunum um öryggi og ræstingar fyrir skráða eign?

Frá og með 20. nóvember 2020 þurftu allir gestgjafar (að Kína undanskildu) að lofa því að fylgja öryggis- og ræstingarreglunum vegna COVID-19 eða að öðrum kosti hætta á að fá viðvörun á aðgang sinn eða frystingu og í sumum tilfellum að aðgangi verði eytt af verkvangi Airbnb. Þú getur alltaf séð hvort gestgjafi hafi lofað að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar. Leitaðu bara að „Loforð um að fylgja ítarlegra ræstingarferli Airbnb“ í hlutanum fyrir heilsu og öryggi á skráningarsíðu gestgjafans. Frekari upplýsingar um ítarlegri ræstingar Airbnb.

Þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum verða gestgjafar og gestir að samþykkja að nota grímu eða andlitshlíf í persónulegum samskiptum og að virða 2ja metra (6 feta) regluna. Við mælum að sjálfsögðu með því að taka hvorki á móti gestum né ferðast hafir þú verið nálægt einhverjum með COVID-19 eða ef þú sýnir sjúkdómseinkenni. Yfirfarðu heilsu- og öryggiskröfur varðandi gistingu.

Þú getur ávallt spurt gestgjafa sérstaklega út í heilsu- og öryggisreglur viðkomandi með Airbnb appinu.

Hvernig breyti ég eða felli niður núverandi bókun?

Ef þú þarft að breyta bókun eða afbóka finnur þú frekari upplýsingar um afbókunarleiðir í boði í ferðahlutanum á vefsíðu Airbnb eða í appinu. Við höfum tekið saman þessi úrræði fyrir gesti þar sem farið er yfir afbókunarreglur og afbókunarferlið. Gestir sem bókuðu 14. mars 2020 eða fyrr og geta ekki ferðast vegna COVID-19 eiga mögulega rétt á afbókun án endurgjalds. Frekari upplýsingar um reglur okkar um gildar málsbætur.

Hvaða reglur hafa verið samdar vegna COVID-19 fyrir upplifanir á Airbnb?

Opnað hefur verið fyrir upplifanir Airbnb í þeim löndum sem það er heimilt samkvæmt gildandi opinberum reglum. Gert er ráð fyrir að gestir og gestgjafar fylgi sérstökum öryggisreglum fyrir staðbundnar upplifanir sem varða til dæmis nándarmörk og grímunotkun þegar þess er krafist í staðbundnum lögum eða tilmælum. Vertu að sjálfsögðu heima hafir þú verið nálægt einhverjum með COVID-19 eða finnir þú til veikinda. Frekari upplýsingar um reglur okkar varðandi heilsu og öryggi í upplifunum.

Þú getur skoðað einkabókun ef þú vilt bara fara í upplifunina með þínum hópi. Þú getur skoðað netupplifanir okkar ef þér finnst óþægilegt að vera í hópi eða ef ekki er búið að opna aftur fyrir upplifanir þar sem þú ert.

Hvaða sveigjanlegu bókunarvalkostir eru í boði á Airbnb?

Gestgjafar ákvarða afbókunarreglur hjá sér en þær geta verið sveigjanlegar, hóflegar eða strangar fyrir hverja skráningu. Nánari upplýsingar um afbókunarreglu gistingar er að finna á aðalsíðu hverrar skráningar. Við höfum bætt við nýrri leitarsíu til að auðvelda leitina að gistingu með sveigjanlegri afbókunarreglu. Frekari upplýsingar um nýju síuna.

Önnur úrræði

Reglur um gildar málsbætur

Afbókunarreglur

Úrræði gestgjafa